Vikan


Vikan - 02.02.1961, Síða 22

Vikan - 02.02.1961, Síða 22
Manni. Þegar viO eigum leið um bæinn hittum við oft einhvern ungling, sem við förum að rabba við um daginn og veginn. Þar sem blaðamenn þurfa að fá sér kaffi eins og annað fólk, en þeir oftast á ferðinni, sækja þeir kaffihúsin af mikilli snilld. Og gefst þá tækifæri til að kynnast ein- hverjum nærstöddum. Á þennan hátt hittum við ungan pilt niðri í miðbæ. Hann kvaðst heita Guðjón og vera Einarsson, kallaður Manni. — Heyrðu Manni, ertu oft á kaffihúsum? — Nei, sjaldan. Það er enginn timi til þess eða peningar. — Þú stundar kannski skólann af kappi? — Svona nokkurn veginn. Mér gengur þar bærilega. — í hvaða skóla ertu? — Gagnfræðadeild Miðbæjarskóla. — Ætlarðu í „Menntó"? -— Nei. Kannski Sjómannaskólann. Við þykjumst komast að raun um það, að Manni tilheyri þeim hluta íslenzkrar æsku, sem sé eölileg og biátt áfram, frekar léttur í máli og skemmtilegur. Og þannig hefur okk- ur yfirleitt virzt unglingarnir vera nú á dögum. Frjálsmannlegir og þægilegir og ekki sízt áhugasamir um framtíð sína. Manni drekkur ekki áfengi, en segist ekki vera i stúku. Hann lætur vel af skólanum sínum, þó ekki geti hann neitað því, að sér lelðist sutndum. brdfaviðskipti Okkur hefur borizt dálítið marg- ar beiðnir um bréfaviðskipti í þetta sinn og virðist svo, sem nú sé fólk að ranka við sér eftir jólin og ára- mótagleðina. Efemía Andrésdóttir og Svanhild- ur Björgvinsdóttir, báðar að Reykja- skóla í Hrútafirði vilja komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 15 til 17 ára. — Sólveig Jónasdóttir, Kársnesbraut 30, Kópavogi, við pilta og stúlkur 15 til 17 ára og Lovísa Símonardóttir, Neðri-Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd, við pilta og stúlkur 13 til 15 ára. Svo eru nokkrar stúlkur í viðbót frá Reykjaskóla í Hrútafirði og vilja þær komast i samband við pilta, sem hér segir: Stella Traustadóttir, 17 til 20, Halldóra Guðmundsdóttir, Þor- björg Sveinbjarnardóttir, Ragna Val- geirsdóttir og Ragnhildur Karlsdót.tir, við pilta 14 til 16 ára. Frá húsmæðraskólanum að Lauga- landi í Eyjafirði berast óskir um að komast í bréfasamband og taka stúlk- urnar það sérstaklega fram að þar komi aðeins piltar til greina og það 18 til 22 ára. Þær eru: Sif Þórarins- dóttir, Kittý Pétursdóttir, Hulda Sig- urðardóttir og Gunnlaug Garibalda- dóttir. Lestina reka fimm piltar á Iþrótta- skólanum i Haukadal, Biskupstung- um. Þeir vilja komast i menningar- samband við stúlkur á aldrinum 14 til 15 ára. Piltarnir eru þessir: Guðmundur Guðmundsson, Hilmar Arason, Bjarki Reynisson, Karl Þ. Jónasson og örn H. Guðjónsson. ttu þetta? Flestum langar einhvern tíma á ævinni til Þess að læra á hljóðfæri, en fæstum verður nokkuð úr þvi. Ýmist eru þetta bara hugdettur, sem ekki knýja verulega á, eða fólk er svo upptekið af öðru að það kemur því ekki við að bæta á sig. Hjá mörg- um strandar það á því að hljóðfærið, sem þá langar til að læra á er slíkur gripur, að hann fæst ekki nema fyrir stórfé. Hingað hafa komið til landsins nokkuð nýstárleg