Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 6
6 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSTÓLAR Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft 164 grömm af kókaíni í hjólhýsi við Yrsufell. Efnin fundu lögreglumenn við leit. Aftur var maðurinn tekinn, nú í Hafnarfirði, með 1,63 grömm af amfetamíni, sem hann framvísaði við leit. Þar fundu lögreglumenn- irnir einnig haglabyssu af gerðinni Benelli og skammbyssu af gerð- inni Bruni Mod 92. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi fyrir þeim. Þá ábyrgðist hann ekki vörslu þeirra með þeim hætti að óviðkomandi næði ekki til þeirra og án þess að geyma haglabyssuna og haglaskot í aðskildum og læstum hirslum á heimili sínu. Enn fremur fann lögreglan riffil af gerðinni Marlin og haglabyssu af gerðinni Breda. - jss Karlmaður á fimmtugsaldri: Með byssusafn og fíkniefni DÝRAHALD „Undirrótin að öllum þessum látum er sú að vissir menn vilja okkur héðan í burtu,“ segir Stefanía Inga Lárusdóttir, bóndi á Stórhóli í Djúpavogshreppi. Málefni hennar hafa verið mikið til umfjöllunar að undan- förnu í kjölfar sáttar sem full- trúi sýslumanns á Eskifirði gerði við hana í framhaldi af ákæru um vanhöld í fjárbúskap á jörð- inni. Stefanía segir að þau klögu- mál og í sumum tilvikum ósann- indi sem þar hafi komið fram séu fyrst og síðast sprottin af hrein- um illvilja og óvild í garð heimilis hennar, sem staðið hafi um árabil. Allt hafi verið tínt til, til þess að klekkja á því. Stefanía segir að aldrei hafi skepna verið svelt á Stórhóli. „Við gefum tvisvar á garðann á dag og gefum vel. Nú erum við búin að koma okkur upp sjálf- fóðrun, sem léttir vinnuna við féð geysimikið.“ Spurð um dauða og vanhöld í kindum í fjárhópnum segir Stef- anía ástæðu fyrir þeim. „Það hefur einstaka kind verið að deyja úr eins konar lungnaveiki undanfarið. Í fyrrahaust óskaði ég eftir að sprauta féð en var þá bent á, af dýralækni, að samkvæmt sænskri rannsókn borgaði það sig ekki því þetta væri rándýrt og afar fáar kindur dræpust úr þessu, sem er rétt. Sjö kindur af öllum hópnum eru nú ekki stórt hlutfall. En ég hefði betur haldið bólusetn- ingunni til streitu vegna þess að þetta stendur fénu fyrir þrifum. Þá hefur borið á jaxlaveiki í kind- unum, sem þýðir að þær nýta ekki fóðrið. Bæði lungnaveikin og jaxla- los eru þekkt í Álftafirði.“ Aðspurð segir Stefanía að til hafi staðið að fækka fénu, sem er nú á annað þúsund talsins. „En ég hefði viljað breyta því sem ég ætla að breyta án þess að til þessara leiðinda þyrfti að koma,“ segir hún. „Og vissulega eru þau ekki hvetjandi til breyt- inga.“ Stefanía segir að sýslufulltrú- inn hafi lagt fram áttatíu þúsunda króna sáttatillögu og hún hafði gengið að henni. „Ég samþykkti hana, því helst af öllu vil ég fá að vera í friði og ekki í stríði við neinn. Ég tel að með henni hafi ég verið að kaupa mér frið,“ segir hún. „En það breytir því ekki að það er afar sárt hvernig búið er að fara með okkur á margan hátt og hvernig búið er að vega að mannorði mínu á röng- um forsendum.“ jss@frettabladid.is Segir reynt að hrekja sig af landareigninni Stefanía Inga Lárusdóttir, bóndi á Stórhóli í Álftafirði, segir að vissir menn vilji hana burtu af jörðinni. Það sé undirrót ákæru vegna fjárbúskapar hennar. Lungnaveiki og tannlos í fé orsaki að veikar kindur geti ekki nýtt fóðrið. DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa stolið greiðslukorti og kardimommudropum. Maðurinn stal úr fimm versl- unum, samkvæmt ákæru. Í þrem- ur tilvikum stal hann matvöru fyrir innan við þúsund krónur. Einu sinni stal hann fyrir á þriðja þúsund krónur. Í tveimur tilvik- um stal hann kardimommudrop- um. Loks stal hann debetkorti í Lyfju í Lágmúla. - jss Karlmaður um þrítugt: Stal korti og kardimommu VANHÖLD Í FÉ Stefanía segir hafa borið á lungnaveiki og jaxlaveiki í kindunum, sem þýðir að þær nýti ekki fóðrið. HEILBRIGÐISMÁL Það sem af er þessu ári hafa þrettán manns greinst með