Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 13
Jóhannesarborgar. Hann tók til starfa á hóteli og vann aS degi til, en kynnti sér hókfærsiu á kvöldin í þvi skyni að verða bókari. Eftir ársdvöl i borginni varð hann veikur. Hann fór á fund evrópsks læknis, sem rannsakaði hann og tók hann til með- ferðar. En par sem lionum fór ekkert fram, fór hann tii annars iæknis. Aftur fór honum ekkert fram, svo að hann íór á spitaia, þar sem hann var ai'tur tekinn til rannsóknar og meðferðar, en án nokkurs árangurs. Þá hélt hann heimleiðis. Þegar heim kom, hélt liann á fund galdra- læknis fyrir þrábeiðni bróður sins. Ualdra- læknirinn sagði honum, að i borginni hefði hann eklti halt neinn anda tii að vernda sig og að iiiur andi hefði náð tökum á lionum og ylii veikindum hans. Ungi' maðurinn sagði mér, að galdralæknirinn hefði spurt sig þrisvar, hvort hann viidi berjast gegn liinum illa anda, og í hvert skipti svaraöi hann já'tandi. Siðan mæiti galdraiæknirinn: „Farðu heim, og að þremur dögum liðnum muntu verða orðinn friskur aftur.“ Að þremur dögum liönum var ungi mað- urinn orðinn aiheilbrigður og kenndi sér hvergi meins. Þegar ég sat og var að hlusta á hann, gat ég ekki að mér gert að brosa með sjáli'- um mér. Eg vissi, hvað það var i frásögn- inni, sem hann gat ekki um, þvi að þessi unglingur bjó yíir leyndarmáii, sem hann gat ekki talað um. Þegar hann sagði mér sögu sina, reynd- ist Jkonum eríitt að dylja íyrir mér tilfinn- ingar sínar, þegar hann minntist leyndar- máis sins, og ótti hans við að opinbera of mikið fyrir mér virtist gera hann ó- róiegan. Ég hiustaði kurteislega og spurði einsk- is. Ekkert var að græða á því að spyrja hann: Hann mundi ekki hafa sagt mér neitt. Astæðan fyrir óróieika hans var sú, að hann sleppti úr mikiivægasta þætti frá- sagnar sinnar. Það, sem hann sagði mér ekki, var helgiathöfn, sem hann og galdra- læknirinn iðkuðu og hann haíði svarið að þegja um. Galdraiæknirinn er nokkurs konar tækni- fi-æðingur, sem oft beitir vissri þekkingu er hann býr yfir tii þess að lækna sjúkt fóik. Til að auka þekkingu mína hef ég farið i tvær heimsóknir tii Afriku. Hin síðari stóð í fimm ár. Á þeim tima ferðaðist ég þúsundir mílna og ræddi við fjölda galdra- lækna til að komast eftir leyndarmáii þvi, sem þeir bjuggu yi'ir tii að lækna. Það var mér augljóst, að þeir þekktu aðferðir til að stjórna undirmeðvitundinni, sem við Vesturlandabúar þekkjum ekki. Þrátt fyrir það að dáleiðsla hafi mikil álirif og gagn fyrir fjölda fólks, hefur hún samt sem áður sínar takmarkanir, því að með notkun hinna venjulegu, viðurkenndu dáleiðsluaðferða virðist svo sem ekki sé unnt að dáleiða sumt fólk, og hjá öðrum er lækningin ekki varanleg. Á ferðum mínum er mér gleggst i minni litið þorp innborinna, þar sem ég gisti um nætursakir vegna draums, sem mig dreymdi þar. Sóhn sezt snemma í Afríku, og ég eyddi hinu langa kvöldi í samræður við galdralækni, sem einnig var yfirráð- andi hins litla þorps. Við sátum úti undir berum himni við snárkandi eld. Eftir stund- arkorn kallaði hann til sin nokkra inn- borna þorpsbúa, sem beðið höfðu þolin- móðir eftir honum. Meðan hann ræddi