Vikan - 02.02.1961, Qupperneq 24
Þorrinn er hnfinn
Sími^lZZ58“og_ 12Z59
BLÓÐHEFND.
Framhald af bls. 7.
borgarinnar til að njóta skemmtun-
ar eins og aðrir. Allir dáðu og virtu
þennan mikla nautabana. Hann nálg-
aðist og var goðborinn í huga fólks-
ins.
Gamla spákonan hrökk í kút,
þegar hún sá hann, en enginn tók
eftir þvi vegna ótakmarkaðrar til-
beiðslu á honum.
Höfðingi Tartaranna kom á móti
honum til þess að bjóða liann vel-
kominn og leiða hann i heiðurssœti,
sem hafði verið útbúið í skyndi.
Þetta var sjaldgæfur heiður.
Fernandó leit í kringum sig, þegar
hann var setztur, og augu hans
stönzuðu á hinni fögru og ungu
Rósalítu.
Hann benti höfðingjanum að koma
til sin.
„Hver er þessi stúika þarna með
hvítu kaninuna?“
„Þetta er Rósalita, dóttir min,
herra.“ Höfðinginn hikaði, en bætti
svo við: „Kaninan er bróðir hennar.
Við trúum á afturkomu sálarinnar i
öðru liki."
Ferandó svaraði engu. Augu hans
störðu á Rósalítu, og eftir því sem
tíminn leið, fann hann til ástar og
girndar.
Þessa stúlku ætlaði hann að fá.
Æðar hans virtust ætla að springa,
þegar hann sá Rósalitu senda Pedró
ástúðlegt augnatillit. Ósjálfrátt fann
hann, að Pedró mundi verða liið
stóra og ókleifa fjall i vegi hans.
Ókleift? Þvi ekki að jafna það við
jörðu?
Það fór hrollur um Fernandó. Nei,
hann var ekki morðingi.
Dagar komu, og dagar fóru. Fern-
andó var orðinn daglegur gestur í
vagnborginni, og það var á allra vit-
orði, að hann var að sækjast eftir
ástum Rósalítu. Hann bauð henni í
skrautlegan vagninn sinn til langra
ökuferða um liina stóru landareign,
og á allan hátt reyndi hann að vekja
hjá henni ást, sem beindist að lion-
um einum.
Einn daginn tók hann hana til
kastalans og sýndi lienni rikidæmi
það, sem honum hafði lilotnazt og
mundi verða hennar, ef hún veldi
rétt.
„Ég hef eignazt auð og frægð,
Rósalita. Nú lifir þú í Tartara-vagni.
Gifstu mér, og heimili þitt verður
hér.
En Rósalíta sneri sér kuldalega
á burtu. Þegar þau komu aftur til
vagnanna, sá Fernandó hana gefa
Pedró léttan koss. Hinn frægi nauta-
bani titraði af heift og hatri.
Þetta sama kvöld kallaði hann á
einn þjóna sinna, — mann, sem fyrir
gullpening gerði livað, sem var og
húsbóndanum þóknaðist, og átti við
hann eintal.
Morguninn eftir fundu Tartararnir
Pedró dauðan af rýtingsstungu í
bakið.
Það var rigning daginn, sem þeir
jörðuðu hann, en hinn sorgmæddi
hópur fann ekki til þess, þar scm
hann stóð við nýtekna gröfina.
Höfðinginn hélt handleggnum ut-
an um dóttur sína, þar sem þau
stóðu og horfðu á kistuna síga nið-
ur i svarta jörðina og kipptust við,
þegar gamla spákonan byrjaði að
kasta hverri rekunni á eftir annarri.
Hún fór sér hægt. Það var eins og
hún vildi á einhvern hátt fá Pedró
aftur, og við hverja reku, sem hún
kastaði, þuldi hún einhverjar sund-
urlausar setningar.
Að lokum var gröfin fyllt, og
enginn sagði orð. Kanínan i fangi
Rósaiitu lagði kollhúíur og starði á
gröfina eins og hinir.
„Þú ert ung, dóttir mín, þú munt
eiga mörg ár ólifuð, og timinn mun
lijáJpa þér að gleyma,“ sagði höfð-
inginn.
„Hver veit, hver veit?“ tautaði
gamla kerlingin og studdi sig með
rekunni. „Sálin i Pedró mun koma
aftur i nýjum likama, og þá mun
hann, með hinum mislitu augum,
öðru bláu og hinu brúnu, leila að
þér.“
Mánuðir liðu hægt i huga Fern-
andós. Astin kvaldi hann og brenndi,
svo að hann hafði engan tíma til
neins annars en heimsækja Rósa-
lítu, sem engan áhuga virtist liafa á
daðri eða gjöfum.
Fernandó sneri sér til höfðingj-
ans, og með ýtni og smjaðri tókst
lionum að fá hann tii að sækja mál
sitt, sem um síðir hafði þau áhrif,
að Rósalíta lét undan.
Brúðkaupið var ákveðið, og
Fernandó samþykkti þá beiðni
hennar, að það skyldi haldið i
vagnborginni.