HIV-sýkingu á Íslandi. Af þeim eru þrír karl- menn og tíu konur. Ein kvennanna greindist með alnæmi, lokastig sjúkdómsins, og einn karlmaður lést af völdum hans á árinu. Af þeim sem greindust eru sex Íslendingar, fjórar konur á aldr- inum sautján til 48 ára og tveir karlmenn á aldrinum 21 til þrjátíu ára. Allar konurnar og annar karl- maðurinn eiga sögu um fíkniefna- neyslu með sprautunotkun í æð. Hin átta sem greindust með HIV-sýkingu eru af erlendu bergi brotin og teljast hafa smitast með kynmökum. - shá Þrettán greindust með HIV: Einn karlmaður lést af alnæmi DÓMSMÁL Þrír karlmenn voru dæmdir fyrir líkamsárásir í gær. Hinn fyrsti var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fang- elsi fyrir að ráðast á mann í Vestmanna eyjum og kýla hann tvisvar í andlitið. Sá næsti var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á manni á Selfossi og slá hann í andlit og höfuð. Hinn þriðji var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á konu í Hvera- gerði. Hann kýldi hana í andlitið. Öll fórnarlömbin hlutu talsverða áverka. - jss Þrjár líkamsárásir: Ráðist á konu og tvo menn Fyrsta sveinsprófið í 18 ár Átta nemendur útskrifuðust með sveinspróf í húsasmíði frá Mennta- skólanum á Ísafirði á laugardag. Þetta var í fyrsta sinn í átján ár sem sveins- próf er haldið á Ísafirði. Síðustu árin hafa nemar þurft að fara ýmist suður eða norður til þess að þreyta próf. ÍSAFJÖRÐUR FILIPPSEYJAR Tugþúsundum hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín á Filippseyjum en vís- indamenn reikna með því að eitt stærsta eldfjall landsins fari að gjósa á næstu dögum. Fleiri en níu þúsund fjölskyldur, tæplega 45 þúsund manns, hafa verið fluttar í búðir sem reistar hafa verið í hæfi- legri fjarlægð frá fjallinu Mayon. Sumir íbúar í nágrenninu kjósa þó heldur að halda sig heima og óttast margir að þjófar fari ránshendi um heimili þeirra yfirgefi þeir þau. Fjallið er í um 500 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Filipps- eyja, Manila. Það hefur gosið oft í gegnum tíðina en árið 1814 létust rúmlega 1.200 manns og lögðust nokkur þorp í eyði. Síðasta stóra gos í fjallinu var árið 1993. Eldfjallið Mayon á Filippseyjum: Búist við gosi á næstu dögum DÓMSMÁL Rúmlega tvítug kona sem stakk fimm ára stúlku í brjóstið í Reykjanesbæ í lok september var í gær sýknuð af ákæru um tilraun til manndráps. Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að konan sé ósak- hæf sökum geðklofa og atferlisrask- ana af völdum kannabisneyslu. Hún var dæmd til vistunar á stofnun. Konan játaði strax við skýrslu- tökur hjá lögreglu að hafa bankað á útidyrnar á heimili stúlkunnar og stungið stúlkuna þegar hún kom til dyra. Sagðist hún hafa farið að heimilinu í þeim tilgangi að skaða heimilisföðurinn, sem hefði hótað henni líkamsmeiðingum, en síðan ákveðið að stinga stúlkuna. Hún gat ekki gefið skýringar á því hvers vegna hún veittist að barninu. Konan gekkst undir skoðun tveggja sálfræðinga sem komust að þeirri niðurstöðu að hún ætti við alvarlega geðræna kvilla að stríða. Hún væri erfið í samskipt- um og hefði neytt kannabisefna nær daglega í lengri tíma. Þá hefði hún verið misnotuð kynferðislega af fósturföður sínum frá miðju ári 2002 til ársloka 2003. Fimm ára stúlkan kemur til með að ná sér að fullu, en árásarkonan er þó dæmd til að greiða henni 900 þúsund krónur í skaðabætur. Skaða- bótakröfu fyrir hönd ellefu ára systur stúlkunnar sem varð vitni að árásinni var vísað frá vegna van- reifunar. - sh Ung kona sem stakk fimm ára stúlku sýknuð af ákæru um manndrápstilraun: Árásarkonan í Keflavík talin ósakhæf AF VETTVANGI Konan var handtekin á heimili sínu og streittist á móti lögreglu við handtökuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN Borðar þú skötu á Þorláks- messu? Já 46% Nei 54% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú búin(n) að kaupa allar jólagjafir? Segðu skoðun þína á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.