Vikan


Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 30.03.1961, Blaðsíða 29
ER SIÐGÆÐISBYLTING í VÆNDUM. Framhald af bls. 16. þeim tíma, þegar réttlætisvitund var frumstæð og lagasetning fábrotin? Er framtíðarhug- sjónin ekki sú, að hvert viðbragð og atvik i atferli manns verði orðað ljóst i ákveðinni lögmálsgrein og að löghlýðni komi að öllu leyti i stað siðgæðis? Óneitanlega grípa lagasetning og réttarfar sífellt lengra inn á það tilverusvið, sem áður féll undir siðgæðið eitt saman. Ýmsar mikil- vægar athafnir falla algerlega undir ákvæði um skyldu, brot og viðurlög. Sú þróun sýnist blasa við, að hvers konar mannlegt atferli falli afdráttarlaust undir ákveðna lagagrein. Þetta er þó óframkvæmanlegt. Manneðlið er djúpur sjór, en færi löggjafans stutt. Til djúp- fiskjarins nær öngull hans ekki. Réttarfarið verður þvi aldrei fullkominn staðgengill siðgæðisins. Ekki táknar það held- ur alltaf réttlæti. Rétturinn metur aðeins þann málstað, sem löggildar sönnur eru færð- ar á. Þvi verður sannleikur oft að vikja fyrir lygi, réttur málstaður fyrir röngum. Það er hægt að löghelga misrétti og rangsleitni. Lög hafa gildi, jafnvel þó að þau séu ósiðræn að eðli og uppruna. Þess vegna fellur sið- gæðisvitundin aldrei að öllu saman við lög- hlýðni. Hún setur markið hærra og getur jafnvel fundið sig til knúna að taka afstöðu gegn lögum og réttarfari. I þessari vitund hikar löggjafinn við að grípa á viðkvæmustu þáttum mannlegs at- ferlis.' Viðleitni hans til að setja tæmandi lagaákvæði um samlif karls og konu yrði fálmkennd og grunnfærin. Aflgjafi þeirrar byltingar, sem i vændum er, hlýtur að verða siðgæðisvitundin sjálf. ENDURFÆÐING SIÐVITUNDARINNAR. Þegar Vesturlandabúar tala um siðgæðis- byltingu, eiga þeir alltaf við endurvakningu trúarinnar. Svo samgróið er i vitund þeirra trú og siðgæði. Fátt bendir samt til þess, að trúin verði ráðandi afl í siðgæðisþróun fram- tíðarinnar. Iiún á nóg með sig. En kristin trú hefur einu sinni sáð til þess skilnings á eðli manns, að allir menn, konur jafnt sem karlar, séu bornir til sama réttar: Frelsis. Svo lengi sem mannkynið eygir þá hugsjón, getur siðgæðisþróunin ekki staðnað. En aflvaki hennar eru raunsannar sam- félagsaðstæður. Á þeim hefur nú orðið sú breyting, að siðgæðisstyrkur konunnar er leystur úr læðingi þolræns umburðarlyndis og kallaður til virkrar þátttöku i mótun nýs sið- gæðis. Um leið og konan haslar sér víðara starfssvið og heimtar jafnrétti við kai'lmann- inn, ber henni að endurskoða frá rótum skiln- ing hans á menningunni og þróun hennar, en einkum þó siðgæðisþróunina. Hófsemi var á öllum timum höfuðvandi sið- gæðisins. Hóf er sú fórn, sem frelsið kostar. Frelsið er sá frumburðarréttur, sem sá taum- lausi selur fyrir baunasúpu óhófsins. Grikkir hinir fornu kölluðu það hybris, landnáms- menn íslands nefndu jxað ofsa, en hvorir tveggja vissu, að taumleysi boðar ófarnað. Á okkar dögum eru freistingar til óhófs og ofsa ásæknari en ■ menn vita dæmi til. Og helmingi mannkyns, sem fram til þessa var tjóðraður við arininn opnast nú )eið til hvers konar nautna, sem mannlegar ástriður vakna til. Þess vegna hlýtur siðgæðisbylting að ganga vfir mannkynið. Til hvers hún leiðir, •— það er aftur á móti vafamál. Ef konan tekur upp þá stefnu karlmannsins að hafna engri nautn, þá mun ganga yfir mannkyn sú laus- ungaröld, að dóttirin veit ekki nafn á föður sinum og bróðirinn þekkir ekki systur sina. En ef hún neytir réttar sins, að forma siðgæð- ið að nýju út frá frelsishugsjón sjálfrar sín, ]xá mun þróast hreinna og rótlieilla kynsið- gæði en vaxið gat af boðorðinu um undir- gefni og ambáttarstöðu konunnar. Fylgist með tíman- um, kynnist Kína. Á rúmum tíu árum hefir Kína breytzt úr kúgaðri hálfnýlendu f eitt af volduRHstu ríkjum jarðar. Framfarir á öllum sviðum, bæði á þvf menningarlega og tæknilega, hafa þar verið örari en dæmi eru til í mannkynssögunni. Landið hefir nálægt 700 milljónir íbúa og er í tölu elztu menningarþjóða heims. Kínversk mvnd- list er að fornu og nýju f hávegum höfð meðal vestrænna þjóða. — Þér eigið kost á að fylgjast með framförum landsins og kynnast fornri og nýrri kínverskri list með því að halda mánaðarritið China Reconstructs (á ensku). Ritið er hið vandaðasta, mikið mynd- skreytt og verð árgangsins er aðeins kr. 50.00, — 12 stór hefti — (kr. 95.00 tveir árg.) Pantið ritið strax í dag. Ég óska að gerast áskrifandi að mán- aðarritinu China Reconstructs og fvlgir áskriftarverðið ................ f póst- ávisun. Nafn:.................................... Heimilisfang: ........................... Til Kinversk rit, pósthólf 1272, Reykjavík MKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.