Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 4
4 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR SKATTAR Umfangsmiklar breytingar á skatt- kerfinu urðu að lögum á Alþingi í gær. Tekju- skattur verður innheimtur í þremur þrepum, fjármagnstekjuskattur hækkar og einnig skattar fyrirtækja. Þeir einstaklingar sem eiga meira en níutíu milljónir króna í hreina eign munu greiða 1,25 prósent í svokallaðan auðlegðarskatt en hjá hjónum verður miðað við eign umfram 120 milljónir króna. Sjómanna- afsláttur verður afnuminn í áföngum á fjórum árum. Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði um áramótin í stað þess að hækka samkvæmt vísitölu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði við afgreiðslu skattafrumvarps ríkis- stjórnarinnar á Alþingi í gær að við endur- skoðun skattkerfisins sem fram undan er verði hægt að skoða hvaða möguleikar eru á að endur vekja vísitölutryggingu persónuafsláttarins í ljósi efnahagsaðstæðna. Steingrímur sagði að það væri óumdeilan- lega kostur við fjölþrepaskattkerfi að það stuðli að tekjujöfnun og tryggi að það markmið náist að hlífa lægstu laununum við sköttum. „Til framtíðar eigum við að stefna á að lækka skattprósentuna á lægsta þrepi,“ sagði Stein- grímur. Hann sagði ágætar horfur á því að við- snúningur yrði í hagkerfinu og að efnahagsbati færi að sjást á síðari hluta næsta árs. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði hins vegar ríkisstjórnina stunda blekkingar þegar hún héldi því fram að skattkerfisbreytingarnar hlífðu fólki með lægstu launin. Langveigamesta aðgerðin væri sú að hætta við vísitölutengingu persónu- afsláttar . Það myndi gefa ríkis sjóði 9-10 millj- arða króna í tekjur og þeir peningar yrðu sóttir til allra launa manna. Ríkisstjórnin stefn- ir að því að auka tekjur ríkissjóðs um 44 millj- arða króna með öllum skattabreytingunum en Bjarni sagði það ofmat. Skattahækkanirn- ar myndu draga úr umsvifum í efnahagslífinu og vegna þess myndu þær ekki skila ríkissjóði eins miklum tekjum og ríkisstjórnin stefndi að. peturg@frettabladid.is Umfangsmiklar skattahækk- anir samþykktar á þinginu Breytingar á skattkerfinu urðu að lögum á Alþingi í gær. Tekjuskattur verður innheimtur í þremur þrepum. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur í efa að áform ríkisstjórnarinnar um 44 milljarða í auknar tekjur nái fram að ganga. Fjármálaráðherra segir góðar líkur á efnahagsbata á seinni hluta næsta árs. LEIÐTOGAR Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, voru meðal þeirra þingmanna sem deildu um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tekjuskattur einstaklinga verður í þremur þrepum: 1. 24,1% skattur af árstekjum undir 2.400.000 kr. 2. 27% skattur af tekjum á bilinu 2.400.000- 7.800.000 kr. 3. 33% skattur af tekjum umfram 7.800.000 kr. á ári. Útsvarsprósenta verður áfram hæst 13,28%, þannig að heildarhlutfall í staðgreiðslu verður áfram óbreytt 37,2% fyrir tekjur upp að 2.400.000 krónur á ári. Persónuafsláttur hækkar aðeins um 2.000 krónur um áramót í stað þess að hann taki breytingum samkvæmt vísitölu sem hefði leitt til meiri hækkunar. Fjármagnstekjuskattur hækkar úr 10% í 18% en með 100.000 kr. frítekjumarki. Aðeins skal skattleggja 30% af tekjum vegna útleigu á íbúð- arhúsnæði. Tekjuskattur fyrirtækja hækkar úr 15% í 18%. Sérstakur auðlegðarskattur, 1,25%, verður innheimtur á hreina eign einstaklinga umfram 90 milljónir og umfram 120 milljónir króna hjá hjónum. Sjómannaafsláttur verður afnuminn í áföngum um 25% á ári á fjórum árum. Sé úthlutað arði úr einkahlutafélagi sem nemur meira en 20% af eigin fé ber að greiða tekjuskatt af helmingi en fjármagnstekjuskatt af helmingi. HELSTU SKATTBREYTINGARNAR DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir fyrrverandi fjármála- stjóra Garðabæjar, Alfreð Atla- syni. Alfreð var dæmdur fyrir að draga sér rúmar níu milljónir króna í starfi sínu fyrir bæinn árin 2007 og 2008. Héraðsdómur hafði dæmt Alfreð í sex mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir brotið, en Hæstiréttur þyngdi dóminn í átta mánuði, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Alfreð þarf því að afplána tvo mánuði af refsingunni. Skömmu eftir að málið komst upp endur- greiddi Alfreð bænum allt féð. - sh Dró sér milljónir í Garðabæ: Fjármálastjóri fer í fangelsi DÓMSMÁL Vörubílstjóri hefur verið dæmdur til þess að greiða ríflega 2,1 milljón króna fyrir að virða ekki lögbundinn hvíldartíma vöru- bílstjóra. Maðurinn braut hvíldar- ákvæðið ítrekað. Á síðasta ári höfðu starfsmenn Vegagerðarinnar afskipti af vöru- bílstjóranum. Þeir tóku gögn af rafrænu ökumannskorti sem var í vörubílnum og við nánari skoðun kom í ljós að bílstjórinn hafði ekki hvílt sig í fimmtán skipti. Bílstjórinn krafðist sýknu meðal annars á þeim grundvelli að leið- beiningar með ökuritanum hafi verið á ensku og hann hefði ekki skilið þær til fulls. Því hefði hann ekki slökkt á ökuritanum þegar hann var í hvíld. - jss Virti ekki hvíldartíma: Rúmlega tvær milljónir í sekt Útsvarið hækkar Bæjaryfirvöld í Vogum á Vatns- leysuströnd hafa ákveðið að hækka útsvarið úr 13,03 prósentum í 13,28 prósent. Almennt hækka gjaldskrár um fimm prósent milli ára. Þó er fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkaður sem og vatnsgjald. VOGAR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 2° 4° 1° 4° 5° 4° 2° 2° 23° 3° 18° 1° 20° -7° 2° 11° 0° Á MORGUN Strekkingur á V-fjörðum, annars hægari. AÐFANGADAGUR Stíf norðlæg átt V- lands, annars hægari. -4 -5 -5 -7-5 -3 -2 -0 -5 -3 -4 -8 -4 -3 10 9 10 10 59 10 10 8 9 11 12 -4 -4 FROSTDAGAR FRAM UNDAN Það lítur út fyrir kalda daga fram að jólum með snjókomu eða éljagangi um landið norðan- og austanvert en bjart veður suðvestan- lands og litlar líkur á snjókomu þar. -6 -6 -8 -7-2 Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nemur nú um 458 milljörðum króna, eða 2.495 milljónum evra. Fyrsti hluti láns frá Norðurlöndum í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var greiddur í gær. Í tilkynningu Seðlabankans kemur fram að upphæð gjald- eyrisforðans samsvari nú vöru- innflutningi í rúmt ár, miðað við síðustu tólf mánuði. Fyrstu hluti Norðurlandalánsins er 300 millj- ónir evra og verður ávaxtaður sem hluti af gjaldeyrisforða bank- ans. „Ísland hefur heimild til að nýta alls 444 milljónir evra fram að annarri endurskoðun efnahags- áætlunarinnar sem áætlað er að fari fram um miðjan janúar 2010,“ segir í tilkynningu bankans. Þá kemur fram að ekki hafi verið talin þörf á frekari notkun á láns- heimildinni að sinni og flytjist því 144 milljónir evra til næsta tíma- bils sem hefst að lokinni annarri endurskoðun. Samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans eru enn ódregin umsam- in lán upp á tæpa 2,3 milljarða evra frá Norðurlöndunum, AGS og Póllandi. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri segir frekari útborgun lán- anna með fyrirvörum um næstu endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS. „Okkur vitanlega eru engir formlegir fyrirvarar varðandi Icesave-málið,“ segir hann, en bendir um leið á að fyrsta endur- skoðun efnahagsáætlunarinnar og þessi útborgun norrænu lánanna hafi meðal annars farið fram með hliðsjón af því að náðst hafði sam- komulag á ríkisstjórnarstigi um Icesave-skuldbindingarnar með fyrirvara um samþykkt Alþingis. „Óljóst er hvert framhald málsins yrði ef Alþingi hafnaði staðfest- ingu samkomulagsins,“ segir Már. - óká Óvissa um frekari lán hafni Alþingi staðfestingu á Icesave-samkomulagi að sögn seðlabankastjóra: Næstu lán eru háð endurskoðun áætlunar MÁR GUÐMUNDSSON Seðlabankastjóri segir bankanum ekki kunnugt um form- lega fyrirvara við lánveitingum vegna Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GENGIÐ 21.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,9179 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,71 128,31 205,99 206,99 183,01 184,03 24,59 24,734 21,826 21,954 17,525 17,627 1,4117 1,4199 200,24 201,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.