Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 15
f þau sautján ár, sem ég hafði lifað, höfðu samskipti min við kvenfólk verið næsta lítil. Fyrst, þegar ég var strákur, hafði mér verið i nöp við allar stelpur, eins og titt er um stráka, en nú í seinni tíð var ég hræddur við þær. Svo smeykur var ég, að í hvert skipti, sem ung stúlka kom nálægt mér, roðnaði ég upp í hársrætur, og ef þær yrtu á mig, stamaði ég. Þannig liafði þetta gengið nokkuð lengi. Einu sinni hafði ég þó ætlað að herða mig upp og læra að dansa. Það var á sveitaballi fyrir þremur árum. Þetta var þriðja ballið, sem ég fór á um ævina. Stöðugt hafði ég verið að telja kjark í sjálf- an mig. .Og loks kom að því, að ég gekk að bekknum, sem kvenfólkið sat á. Fjórar stúlkur sátu saman. Þær voru flissandi og hlæjandi, en mér fannst þær líta ósköp vingjarnlega út, — svo að ég tók stefnuna á ]iær nær dauða en lifi af innibyrgðum ótta. Ég var hikandi og óákveðinn. Nú sá ég, að stelpurnar litu á mig. Ég sá að þær pískruðu saman og lilógu. Ég fann, að þær voru að hlæja að mér. Svit- inn spratt fram á enni mér, og ég fékk ein- livern ónotalegan verk í magann. En ég hark- aði af mér, gekk að þeirri næstu og hneigði mig. En um leið og ég lineigði mig beygði hún sig niður og þóttist vera að tala við þá, sem sat næst henni. Ég sá líka, að sú, sem sat henni á hina hönd, hnippti í hana hlæjandi. — Sérðu ekki manninn? Hann er að bjóða þér upp. TJm leið og hún sagði þetta, leit hún á mig. Ég greip samstundis tækifærið og hneigði mig fyrir henni. Hún stóð upp, og við byrjuðum að dansa. Ég er að visu ekki viss um, að það hafi verið margir, sem kölluðu þetta dans. Ég reyndi að hreyfa fæturna í takt við músík- ina. En það hafði endilega þurft að hittast svo á, að leikinn var masúrki i þetta sinn, og það, sem kannski verra var, að sárafáir voru á gólfinu. Ég sá, að stelpan hafði roðnað og sennilega eins mikið og ég, því að fólk var farið að veita okkur eftirtekt. Aumingja fæturnir á henni hafa sennilega fengið mar- bletti liér og þar, þvi að ekki svo sjaldan hafði ég stigið ofan á þá. Þegar iagið var búið, flýtti liún sér burtu, en ég hraðaði mér út. Mér leið hræðilega illa, og ég var alveg miður mín. Systir hennar mömmu hafði kennt mér dálitið að dansa, en hlátur og piskur stelpn- anna liafði gert mig svo óstyrkan, að ég gat aldrei komizt í takt við lagið. Eftir að þctta gerðist, dansaði ég ekki. Þó að oft hafi ég ætlað að herða mig upp, þá hefur aldrei orðið neitt úr framkvæmdum, þvi að ætið kemur yfir mig þessi gamli óstyrkleiki, og mér fer að líða eitthvað svo ónotalega i maganum. Þetta olli mér talsverðum áhyggjum, þvi að flestir strákarnir i sveitinni voru með stelp- um, a. m. k. um tima. Á næsta bæ við mig bjó góður vinur minn. Honum virtist ganga vel i viðskiptum sinum við kvenfólkið. Það var þess vegna, sem ég leitaði ráða hjá honum. Og hann vissi svo sem, hvað hann söng. — Það, sem þú þarft að gera, er að leika gæa. Það þýðir ekkert hérna svona til að byrja með, þvi að hér þekkja þig allir. Þú verður að fara eitthvað langt i burtu, þar sem enginn þekkir þig, t. d. á einhverja skemmtun, og að sjálfsögðu að hafa vin. Vinlaus þýðir ekkert að fara. Og sannaðu til, þetta mun veita þér mikið öryggi, og þú hlýtur að ná i einhverja. Og mundu það, að það þýða engin vettlingatök við kvenfólkið, bara að vera kaldur og ákveðinn. Þctta var ástæðan til þess, að ég fór & mikla skemmtun um 100 km i hurtu. Ég fór með langferðabil, og mér létti stórum, þegar ég sá, að engin stelpa úr sveitinni varð sam- Framhald á bls. 32. WMCAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.