Eftir brúðkaupið fór Fenandó
aftur inn á hringleikasviðið til að
berjast við nautin, og aldrei hafði
hinn blóðugi ferill hans verið eins
dáður og nú.
Hinn spænska, tilfinninganæma
þjóð þráði spenning, og sá, sem gat
veitt henni hann, var hylltur sem
konungur.
En eftir þvi sem Ferandó jók meir
á lýðhylli sína og frægð og þvi fleiri
bardaga sem hann háði, varð fram-
koma hans við liósalitu ofsafengn-
ari, og liann lagði dauðiegt hatur á
kanínuna, sem alltaf sat i kjöltu
hennar.
Metnaðargirni hans var djúpt
særð, vegna þess að hann fann, að
hann gat ekki gert hana hamingju-
sama og að kanínan var henni til
meiri ánægju en allur hans auður
og frægð.
Ekkert virtist geta fengið hana til
að tala eða brosa. Hún sat alla daga
í sama sætinu og strauk hin löngu
eyru kanínunnar.
Aðeins einu sinni heyrðist hún
gefa frá sér hljóð.
— Elskaföu einhvern annan?
Dag nokkum kom Fernandó heim
drukkinn og æðisgenginn af af-
brýði til alls og allra, þegar hann sá
kaninuna í fangi konu sinnar, þreif
hann dýrið og skar það á háls.
Á meðan hann framkvæmdi verkn-
aðinn heyrðu þjónarnir tryllingslegt
angistarvein frá Rósalítu.
Eftir þetta varð gagngerð breyting
á öllu fari hennar. Frá þvl að Fern-
andó hafði drepið kaninuna, fór hún
að búast eins og auður hans gaf
henni tilefni til. Hún fylgdi lionum
eftir brosandi og sat við hlið hans,
þegar hann ferðaðist í skrautvagni
sinum, og virtist njóta lifsins og
þeirrar hylli, sem maður hennar
hlaut frá allri þjóðinni.
Hún sat í heiðursstúku, þegar
liann sýndi snilli sína og hugrekki,
og hlaut alltaf mesta heiður, sem
nautabani getur sýnt, eyrun af hinu
sigraða nauti.
Þau ferðuðust til Madrid, en þar
átti Fernandó að berjast við naut,
sem miklar sögur fóru af fyrir krafta
og ótrúlega skynsemi.
Hver nautabaninn af öðrum hafði
reynt að leggja það að velli, en naut-
ið virtist ekkert eiga sameiginlegt
öðrum nautum og barðist eftir því.
En Fernandó virtist vera óhrædd-
ur, þegar hann gekk inn á leikvang-
inn og að venju beint að stúku konu
sinnar og lieilsaði henni að hætti
nautabana. Rósalíta tók rauða rós
úr hári sinu og kastaði til hans.
Þetta var venja, og Fernandó tók
liana upp og setti inn á barm sér.
Merki var gefið, og allir biðu með
eftirvæiitingu eftir að sjá nautinu
hleypt út. Það heyrðist braka i þung-
um og sterklegum bjálkahlerunum,
og nautið geystist inn á völlinn.
Litfagrar og skrautlqgar spírur
stóðu upp úr herðakambi þess, sett-
ar þar til að æsa upp heift þess og
grimmd.
Þetta var stórt naut, rauðbrúnt að
lit, og heiftin geislaði úr liverri
hreyfingu.þess. Augnablik stóð það
kyrrt og starði yfir leikvanginn,
þangað sem nautabaninn stóð.
Hann var tilbúinn. Rauðu klæðinu
hélt hann með báðum höndum, og
áhorfendur sáu, að hann ætlaði að
byrja leikinn með svæfingarsverðið
í hönd sér.
Nautið var nú búið að átta sig
og tók sprettinn í áttina að Fern-
andó. Hann lét létta hreyfingu fara
um klæðið til þess að vekja athygli
nautsins á þvi. Sjálfur stóð hann
kyrr eins og myndastytta.
Það herti á sprettinum eftir þvi,
sem nær dró, og allt i einu sá Fern-
andó, að það stefndi ekki á klæðið,
heldur á hann sjálfan. Hann bjó
sig undir að vikja til hliðar með
einni af sinum léttu og mjúku hreyf-
ingum.
Hann vildi ljúka þessu af og mið-
aði sverðinu eftir handlegg sér til
þess að veita því banastungu í fyrstu
atrennu. Þetta mundi gera alla ó-
ánægða, en úr þvi mátti bæta með
öðru nauti, sem var ekki eins hættu-
legt og þetta.
Augnablik horfðust maðurinn og
dýrið í augu, og hrollur fór um
Fernandó. Það virlist ekki koma
auga á klæðið, og Fcrnandó hreyfði
það með meiri ákafa, en allt kom
fyrir ekki. Allt I einu sveigði nautið
hausinn til hliðar og gerði bæði að
koma í veg fyrir, að Fernandó gæti
vikið sér til hliðar og beitt sverð-
inu. Vinstra liorn þess stakkst inn
í hægri síðu Fernandós og fór það
djúpt, að hann gat ekki losað sig.
24 VIKAN