Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 20
Froncoíse d Eoubonne Saga þessi gerist meö- al æskufólks í París. Ungur námsmaöur, Bob Latellier, kemst fyrir einkennilega hendingu í kynni viö Alain nokk- urn, furöulegan mann, sem gengur undir nafninu „skynsemispostulinn“ meöal félaga sinna — og Bob fær brátt aö reyna aö þessir félagar eru ekki síöur furöulegir en Alain sjálfur; aö minnsta kosti ólíkir því sem Bob á aö venjast. Meöal þeirra eru nokkrar ungar stúlkur, frjálsar í fasi og hisp- urslausar. Bob komst þar brátt í „náin“ kynni viö Clo, dóttur húsráöanda, sem bæöi eru fjarverandi, og á meöan þau stundarkynni standa uppi i svefn- herbergi foreldra hennar, ber margt viö, annars staöar í húsinu. ... FORSAGA Þeir stóðu hvor andspænis öðrum eins og hlé- barðar, búnir til stökks. Hræðsluóp gall við og dró að sér athygli þeirra. Það var Nadina, sem kallaði. Sítt hárið hálfhuldi barnslegt andlit hennar. Hún stóð á öndinni. „Komið þið fljótt! Við verðum að bjarga hon- um! Hann dettur!“ Hvorki köllin, brothljóðið né óp Nadinu heyrð- ust upp í herbergið, þar sem Bob og Clo lágu í ástríðuheitum faðmlögum, hálfgrafin niður i rekkjudýnurnar eins og þau hvildu í dúnmjúku hreiðri. Kjól sinn hafði Clo lagt á stólbak og sló á hann daufum bjarma frá lampanum á náttborð- inu. Bob reykti og horfði á ljósgráa móðuna, sem reykurinn myndaði i bjarmanum af lampaljós- inu. „Mamma," mælti Clo lágt og hvíldi höfuð sitt á öxl hans. „Ef þú þekktir hana mömmu . . .“ Bob, sem sízt af öllu var að hugsa um sína eigin móður þessa stundina, hlustaði ekki á hana nema með öðru eyranu. Hann fann einhverja værð færast yfir sig við hvisllágt hjal hennar. „Hún verður aldrei vör við neitt," hélt Clo áfram. „Og pabbi lætur sem hann verði ekki held- ur var við neitt. Samt sem áður veit ég, að hann hefur gætur á mér. En hvað getur hann aðhafzt? Sent mig í betrunarskóla? Hann bíður eftir á- tyllu. En ég . . .“ og það brá fyrir hörku i rödd- inni, „ég harðneita að viðurkenna, að leikurinn geti ekki haldið áfram endalaust. Ég nýt hans eins og mér er frekast unnt, skilurðu. Eg beiti öllum þeim ástríðubrögðum, sem ég má . . . á meðan ég má. E'n um leið og ofsann lægir og fullnægingin er fengin, verð ég gripin . . . hvernig á ég að koma orðum að þvi. . . eins konar viðbjóði. Nei, það er of sterkt að orði kveð'ð . . . Samvizkubit. Nei, það er lika of sterkt. Leiði . . . já, það er orðið. Ham- ingjan góða, en það stendur ekki lengi. Fimm mínútur i mesta lagi. En það er ákaflega óþa'gi- legt. Það skilur eftir óbragð í munni manns. . . eins og lyf. Hvernig er það með þig?" „Fyrirgefðu", sagði Bob og vaknaði af leiðsl- unni. „Þú hefur þá ekki hlustað á mig?" Hún hló, en hiátur hennar var ekki fyllilega einlægur. „Það var rétt af þér. Ég var bara að masa. Eins og maður hafi tíma til að gefa til- finningunum slakan tauminn. Maður verður að miða allt sitt lif við það, að maður lendi ekki fram á hengiflugið. . . þar sem gjáin myrka og hræðilega gín við . . . Eigum við að koma?" 1 þetta skiptið hlustaöi Bob með athygli á orO 20 VIKAN hennar. Hann lagði sigarettuna frá sér á nátt- borðið. Honum fannst hann kannast við þessi orð. Hvern hafði hann heyrt segja þau áður? Bernard! Já, einmitt Bernard, og það fyrir skammri stundu. Og Bob hafði brugðið honum um hugleysi. Ungi maðurinn, sem leitar á náðir próf- lestursins . . . stúlkan, sem leitar á náðir elskend- anna — óttinn var sá sami. Bæði starfið og ástin voru flótti; frá þverhnipinu og gjánni myrku, felmturskennd undanbrögð frá vandamálum, sem ekki urðu leyst. „Koma — hvert?" spurði hann. „Niður í hópinn með hinum, sjá hvaö Þar er aðhafzt." Hún klæddi sig í skyndi og lagfærði hár sitt. Um leið og Bob opnaði dyrnar fram á ganginn, varð henni litið á sígarettuna á náttborðinu og brá samstundis í greifaættina: „NotiÖ þiö ekki öskubakka heima hjá þér?