Vikan - 02.02.1961, Qupperneq 18
Klukkan 11,47: Sakamálablaðamaðurinn Miska
kemur upp um morðingjann. „Ég gerði það ekki,
hún amma mín gerði það. Ef þér trúið þvi ekki,
þá skuluð þér sjá nýjustu kvikmynd mína,
Psycho.
f Treptow-lystigarðinum í Austur-Berlfn eru
minnisvarðar 7000 sovéthermanna, er féllu í
Þýzkalandi. Tvö ár voru minnisvarðarnir í smíð-
um. 80 myndhöggvarar og 200 steinsmiðir unnu
samfleytt fjóra mánuði við hina ýmsu minnis-
varða, sem þekja 100.000 fermetra svæði ásamt
reitum og gangstígum. Það kostar austur-þýzku
stjórnina um 2 milljónir á ári að halda þessu
við, enda eru um 26 manns vinnandi við þetta
allan ársins hring. Á myndinni horfa unglingar
frá Austur-Berlín á eitthvert minnismerkið, og
rússneskur hermaður stendur vörð. Þetta er
ekkert smáræði, eins og sjá má af myndinni,
enda hafa Þjóðverjar alla tíð verið hrifnir af
öllu risavöxnu.
Bokksöngvarinn Tommy Steele hefur
nú vent.sínu kvœöi í kross og er tekinn
upp á því aö leika leilclistarinnar vegna.
Og fyrst lhann tók upp á því, geröi hann
þaö ekki endasleppt. Hann starfar nefni-
lega í leikhúsinu Old Vic, þar serh ýmsir
f, œgustu leikarar Breta hafa leikiö á
sinum beztu árum. Iiér er hann í grín-
hlutverki, og sagt er, aö honum takist
vel upp.
Klukkan er 11,43 á laugardegi í höfninni í
Hamborg. Alfred Hitchcock leikur í hrollvekj-
unni, Morðið í stýrishúsinu. — Við rúðuglerið
ber andlit morðingjans. Á stýrinu hvílir djörf
hönd hins myrta.
Toni armsterkur prinsessumaöur horfir eittihvaö skugga-
lega á Jón Væna. Fundum þeirra bar saman á frumsýn-
ingu á villtavesturskvikmyndinni Alamo, í hverri Jón Vceni
fer meö aöalhlutverlciö. Margrét brosir blítt, eins og hún
á kyn til. Hún lieföi átt aö gerast leikkona. Útlitiö heföi
staöiö fyrir sínu. —
Charles de Gaulle lítur á sig
sem meyna frá Orléans endur-
borna, en hlutverk hennar var
í því fólgið aS sigra fjendur
Frakklands. En de Gaulle hefur
tekizt á hendur öllu erfiðara hlut-
verlc. Hann ætlar einnig aS sigra
vini sina. Og þáttur i því er
franska kjarnorkusprengjan. MeS
henni ætlar hann aS tryggja
Frakklandi sæti i félagsskap
þeim, er Kjarnorkuklúbburinn
nefnist, en Bretar og Bandarikja-
menn hafa hingað til drukkiS þar
tvimenning og Frakkland verið
skutilsveinn.
Rolf Björling, sem erft
hefur bœöi söngrödd og
vaxtarlag fööur síns,
Jússa Björlings hefur nú
samning viö Stokkhólms-
óperuna. Hér sést dreng-
urinn œfa arlu úr La
Traviata. Ef marka má
skrif um hann, hefur
haun alla möguleika til
aö veröa góöur Björling.
Okkur finnst, aö hann
hafi aö minnsta kosti út-
litiö, þó aö enn höfum
viö ekki heyrt hann
syngja.
Klukkan 11,44: Stýrishússdyrnar opnast með
lágu braki, og í ljós kemur nef og hálft annað
auga. „Er allt í lagi?“ Enginn anzar.
Klukkan 11,46: Kalt augnaráð morðingjans
fylgir líkinu eftir á blautri ferð þess í skipakví
númer 12. Morðinginn raular: „Er hann að
sökkva, eða sýnist mér bara svo?“
Þorpið Lautzenhausen í Þýkalandi er i sömu aðstöðu og ICeflavík hér á landi.
Þjóðverjar tala um „gullregnið“ í Lautzenhausen. Þar í grennd er bandaríski þotu-
flugvöllurinn Hahn Air Base. Um 500 sálir þýzkar hafa þar sinn jarðíneska bústað.
Og það, sem tapazt hefur á sálarsviðinu, vannst aftur í spairisjóðsbókinni. 1951
voru álögð útsvör og skattar um 100.000 krónur, 1959 var talan hálf milljón. Þar er
stéttaskiptingin með dálitið öðru móti en annars staðar. Fjórar eru stéttirnar,
og lifa þær 1 vel skipulögðum fjandskap, og græðir hver á annarri, nefnilega
bændur, hermenn, sjoppueigendur og „ungfrúrnar“. — Baruch Friedmann, heim-
spekistúdent frá Lodz, sem á veitingastað, er Atlantic-Bar nefnist, segir: „Stúlk-
urnar mlnar lifa eins og nunnur, örva umsetninguna, lofa öllu og efna ekkea-t.“
Kynþáttaskiptingin gleymist ekki heldur á þessum stað. Negrarnir fá hvergi af-
greiðslu nema á Charti-Bar, og þær stúlkur, sem leggja leið sina þangað, fá ekki
atvinnu annars staðar á eftir.
>
Brazilía
Meðan Kubitchek var enn
forseti Brasiliu, var ákveðið að
reisa nýja höfuðborg inni í
miðju landi, og skyldi hún vera
nafna landsins. En eftirmaður
hans var ekki eins hrifinn af
hugmyndinni og lét stöðva
verkið. Tala atvinnulausra vex
með hverjum degi, síðan Janio
Quadros tók við, og þar sem
þeir verkamenn, sem höfðu
fengið vinnu við byggingu höf-
uðborgarinar tilvonandi, höfðu
haft gott kaup, létu þeir fjöl-
skyldufl sínar koma til sín.'
1 staðinn fyrir borg, reista af
færustu verkfræðingum núttm-
ans, hafa nú hlaðizt upp
braggahverfi, sem engum eru til
sóma.
Þessi unga stúlka ér talin hafa mesta möguleika af
unglingum í Þýzkalandi, sem nú eru að koma fram á sjón-
arsviðið. Hún hefur fengið töluvert meiri tilsögn og notið
kennslu í lengri tíma en flestir jafnaldrar hennar í skemmt-
analífi þar. Auk þess kvað hún hafa það, sem ekki er minna
um vert, en það er sterk skapgerð. Og nú getum viði séð til,
hvort hún verði enn viðlátin eftir svona fimm ár. Heidi
Briihl heitir hún og er rúmlega nítján ára.
1B VIKAN
WKAN 19