Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 18
18 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Peysa, maskari og gloss Tuttugu og fjögurra ára Reykvíkingur hefur verið kærður fyrir að hafa um miðjan október stolið úr Hagkaup- um við Smáralind peysu, maskara og glossi að andvirði 10.973 krónur. Í ákæru kemur fram að verslunin krefjist 4.999 króna skaðabóta. Málið fer fyrir dóm í janúarlok. Stal rakspíra Átján ára gamall Reykvíkingur var staðinn að því að stela glasi af rakspíra sem kostaði 6.299 krónur í verslun Hagkaupa við Smára- lind undir lok október. Krafist er refsingar og skaðabóta upp á 6.299 krónur. Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í lok janúar. DÓMSMÁL UMHVERFISMÁL Skemmdarverk eru víða unnin á heimilum á Íslandi þegar til þess ófaglærðir menn aftengja lögbundnar rafbindingar, svo íbúðirnar uppfylla ekki leng- ur staðla um raföryggi. Rafkerf- ið verður stórhættulegt og segul- svið getur rokið upp úr öllu valdi. Svo segir í ábendingu frá Guðlaugi Kristni Óttarssyni öreindafræð- ingi og kennara, sem hann sendi Neytendastofu á dögunum. Til að kóróna ofangreint selji þessir menn síðan íbúum verð- lausa kopargreiðu á 55.000 krónur svo hún dragi í sig rafmengunina. Guðlaugur telur að þessi starfsemi Kletts ehf. sé hættuleg og hrein svik við neytendur. „Ég er sífellt að rekast á ný til- felli þar sem búið er að selja fólki þennan töfrabúnað,“ segir hann og bætir við að efniskostnaður slíkr- ar kopargreiðu sé undir þúsund krónum. Garðar Bergendal er eigandi Kletts. Hann segist aldrei eiga við rafkerfi í húsum nema hafa til þess bæran rafvirkja með sér. „Ég kannast ekkert við þetta. Ég hef ekkert leyfi til að rífa jarðbind- ingar úr sambandi. Ég er bara að mæla rafsegulsvið í húsum,“ segir hann. Öðru nær, komi hann að slík- um húsum, bendi hann íbúum á hættuna. Garðar kannast heldur ekki við að selja kopargreiður. „Ég veit ekkert hvað maðurinn er að tala um einu sinni,“ segir hann. Hann var þá spurður um aug- lýsingu á heimasíðu sinni, þar sem segir: „Rafbylgjur eru allt í kringum okkur, og geta valdið [...] ýmsum kvillum hjá fólki og dýrum. Besta leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að umpóla tenglum, og koma fyrir rafbylgjutæki í jörðu sem stöðvar neikvæðar bylgjur.“ Um þetta segir Garðar: „Jú, ég sel rafbylgjutæki, ég kannast við það.“ Spurður úr hverju tækin séu smíðuð segist hann ekki hafa hug- mynd um það. Hann selur þau á milli fimmtíu og sextíu þúsund krónur, en veit ekki hvað þau kosta í framleiðslu. Hann selji tækin við sama verði og hann kaupi þau á. „Hvernig kemur mönnum til hugar að þetta sé svindl?“ spyr Garðar og vísar til jákvæðra umsagna fólks á heimasíðu sinni. klemens@frettabladid.is Varar við verðlausu rafmagnsdóti Kennari í rafeindatækni hefur sent Neytendastofu erindi um að Klettur ehf. selji fólki verðlaust drasl til að minnka rafmengun. Að fyrirtækið fremji skemmdarverk á rafkerfum. „Ég sel rafbylgjutæki,“ segir eigandi Kletts. GUÐLAUGUR KRISTINN ÓTTARSSON Gaumgæfir hér kopargreiðu, sem hann segir selda á 55.000 krónur. Hana kosti skamma stund og innan við þúsund krónur að búa til. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KOPARGREIÐAN SJÁLF BANDARÍKIN, AP Demókratar í öld- ungadeild Bandaríkjanna telja nú nánast öruggt að frumvarp um nýja skipan heilbrigðistrygginga verði samþykkt í deildinni fyrir jól. Tveir óháðir þingmenn greiddu atkvæði með demókrötum um málsmeðferð snemma í gær, og var þar með komið í veg fyrir að repúblikanar geti haldið uppi mál- þófi til að tefja frumvarpið svo lengi sem þeim sýnist. Verði frumvarpið samþykkt í öldungadeild á þingið samt eftir að samræma það frumvarpi um sama mál sem fulltrúadeild þings- ins samþykkti í nóvember. Töluverður munur er á frum- vörpum deildanna. Meðal annars eru ákvæði um fóstureyðingar mun strangari í frumvarpi full- trúadeildarinnar en í þessu frum- varpi sem öldungadeildin hefur nú til meðferðar. Endanleg útgáfa frumvarpsins verður síðan send Barack Obama Bandaríkjaforseta til undir- ritunar. Megintilgangur frumvarpsins er að tryggja nánast öllum Banda- ríkjamönnum sjúkratryggingar, sem hefur verið eitt helsta baráttu- mál demókrata í Bandaríkjunum áratugum saman. - gb Demókratar í öldungadeild koma í veg fyrir málþóf um heilbrigðislög: Samþykki nú nánast öruggt HARRY REID Leiðtogi meirihluta demó- krata í öldungadeild Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tveir menn um þrítugt hafa verið ákærðir fyrir kanna- bisræktun. Þeim er gefið að sök að hafa laugardaginn 28. mars 2009 að Freyjubrunni 3 og 5 í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni rúmlega tvö kíló af maríjúana og 181 kanna- bisplöntu. Jafnframt að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað kannabisplöntur. Krafist er upptöku á 23 gróð- urhúsalömpum, tuttugu spennu- breytum, tuttugu perum, einu flúorljósi, fimm viftum og tveim- ur mótorum sem hald var lagt á. - jss Tveir ræktendur ákærðir: Með tvö kíló af maríjúana SAMGÖNGUR Nafngift á nýjum og breyttum Djúpvegi vefst fyrir Vegagerðarmönnun og heima- mönnum, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Framkvæmda- frétta Vegagerðarinnar. Vegurinn liggur frá Hólmavík til Gilsfjarð- ar um Arnkötludal og Gautsdal og kemur í stað þess er lá um Trölla- tunguheiði. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðar- innar, segir í pistli að Vegagerð- in hafi nefnt veginn Djúpveg um Arnkötludal og einnig Djúpveg um Þröskulda en sá heitir hæsti hluti vegarins sem þarf helst þjónustu að vetri til. Arnkötludalur liggur norðan Þröskulda en Gautsdalur að sunnanverðu. Pétur bendir á að hægt væri að tala um Djúpveg um Gautsdal, Þröskulda og Arnkötludal og nota viðeigandi örnefni eftir því við hvaða hluta vegarins er átt. Hann segir Vegagerðina óska eftir sjón- armiðum heimamanna en bendir á að þeim sem vinna við veginn líki best við Þröskuldarnafnið. - sbt Vegagerðina vantar veganafn: Vandræði með nafn á nýjum Djúpvegi BLÁTT JÓLATRÉ Þetta bláa jólatré með silfurkúlum stendur á götu í Sjanghaí í Kína, þar sem fyrirtæki og stjórnvöld hafa verið iðin við að skreyta. NORDICPHOTOS/AFP Ég hef ekkert leyfi til að rífa jarðbindingar úr sambandi. Ég er bara að mæla rafsegul- svið í húsum. GARÐAR BERGENDAL EIGANDI KLETTS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.