Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 5
 Heimsókn í Hamragil Þannig eru aðstæður íslenzkra skíðamanna. Skíðamótið fór fram í fönninni, sem örin bendir á (1). ÍR-skálinn stendur á hjall- anum, sem hin örin bendir á (2). Neðri myndin: Þetta er allt og sumt. Á þessari fönn varð að halda Reykjavíkurmeistaramót í svigi, því annað betra var ekki um að ræða. I Odrepandi áhugi — erfiöar aðstæöur Einhvern tíma á útmánuðum var haldið Reykjavíkur- meistaramót í svigi í Hamragili við Kolviðarhól. Lítið var um snjó eins og endranær í vetur og gerir þetta snjóleysi skíðamönnum okkar afar erfitt um vik að ná fullkomnun í íþróttinni. En þeir sem stunda þessa íþrótt láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og mótið var haldið í gilinu eins og til stóð. Talsverður strekk- ingur var þarna í gilinu og ekki bætti úr að sólarlaust var. Það bjargaði Vikumönnum að þeim var boðið upp á forláta kaffi í Í.R.-skálanum áður en haldið var í gilið. Furðumargt var þarna samankomið og það vakti athygli okkar, að þarna voru þrír smástrákar, sem brunuðu og sveigðu af mikilli snilld. Fáeinum metr- um frá marki var urð og þótti okkur allglannalegt er kapparnir renndu sér á mikilli ferð alveg niður að urðinni og snarbeygðu, þegar ekki voru nema einn eða tveir metrar eftir af fönninni. Svigkeppnin gekk ákaf- lega hægt, svo að jafnvel frjáisíþróttamótin ganga í loftköstum á móti þvi. Þetta stafar af því, að skiða- lyftu vantar í Hamragil, en hennar er von áður en langt um líður, sögðu þeir okkur. Þeir tróðu braut- ina á leiðinni upp og voru óratima að fikrast upp fjalls- hlíðina og áhorfendur biðu þolinmóðir, ca fimm að tölu. Þeim tókst yfirleitt vel í sviginu og liðu mjúk- lega milli stanganna, en fyrir kom, að jafnvægið rask- aðist og þeir felldu þá hverja stöngina af annarri. Þá er auðvitað komið i óefni með tímann, en sannir iþróttamenn láta það ekki á sig fá að klifra þolin- móðir til baka, þar til Þeir hafa náð staðnum, þar sem kúnstin brást ■— og þar byrja þeir aftur eins og ekkert hefði komið fyrir. Jóakim Snæbjörnsson hefur unnið einna mest að byggingu ÍR-skálans í Hamragili. <3 Eldhúsið er ekki innréttað að fullu, en kaffið er heitt og gott og nauðsynlegt fyrir skíða- mennina, áður en þeir halda út í kalsann. Það er beðið eftir því, að mót- ið hefjist: Farið í úlpur, númerin fest á og skíðin smurð. Myndin er tekin í ÍR- skáianum. Uppi á pallinum, sem sést á myndinni er svefn'- loftið. V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.