við Afrikumennina, beindi ég athygli minni til skiptis að þvi að hlusta og horfa. í flökt- andi hjarma eldsins sá ég marka fyrir arabiskum svip sumra mannanna. Ekki ein- ungis likamslagið, lieldur einnig liendurnar voru fíngerðar og fagurlega mótaðar. Eftir nokkra stund lét galdralæknirinn mennina vikja, og settust þeir að umhverfis annan eld og sungu mjúkri rödd saman. Þegar ég hlustaði á þá syngja, varð mér Framhald á bls. 35. /Frá vinstri: Valborg, Sveinbjörn, Halldóra. SKÁLDARÍMUR HINAR NÝJU Skáldarímur voru í fyrstu ortar á einu kvöldi og síðan kveðnar næsta kvöld á fullveldisfagn- aði Stúdentafélags Reykjavikur í Sjálfstæðis- húsinu 30. nóv. 1959. Rímurnar hafa siðan verið auknar nokkuð, og enn biða þ«er frekari yrk- inga, enda hafa mörg tíðindi orðið meðal skálda, sem væru þess verð að koma I rim. Hér birtist ríman að mestu I þeirri mynd, sem hún var fyrst flutt. H' Æundar: Halldóra B. Björnsson, Valborg Bents. Sveinbjörn Benteinss. Margra heima furðufans fór um loftið dunum. Stefán Hörður stífidans steig með Svartálfunum. Atómsálmabrögðum beitti, barði, fálmaði, kvað og söng, rimum tálma vondan veitti vaskleg Pálmholtskempan ströng. Orðablækur yfir landið aumingja Gissur atómsvækju spúðu i nauð. Ljóðaklækjum loft var blandið, leðjan stæka vall og sauð. Rímarar skörðótt vígin vörðu, verkin örðug rækja þeir, sátu á hörðu og saman börðu svita og jörð, og þá varð leir. Sveljandi hregg úr svörtu skeggi, Sveinbjörn eggjar mannaval. Atómseggja varnarveggi vísnasleggja mölva skal. Þorsteinn sótti, Sveinbjörn varðist, sitthvað ljótt menn heyrðu þar. Skáldið mótt við skálkinn barðist, skeggið óttalegt þá var. Sveinbjörn þreytir sverðið skarpa, samt það veitir enginn hrufl, þar sem eitureggin snarpa ekki beit á svartan kufl. Augnabláa oft má sjá öldurkráarlóu ganga á ská við skáldin á skónum táamjóu. Sínum peyja er sofnar hjá sérhvör eiginkvinna, verða feginn vill hann þá vinur meyja og hinna. Byggð úr stuðlum stefin öll, stimað rim í skorðum, konjaksflaska í kvæðahöll, kviðarsvið á borðum. Nú skal hefja nýjan brag, niftin trefja svinna, um þig vefja amorslag, yndi stefja minna. II. Þar skal opna sögusvið, segir af striði grimmu, atómfólk og formsins lið fór í harða rimmu. Jötunefldur Jón úr Vör, jöfur þorparanna, ^ / yfirmaður er í för > ,' atómnorparanna. . I , /. I Missti úr höndum i / ; höfuðstaf \ heljar niðri loga, skýtur siðan eldflaug af örvarlausum boga. Þá var einnig þar á ferð, þrunginn býsnum ljóða, kominn austan úr V Kveragerð, Katlaskáldið góða. *-..ii'ÓS um flagið Einar Bragi, allt úr lagi kveðið var. ' ‘ Skolað á glæinn skáldafræi t skúr í maí hafði þar. t •• * Þarna veit ég hugarheitur hjörvi beitir lon og don ófyrirleitinn, ekki feitur Ari heitinn ■ Jósefsson. . Ungur Jói ofan í sjóinn öngli mjóum renndi þar, ■ of langt róin aflaklóin eitthvað dró, sem skrýtið var. Sezt hjá Degi sól í Ægi, syngur hann meyjum atómstef, samt í eigin sólarlagi selur greyjunum hlutabréf. Sigurður A Ma sinnisramur sótti framur vopnaþing. Dökkur á haminn hrafn með glamur ( ?.| hræjum tamur flaug í kring. vikan 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.