Vikan - 02.02.1961, Side 12
Alger andstæða við fátækleg hfbýli almennings í íran er
keisarahöllin í Teheran, þar sem shainn býr. Þar er
fburður eins og sagt er frá í austurlenzkum ævintýrum.
í stórverzlununum í Teheran eru módelkjólar eftir nýj-
ustu Parísartízku, en almenningur verður að láta sér
nægja að horfa á þá í gluggunum. Menn þykjast góðir
að hafa til hnífs og skeiðar.
Bændur í íran eru mjög fátækir og búskaparhættir frum'
stæðir.
Fagiiaði alþýða manna í íran þegar keisarinn eignaðist son þann er hann
þráði? Svo var sagt í öllum fréttum. En drengur sá er fæddist, leysti
engin vandamál. Og aukafrídagar eru þeim milljónum manna einskis
virði, sem ganga atvinnulausir ár eftir ár. Þjóðhátíðir hjálpa ekki fólki
sem sveltur — meðan iðjulaus keisari spilar burtu auð fjár, á einu kvöldi
í póker. Bylting getur skollið yfir í íran, hvaða dag sem vera skal.
„Taumlaus fagnaðarlæti um allt land!“
........vel skapað sveinbarn, sextán
marka þungt .... vakti óhemjufögnuð
hvarvetna........“
......fullkomin fagnaðarvíma . . . .“
„Páfuglshásætinu hefur verið bjargað.“
Land það sem talið er svífa I fagnaðar-
vímu er íran, eða Persía eins og það er líka
nefnt. Ástæðan er barnsfæðing hjá Farah
Diba keisaradrottningu, sem nú er tuttugu
og tveggja ára að aldri. Loksins hefir Reza
Pahlevi keisari eignazt rikiserfingja, á
41. aldursári sinu. Nú getur hann dregið
andann léttar — segir í fréttum. Nú er
stjórn hans úr allri hættu, hvers konar ó-
ánægja fokin út í veður og vind. Nú elska
allir Persar sinn keisara og sitt land.
Allt frá því er fyrri kona keisarans, hin
fagra Sórayja, sem hann skildi við árið
1958, reyndist ófær til barneignar, hafa
kvennablöð um heim allan haldið því
fram, að sonur væri hið eina er bjargað
gæti hásæti hans. Niðurstöður hafa verið
hvarvetna hinar sömu: Enginn sonur —
stjórnarbylting! Sonur — engin bylting.
Nú er sonurinn fæddur! í rússneskri
áróðursútsendingu var því haldið fram að
barnið væri „umskiptingur“, — „keisar-
inn fékk son i skiptum". En það dró þó
ekkert úr fréttum blaðanna um fagnaðar-
vímu, um hrópandi múga manna og konur
sem táruðust. Hin unga móðir var hyllt
sem hetja.
íran er borgið!
BEISKUR SANNLEIKUR.
En sannleikurinn um Iran er á þessa
leið: Bylling er yfirvofandi i landinu og
getur skollið á hvaða dag sem vera skal.
Keisarinn, Farah Diba drottning og ný-
fætt barnið á það stöðugt á hættu að verða
myrt, jafnhrottalega, jafnskyndilega og
jafn-„furðulega“ sem Feisal konungur í
frák.
Mesta spurningin um framtíð hins ný-
fædda keisarasonar er ekki á þessa leið:
„Hvenær verður hann keisari?“ Hún er
þe-ssi: „Tekst honum að flýja eða vcrður
hann myrtur?"
Þetta munu þykja stór orð, en nákunn-
ugir menn og athugulir, telja þau rétt-
mæt.
Óánægjan með keisarann og hina auð-
ugu jarðeigendur, sem bera veldi hans
uppi, er sem sé meiri nú en nokkru sinni
fvrr. Kominúnistaflokkurinn er bannaður,
■V XTÍ>líS» H H .
Fatima prinsessa, shainn og Farah Diba
keisaradrottning. Shainn eyðir fúlgum í
fjárhættuspil, meðan sumir landar hans
svelta og atvinnuleysi eykst.
Fiskimenn að veiðum á Kaspíahafi. Þeir
eru fátækir og hafa léleg verkfæri eins og
alþýða manna í fran.
en á sér marga áhangendur „neðanjarðar“
og er mjög styrktur af Sovétríkjunum. En
landamæri þeirra liggja að íran á 160
mllna svæði.
Hinn mikli múgur bænda lifir í fátækt
og sinnuleysi, og trúir því statt og stöðugt,
að keisariún sé staðgengill guðs liér á
jörðu. En með jieirri áróðurstækni sem
nú er uppi, getur verið hægt að brcyta
skoðunum þeirra á einni nóttu. Og hrað-
vaxandi grúi borgarbúanna bíður eftir
tækifæri. . . .
Ástandið er nákvæmlega hið sama sem
í öllum öðrum vanþroskuðum löndum.
Kommúnistar beina tnáli sinu til starfs-
manna i hinum nýstofnuðu iðngreinum, til
manna er lifa við þá afkomu að þeir liafa
hugrekki til að heimta meira, hafa kjark
til að krefjast endurbóta.
Þeim tekst án efa að draga til sin múg
hinna tregari bænda!
„ALLIR ÞIGGJA MÚTUR.“
Óánægja þjóðarinnar eykst í sifellu og
má skrifa það á reikning hugkvæmra og
ófyrirleitinna kommúnista, sömuleiðis
sterkum áróðri í útvarpi að kenna að
nokkru leyti. En orsakirnar eru fleiri:..
1. Keisarinn og hinar frægu „þúsund
fjölskyldur“, sem eiga sjötíu hundraðs-
hluta alls ræktanlegs lands, lifa gegnd-
arlausu óhófi.
En langflestir hinnar 21 millj. sem i
landinu búa, eru vannærðir. Þeir draga
fram lífið sem fasteignalausir landbúnað-
arverkamenn og hafa varla til hnifs og
skeiðar.
í fyrra tapaði keisarinn hálfri annarri
milljón króna í spilum — á einu einasta
kvöldi.
Framhald á bls. 29.