Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 4
Vafasamir rithættir. Ég er lesandi Vikunnar og las nú fyrir stuttu í 2. tbl. 1961 þáttinn: „Fyrir hverju er draum- urinn“. Þar segir svo: „Svar til Stínu. Frægur er sá draumur Auðar hinnar Djúpúðgu, er hana dreymdi á unga aldri,“ o. s. frv. Ég hef ekki heyrt fyrr að Auði djúpúðgu hafi dreymt þenn- an draum, heldur segir i Laxdælasögu að draum þennan ásamt fleirum líkum dreymdi Guðrúnu Ósvífursd. Hún var þá ung og ógefin í föður- garði. Ég tel einnig vafasamt mjög að rita viður- nefni hennar „djúpúðga“ með stórum staf. Það er alltaf leiðinlegt i víðlesnu blaði að sjá svona lágstemmda blaðamennsku. Annars er margt gott, sem frá ykkur kemur. Vinsamlegast, Einar Sigfússon, Staðartungu, Eyj afjarðarsýslu. Þegar draumráðningarmaðurinn var ráðinn til þess að ráða drauma fyrir lesendur Vik- unnar, var það gert með hiiðsjón af þvf, hve fróður hann var í draumspeki, en ekki fs- lendingasögum. Það er að vísu satt, að það er leiðinlegt að sjá svona rangfærzlur, en því miður er víða pottur brotinn f þekkingu íslendinga á fornbókmenntunum. Varðandi vafasama stafsetningu í viðurnefni Auðar er það að segja, að ég tel líka vafasamt að segja „FLEIRUM líkum,“ eins og þú segir f bréfi þínu, Einar minn góður, og álít að þar ætti að standa „FLEIRI líkum,“ svo þú sérð að það er ekki nema mannlegt að gera skyssur. — Þessar tvær villur, sem þú minn- ist á í bréfi þínu, koma blaðamennsku ekki við, þvf draumráðningamaðurinn hefur þetta aðeins sem aukastarf; hann er ekki blaða- maður. Er lágmarkshraði nauðsyn? Ég sá í Vikunni, að þið takið til meðferðar það vandamál, er bilstjórar aka of hægt á þröngum tvistefnuakstursgötum og valda með þvi stórhættu. Ég er þessu algerlega sammála og mér finnst, að það ætti að setja ákvæði um lágmarkshraða á suinum götum. Þetta vnnda- mál er viðar rætt en í Vikunni og ég sendi ykkur hér úrklippu, sem sýnir byrjun greinar um þelta sama efni og birtist hún nýlega í dönsku blaði. Þar er meðal annars sagt, að meðfram bandarískum þjóðvegum hafi verið sett upp svoliljóðandi skil ti: „Því liægar sem þú ekur, þeim mun fyrr nær dauðinn þér“. Dr. Asperín tók það réttilega fram, að þetta skiptir öðru máli á hinurn fullkomnu, banda- rísku vegum, þar sem margar akbrautir eru samhliða, eða hér á götum eins og Suður- landsbrautinni eða Hafnarfjarðarveginum. Ég tek lika undir það, að margir eldri menn eru hrein plága og mér finnst að það ætti öðru hvoru að prófa ökuhæfni allra manna, sem komnir eru yfir fimmtugt. Þess er skannnt að minnast, að eldri maður ók inn á Hafnar- fjarðarveginn þar sem stoppskylda var og lenti fyrir strætisvagni með heldur alvarlegum afleiðingum. G. Björnsson. Og meira um sama efni — Póstur góður. Ég skrifa þér vegna þess, að ég las grein í Vikunni og varð satt að segja hálf undrandi. Eruð þið að predika, að bílstjórar eigi að aka sem hraðast? Vitið þið ekki, að flest slys eru of hröðum akstri að kenna? Þórður á Bjúkkanum. Þórður minn góður. Þú hefur víst ckki lesið pistilinn til enda.. Var ekki tekið skýrt og greinilega fram í lokin, að bílstjórar ætlu að aka með eðli- legum hraða umferðarinncu-, en hvorki hægar né hraðar. Of hraður alcstur er stór- hœttulegur fyrir þann, sem ekur og einnig fyrir aðra vegfarendur, en of hægur akstur hefur aftur á móti ekki svo mikla hættu i för með sér fyrir þann, sem þannig níðist á öðrum vegfarendum, en hann er fyrst og fremst slysavaldur. Ekki aðeins hold af holdi. Kæri póstur. Mig langar til að fá svar við eftirfarandi: Ef ég ætti kjörbarn, væri rétt að nefna móður mína formóður barnsins? Þegar talað er um forfeður eða -mæður, er þá ekki átt við, að um ósvikinn ættlegg sé að ræða? Hvað sérðu í skriftinni minni, og hvernig er hún? Forvitin húsmóðir. Ath. Penninn er nú ekki góður. . .Mér virðist, að ættleiðing barnsins veiti þvi allan sama rétt og barni, sem þú hef- ur fætt af þér sjálf, og því væri rétt að nefna móður þina formóður barnsins. Þótt kjörforeldrar barnsins, það sjálft og nán- ustu vandamenn viti, að það er ekki hold- legt afkvæmi sinna foreldra, gleymist það furðu fljótt. Þess er líka að gæta, að barn er ekki aðeins hold af holdi og blóð af blöði, því að það hefur sín áhrif, hvar og hvernig það er alið upp.því að að veru- legu leyti má segja, að barn sé líka andi af anda, og sá andi þarf ekki endilega að korna frá hinum holdlegu foreldrum, þótt enginn geti neitað upplagi sinu. Og víst er það, að þegar kjörbarn þitt eignast sín börn, kennir það því að kalla þig ömmu og móður þína langömmu. Ég les yfirleitt ekki úr skrift, en mér virðist þú vcra geðgóð, kannski dálitið áræðin og mættir hugsa betur um útlit þitt. Skriftin er gerðarleg og læsileg, en ekki falleg, og ég er viss um, að penninn licfur verið bölvuð klóra. FAREN ved langsom karsel En række amerikanske stater har indí0rt en minimumsfartgrænse pá motorveje. Pá de sam- me veje havde man i forvejen en maksimal fart- grænse, og hastigheds-tavlerne rummer nu to tal - den h0jeste og den laveste, tilladte fart. Endvidere er der langs vejene rejst tavler med slogans som »Jo langsommere du k0rer, des hurtigere indhenter d0den dig«. (Forts. s. 50) Úrklippan úr danska blaðinu sem G. Björns- -oa r.-eðii iiin. Valdemar Ornolfsson varð Reykjavíkur- meistari í svigi. Hér nálgast hann mark- ið eftir vel heppnaða ferð niður hlíðina. Áfram KR. Það er eins gott að vera sveigjanlegur — þá hefst þetta með lagi. Marteinn Guðjónsson tekur beygju. En stundum fer verr en skyldi. Þá dugar ekki að missa móðinn, heldur snúa við og byrja aftur þar sem óhappið vildi til- Þegar brekkan er á enda, tekur urðin við og þá er heillavænlegra að nema staðar í tíma. 4 vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.