Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 20
20 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Enginn flytjandi hefur komið fleiri lögum á topp tíu bandaríska smá- skífulistans en Madonna, alls 37. Þeim árangri náði hún 12. apríl 2008 þegar smáskífan „4 Minutes“ komst á topp tíu. Þar með hrifsaði hún 36 ára gamalt met Elvis Presley. Madonna er líka sá sólóflytjandi sem hefur komið flestum lögum í röð á Topp 20 breska smáskífu- listans, alls 64. FRÓÐLEIKSMOLI MADONNA SKÁKAR ELVIS „Það sem ég verð mest vör við er að það er verið að undirbúa helgihald í kirkjum landsins fyrir jólin,“ segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, oftast kölluð Adda Steina. Hún segir alltaf mikið að gerast í kirkjum á þessum árstíma, bæði við að undirbúa helgi- haldið á jólunum, en ekki síður við tónleika og fleira sem tengist aðventunni. „Það er mikið lagt upp úr jólahelgihaldi á Íslandi, og það kemur ekki af sjálfu sér,“ segir Adda Steina. Þannig séu prestar, organistar, kirkjuverðir, kirkjukórar og barnakórar að undirbúa helgihaldið. „Ég syng með kirkjukór Grafarvogskirkju um jólin, og við erum farin að æfa dagskrána. Það er ómetanleg tilfinning að syngja jólasálmana,“ segir Adda Steina. Kórinn mun syngja í messu klukkan 18 á aðfangadagskvöld, aftur á jóladag, og svo í hefðbundinni sunnudagsmessu þriðja í jólum. Til viðbótar mun svo kórinn syngja á sjúkrastofnun yfir jólin. „Það er mjög gaman að syngja um jólin, þetta er svo hátíðlegt og alveg einstök tilfinning,“ segir Adda Steina. Hún segir jólaundirbúninginn langt kominn heima við, en í fjölskyldu eru auk eiginmannsins tveir tánings- piltar. „Ég stressa mig nú ekki á jólaundirbúningi. Við höfum gaman af því að senda jólakort svo við leggjum alltaf mikla vinnu í það. Við erum búin að baka fjórar sort- ir, og tvær eru þegar búnar. Við leggjum mest upp úr samveru á aðventunni, og ætlum að fara að höggva jólatré í Heið- mörk,“ segir Adda Steina. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: STEINUNN ARNÞRÚÐUR BJÖRNSDÓTTIR VERKEFNISSTJÓRI Einstök tilfinning að syngja á jólum Jökull Gíslason lögreglu- maður var í níu vikna skiptidvöl hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn á dög- unum. Þar kynntist hann gengjastríðum, starfsemi Vítisengla, gagnsemi lögregluhunda, mansals- málum og fleiru. Hann tók meðal annars þátt í áhlaupi á Kristjaníu með dönsku óreirðalögreglunni, sem hann segir frá hér. „Fjörið byrjaði með því að ég fékk að vera með í áhlaupi á Kristjaníu,“ segir Jökull Gíslason lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Jökull var í níu vikur í skipti- dvöl hjá lögreglunni í Kaup- mannahöfn og kynntist þar allt öðru umhverfi en lögreglan á Íslandi starfar í. Hann kynntist gengjastríðum, rótgróinni starf- semi Vítisengla. gagnsemi tuga lögregluhunda, mansalsmálum og svo mætti áfram telja. „Óeirðalögreglan fer inn í Kristjaníu tvisvar eða oftar í mánuði,“ útskýrir Jökull. „Það er þó nokkuð síðan íbúar svæðisins misstu yfirráð sín yfir hass sölunni og í dag eru þeir í samkeppni um markaðinn við Vítisengla með til- heyrandi ofbeldi.“ Þegar lögreglan kom inn á svæðið, hurfu allir hasssalarnir eins og hendi væri veifað, því þeir hafa komið sér upp öflugu viðvör- unarkerfi. „Það gerði ekkert til, hundarnir komu og þennan dag var lagt hald á þrjú kíló af hassi sem fundust falin um svæðið. Ég var ekki í lögreglubúningi þennan dag og ef heimamönnum er illa við lög- reglumenn í einkennisfötum þá er þeim enn verr við þá sem ekki í búningi. Meðan ég dvaldi þar tóku ýmsir af mér myndir þannig að ég er lítið á leiðinni þangað í frítíma mínum í framtíðinni.