hljóðfæri, sem nefnast Pianorgan, sem líklegast er samsetningur úr pianói og organ, en svo nefnast orgel á ensku. Hljóðið i þessu er ekki ósvipað og í harmon- iku. Það er með rafmagnsblásara og ýmislegt fleira sem við kunnum ekki að nefna. Þessi hljóðfæri fást i ýms- um stærðum og það sem við rákumst á var minnsta tegundin og af þvi er myndin. Annars eru þau stærri með fjölbreyttari tónborði og gefa auð- vilað meiri möguleika. Þetta sem v:ð sýnum kostar um 5.500,00 krónur, cn þau dýrustu kosta um 10 000,00 krónur. ,skák Islenzkir skákunnendur hafa lítið gert að því að búa sjálfir til skák- dæmi, en þeirri grein skákarinnar er miklu meiri gaumur gefinn víða er- lendis. Þ6 hafa einstaka skákáhuga- menn hér á landi samið prýðileg skákdæmi, sem gaman er að glíma við. Það er ótrúlega gaman að spreyta sig á því að búa til taflþraut og væri þessi þáttur fús til að efna til nokkurskonar taflþrautarkeppni, ef menn vildu senda sínar frumsömdu þrautir til birtingar. —O— Eftirfarandi þraut er eftir Jóhann- es Kristinsson og vel ég hana sem eitt sýnishorn af islenzkri taflþraut- ariðkun. Þrautin er frekar auðveld, en skyldi hafa verið jafn auðvelt að búa hana til? Jóhannes Kristinsson. Lausn annars staðar I opnunni. Támstundir Vinnutími manna verður æ styttri með hverju ári og þar með aukast tómstundirnar. Það er að vísu ágætt og ætti reyndar að vera mikið fagn- aðarefni, en ekki er öllum gefið að haga tómstundum sínum heppilega. Þvi ris meðal hverrar menning- arþjóðar vandamál tómstundanna. Eh slikt er óþarfi ef fólk nennir að gera sér svolitla grein fyrir vanda- málinu. Að láta sér leiöast er merki um þroskaleysi. Hafirðu því einhverja stund, sem ekkert liggur íyrlr, þá áttu ekki að láta þér leiðast, heldur áttu að taka þér eitthvað fyrir hendur sem ekki krefst mikils tíma í einu, en veitir þér einhverja fróun. T. d. er margt smávegis sem þarfn- ast viðgerðar og viðhalds. Ennfremur geturðu búið til hitt og þetta, sem þig vanhagar um. Hérna er smáræði, sem stúlkurnar geta dundað við. Það má notast við gamlan hanzka eða einhvern annan leðurbút. Botn og belgur eru í einu lagi, hringur 15 cm i þvermál. Svo eru tveir litlir sprotar til styrktar. Og tvær mjóar ræmur, % cm á breidd og 50 cm lang- ar. Sprotarnir tveir eru klipptir út og saumaðir á, eins og meðfylgjandi teikning sýnir. Því næst er belgurinn gataður i jaðarinn með jöfnu millibili. í götin á sprotanum eru settir kóss- ar, það er sjálísagt hægt að fá það gert hjá skósmið. Ræmurnar eru sið- an dregnar i gegnum götin og hnýttar á eftir til endana. lilj<5mplötur Við höfum áður minnst á söngleik- inn West Side Story og þar sem hann hefur komið út á plötu finnst okkur rétt að benda á það að platan fæst hér. Platan er tekin upp úr sjón- leiknum og eru það því sömu söngv- ararnir. Hún fæst bæði í stereo og mono og auðvitað verðmismunur. Hún kostar um 525.00 mono og um 631.00 stereo. West Siáe Story ARTHUR LAURENTS -^„LEONARD BERNSTEIN STERHEN SONOHEÍM JEROME ROBBiNS mm 22 VIKAK

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.