Vikan


Vikan - 03.08.1961, Síða 39

Vikan - 03.08.1961, Síða 39
PANORAMA- CUCGIM I cr )>i«0ile0ur bjortur 00 öru00ur PANORAMA-glugginn er um þessar mundir mest seldi hverfiglugginn í Svíþjóð. 7: PANORAM A-glugginn er framleidd- ur í tveimur gerðum: PANORAMA-glugginn er: VÍÐSÝNIS-gluggi. PANORAMA-glugginn er með opn- unaröryggi, næturopnun, fúavarnar- efni. TRÍSMIDIA: gissurarsimoharsohar * __ o: • t a ooa við Miklatorg - Sími 14380. DAUÐADALURINN Framhald af bls. 36. . í Smiths-hópnum varð meira ó- samkomulag, og skiptist hópurinn i enn smærri hópa, sem hver fór sína leiS. Flestir þessara hópa enduíSu 1 Dauðadal, þar sem hver reyndi sem bezt hann gat að bjarga sér þaðan. Þeir lentu i mestu hrakning- um, hungri og þorsta. Tveir hópar hafa nokkurn veginn nákvæma skýrslu um ferðalag sitt um dalinn, og eru þessar dýrmætu skýrslur Jayhawker-hópsins geymdar i Hunt- ington, bóka- og listasafni San Marínó í Kaliforníu. í J ayhawker-hópnum voru 30 ungir menn frá Illinois með 20 vagna. Þegar þeir ákváðu að draga sig út úr hópnum, vildi Reverend Brier ákveðinn fylgja þeim eftir ásamt konu sinni og 3 ungum son- um þrátt fyrir bænir hins fólksins í Smiths-hópnum um að gera það ekki. Þeir brutust um hin illfæru fjðll, en sáu loks geysimikla sléttu í fjarlægð og fjall með snjóhettu. 1 fimm daga brutust þeir yfir hina vantslausu sléttu, þar til þeir komu til Amargosaar. Þar staðnæmdust þeir að fá sér að drekka og brynna gripum sinum. En þeir áttu eftir að sjá mikið eftir því. Þó að þeir fyndu reyndar, að vatnið var beizkt, þá vissu þeir ekki, að i því var bæði Epsom- og Glaubers-salt. I námunda við Saltvik (Salt Creek) brenndu hinir örvæntingar- fullu Jayhawkerar vagna sina og reyktu það, sem eftir var af uxum sinum, en fóru siðan það, sem eftir var, fótgaugandi yfir fjöllin og eyði- mörkina til þess staðar, sem nú er kallaður Panamint-dalur, og fundu þar San Francisquito-setrið, sem var i eigu Don Antonio del Valle. Brier-fjölskyldan fylgdi á eftir, sorglega litill hópur. Reverend Brier hafði létzt um 100 pund á leiðinni. Börn hans voru örþreytt og nær dauða en lifi. Var hinni hug- rökku móður þakkað það, að börnin héldu lifi, en hún lyfti börnunum, er þau féllu, og bar þau, þegar þau voru örmagna af þreytu og þorsta. Okkur varð hugsað til breyting- anna, sem orðið höfðu siðan þá. t. d. í umferðarmálum og reyndar öllu. Nú er ekið um þessa sömu eyðimörk og fjöll með um 60 til 80 milna hraða og á malbikuðum vegi, eins og reyndar alls staðar i Bandarikj- unum. Næstu 20 ár eftir ferð hinna hvítu manna um dalinn höfðu Indiánarn- ir dalinn að mestu fyrir sig og svæð- ið umhverfis. Nokkur svaðamenni komu þó í leit að gulli öðru hverju. Seinna spunnust af þessu ótrúlegar sögur um týndar gullnámur og Indiána, sem skutu gullkúlum úr byssum sinum. Fyrsti hviti maðurinn, sem settist að i Dauðadal, hét Teck. Það var árið 1870, og bjó hann hjá Furnace Creek. Árið 1873 byrjuðu nýir hópar æv- intýramanna að streyma til hæð- anna í vesturhluta Panamint-dals, þegar fréttir bárust um eirinn í Surprise Canyon. Fyrir tonnið af silfurklóríð-eirnum gátu menn fengið 4000,00 dollara. Panamint- borg með öllum sínum silfurleir og gulli breyttist i ofsafengnasta morð- og þjófabæli, sem um getur í sög- unni. Nokkru siðar þvarr allt silfur i nágrenninu og Panamint-borg lagð- ist að mestu i eyði. * ÞEGAR ALLI FÓR í BAÐ Framhald af bls. 25. Svo kom Anna með litla brúðu- baðkerið sitt, fullt af volgu vatni, lítið sápustykki, þvottapoka og handklæði. — Ég get ekki drukkið allt þetta vatn, sagði Alli. — Það áttu ekki heldur að gera, þú átt að fara ofan í það, sagði Anna. — Á ég ... ég ... hann Alli______ nei, nú ... En Anna tók hann bara og setti hann ofan i baðkerið. — Ég drukkna, hrópaði álfurinn ... ég er að deyja. — Nei, það gerir þú ekki, sagði Anna og byrjaði að sápa hann. Hann sparkaði með höndum og fótum og æpti og hrópaði orð, sem ekki eru beint prenthæf. — Þegar ég losna úr þessu, þá ■kal ég atríðm þér ... pína þig, erta þig ... æ, nú kom sápa f augað á mér, það er svo vont ... æ ... æ, nú verð ég blindur, það er þér að kenna ... álfapínarinn þinn ... já, en þú mátt ekki setja vatn í hárið á mér, það verður blautt . hjálp ... hjálp ... En Anna hætti ekki við hálfnað verk. Hún hélt álfinum föstum, meðan hún þvoði honum með sápu og skolaði hann með vátni. Hún nuddaði höfuðið á honum til að Framhald á bls. 41. VUCAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.