“ Hann svaraði engu. „Geturðu vísað mér á snyrtiherbergið? Ef svo skyldi vilja til að enginn væri þar inni." „Hinum megin við ganginn, beint fram undan. Nei, ég held aö þar sé enginn, að minnsta kosti heyrist ekki neinn hávaði þaðan." En niðri skorti ekki hávaðann. Gestirnir höfðu þyrpzt út að eldhúsglugganum, piltar og stúlkur hrundu hvert öðru og hölluðu sér út fyrir glugga- kistuna, störðu niður i garðinn. Lou einn lét sig þetta engu skipta; hann hafði opnað kæliskápinn og var nú aö athuga einhverjar flöskur. Nadina var farin að kjökra. „Ég reyndi að lokka hann til mín, en hann stökk frá mér og nú er hann kom- inn í sjálfheldu." Á örtæpri gluggasyllu á þriðju hæð stóð kött- ur og mjálmaði ámáttlega. Lengra komst hann ekki, og syllan var of mjó til þess, að hann gæti snúið við; þarna stóð hann, sperrti upp rófuna og hallaði sér upp að steinveggnum. Clo gekk út að glugganum til að sjá hvað um væri að vera. „Ó, þetta er Mistigris", sagði hún. „Kötturinn matseljunnar. Hún má aldrei af honum sjá." „Ekki getum við látið hann standa þarna," sagði Alain. öllum varö litið á Alain. Gérard, sem sennilega var ólyktin af síömsku köttunum heima fyrir efst f huga, gerði aðeins að kinka kolli, samþykkj- andi og kjánalega í senn. Lue yppti öxlum. „Þú hefur lög að mæla. Farðu og sæktu hann. E'ða — ertu kannski hræddur," mælti hann stork- andi. Enn beindust allra augu að Alain. Þaö vottaöi fyrir brosi á vörum hans þegar hann rétti úr sér. „Hræddur — hvaö skyldi ég hræöast. Haldið þið kannski að lífið sé mér einhvers viröi?" „Viltu veðja?" sagði Luc. „Ertu genginn af vitinu," varð Clo að orði. „Þú ferð ekki neitt. Þú drepur þig á þesu." En Alain var þegar lagður af staö. „Þá hvað?" spurði hann án þess að líta um öxl. „Þið getið skemmt ykkur við jarðarförina." Djúp þögn lagðist á hópinn. Gérard einn þóttist þess umkominn að segja eitthvað, sem viö ætti. „Hættan er nautabananum tilgangur lífsins," draf- aði hann. „Og flugmanninum," svaraði einhver I hópnum meinlega. Alain kleif af svalahandriðinu út á gluggasyll- una. A hæðinni fyrir ofan skein Ijós út um baðher- bergisglugga. Bob kom inn í þessum svifum. Hann nam staöar á þröskuldinum og leit undrandi kringum sig. Stúlka nokkur stóð frammi fyrir spegli og lag- færði hár sitt. „Fyrirgefðu. . ." „Þú hefur sennilega ekki sem bezt álit á mér," varð henni að orði. Og stúlkan skellihló. Hann virti hana fyrir sér og brosti lítið eitt. Hún var falleg. Og nú rifjaðist það allt í einu upp fyrir honum. „Já, það varst þú, sem . . .“ „Sem þú sást inni í svefnherberginu hennar Clo,“ botnaði hún setninguna. „Mic, bezta vinstúlka mín," hafði Clo sagt. Já svo þetta var Mic, sem lá með hverjum sem vildi. Hún gat verið átján ára, ljós á hörund, rjóö í vöngum og munnurinn barnslegur — minnti á Brigitte Bardot. Hárið var hörgullið, stuttklippt, snerist upp í horn viö eyrun. Nefið var fagurmót- að, hálsinn hvítur og þrýstin brjóstin nutu sin enn betur fyrir það hve peysan féll fast að þeim. „Funduð þið eithvert afdrep?" spurði hún kæru- leysislega og strauk hár sitt með bursta meö á- letruðu silfurbaki. Bob svaraði játandi i hálfum hljóðum. Honum fannst þaö öllu fremur furðulegt en að það hneykslaði hann, að heyra Þessar barnslegu varir mæla svo hispurslaust. „Ég heyrði ekki hverju þú svaraðir?" mælti hún enn. „Ég sagði að það hefði verið í lagi," svaraöi Bob og roðnaði við eins og saklaus stúlka. Mic dró tappann úr fagurlega skreyttri kristalls- flösku og þefaði úr stútnum. „Clo ætti að breyta um ilmvatn. Ég hef sagt henni það, ég veit ekki hvað oft! Jæja, þá er þessu lokið." Hún úðaði sig óspart. Allar hreyfingar hennar voru hnitmiðaðar, hraðar og mjúkar í senn eins og kattarins. „Ertu úthverfabúi?" spurði hún stríðnislega. Bob hló. Honum féll Þessi unga, lausláta þokka- dis vel I geð. „Ber ég það utan á mér?" spurði hann. „Vitanlega. Þú hefur ekki losað þig viö sálar- flækjurnar, unginn minn." Hún sneri sér aö honum, lagöi báðar sinar nettu hendur á hné honum. Bob varö æ betur ikemmt. Þaö var eins og hann langaðl tll að komast I vináttukynni viö þessa ástriðumiklu telpu; hann langaði til að ræöa vlö hana og heyra álit hennar og svör. „Með hverjum komstu?" spuröi hún. Hann virti fyrir sér smekklegt hálsmen hennar áður en hann svaraöi. „Alain." „Já, einmitt. Skynsemipostulanum. Hann er hræðilegur." „Ég er á sama máli." Nú var þaö hann sem greiddi hár sitt framml fyrir speglinum. En Mick rétti út hendina, rétt eins og þegar kettlingur bregöur klónni I band- hnykil, og þar meö var öll hans hárgreiðsla til einskis oröin. „Ertu gengin af göflunum?" „Svona. Þér fer svo mikið betur aÖ ganga með úfiö hár. Hefur enginn bent þér á þaö?" Bob staröi undrandi á spegilmynd sina. „Þetta er ekki svo vitiaust," samsinnti hann. Það var sem einhver ylstraumur færl á milH

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.