“ Skömmu síðar var farið í annað áhlaup í Kristjaníu og í þetta sinn klæddist Jökull íslenskum lög- reglubúningi. „Þótt ég væri í búningi nú þá komu nokkrir heimamanna til mín og sögðust muna eftir mér frá því síðast og voru lítt hrifnir af þessu „alþjóðlega“ samstarfi dönsku lögreglunnar. Kona kom til mín og sýndi mér þegar hún skrifaði nafnið mitt í bók. Ég var ekkert að leiðrétta hana þar sem hún taldi að nafnið mitt væri „Lögreglan“ því augljóslega var Police vinstra megin á búningnum og því hlaut hitt að vera nafnið. Þannig að ein- hvers staðar í Kristjaníu er skráð að lögreglumaðurinn „Lögreglan“ hafi verið þar. Jökull eyddi tveimur dögum með hundadeild lögreglunnar ytra og þótti mikið til koma. „Ég fékk að fylgjast með sprengiefnaleitarhundum og fíkniefnaleitarhundum en mest þótti mér til lögregluhundanna koma. Þeir eru þjálfaðir til að leita uppi fólk og sönnunargögn og ná mönnum og yfirbuga þá. Hundarnir finna allt og alla. Þeir standa kyrrir meðan sá sem þeir finna gerir það. Ef hann hreyfir sig fara þeir samstundis í hann.“ jss@frettabladid.is Æsilegt áhlaup á Kristjaníu Í KRISTJANÍU Jökull í íslenska lögreglubúningnum í áhlaupi á Kristjaníu. Íbúi þar taldi að nafnið hans væri vinstra megin á búningnum og skrifaði það vandlega niður. LÖGREGLUHUNDAR Nær allir hundarnir eru Scheffer og allir karlkyns. Það væri ansi óheppilegt að vera með lóðatík á vettvangi og lítið gagn í hundunum þá. Erlendir skiptinemar á vegum AFS hafa undanfarna daga unnið sem sjálfboðaliðar hjá Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur. Ungmennin langaði að leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða Mæðrastyrks- nefnd við sín brýnu verkefni, enda er hefð fyrir því að skiptinemar sinni sjálfboðastarfi. „Ég er aðallega búinn að vera að setja kartöflur í poka í dag,“ segir Carlos Alfredo Maneiro Merida, en hann er einn skiptinemanna. Hann er sautján ára gamall og er frá Venesúela. Hann hefur áður unnið sem sjálfboðaliði í heima- landinu. „Í gær flokkaði ég ávexti og nammi og fleira svoleiðis, þetta er bara mjög gaman.“ Hann bætir því við að skiptinemarnir gangi eiginlega bara í þau störf sem þurfi. Undantekningin hjá honum sé að raða í poka. „Það er sett í poka eftir listum og ég skil ekki alveg hvað stendur á þeim.“ Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir algengt að sjálfboðaliðar frá skólum, fyrir- tækjum og félagasamtökum hjálpi til. „Ég hef ekkert nema gott um það að segja. Og þessir ungu krakkar standa sig alveg ofboðs- lega vel,“ segir Ragnhildur. „Þau eru fljót að átta sig og læra og svo eru þau blíðleg og hafa fallega framkomu.“ Hún segir hjálpina alls staðar að vera ómetanlega. „Öðruvísi væri þetta ekki hægt. Þegar allir leggjast á eitt að vinna verkefni þá gengur það.“ - þeb Hjálpa Mæðrastyrksnefnd CARLOS Er vanur sjálfboðaliðastarfi frá heimalandi sínu, Venesúela. FRÁ ÚTHLUTUN Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur úthlutað gjöfum í samstarfi við Rauða krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Upplýsingar um útsölustaði á www.raymond-weil.com Merkilegur hæfileiki „[Ég] teikna sjálfur eins og tveggja ára sofandi barn.“ PÉTUR ÖRN GUÐMUNDSSON, TÓN- LISTARMAÐUR Í BUFFINU, HEFUR NÝLEGA TEKIÐ UPP Á ÞVÍ AÐ TEIKNA SKOPMYNDIR. Fréttablaðið 21. desember. Að sjá tvöfalt „Það var tvöfalt sjokk að verða vitni að bílveltu þar sem fólk virtist vera stórslas- að og að sjá lögguna draga það út og handtaka það.“ LÁRA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR VARÐ VITNI AÐ GLÆFRAAKSTRI OG HAND- TÖKU. Fréttablaðið 21. desember. SKÓLABRÚ Potturinn og pannan opnaði nýverið í húsinu við Skólabrú. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK Veitingastaðurinn Potturinn og pannan stefnir á að framreiða 800 kíló af skötu á morgun á Þor- láksmessu. Skatan verður framreidd við Skólabrú en bæði verður hægt að borða skötuna inni á staðnum og fyrir utan, þar sem stóru tjaldi verður komið upp. Einnig verður gestum boðið að smakka á selkjöti á staðnum, sem verður opinn fram á kvöld. - þeb Potturinn og pannan: Með 800 kíló af skötu á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.