Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 32
32 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Örn Sigurðsson skrifar um Vatnsmýrarflugvöll Í tilefni af atlögu Birnu Lárus-dóttur bæjarfulltrúa á Ísafirði að heiðri okkar talsmanna Sam- taka um betri byggð í Morgun- blaðsgrein 4. desember telur undirritaður óhjákvæmilegt að árétta eftirfarandi: Frá fyrsta degi borgaralegs flugs í Vatnsmýri 6. júlí 1946 hefur flugstarfsemi þar í síauknum mæli hamlað þróun íslensku höfuðborgarinnar og borgar- samfélagsins og skaðað hagsmuni Íslendinga meira en orð fá lýst. Þennan dag fyrir 63 árum tók samgönguráðherra við rekstri herflugvallarins í Vatnsmýri af breska hernámsliðinu, í andstöðu við bæjarstjórn og íbúa Reykjavíkur, stóran hluta þing- heims og gegn helstu hagsmunum Reykvíkinga og landsmanna allra eins og síðar kom í ljós. Samgönguráðherra náði yfirráðum yfir 300ha kjörlendi Reykvíkinga í og við Vatnsmýri, sem þeir fengu 1. janúar 1932 til stækkunar miðbæjar- ins, yfirráðum yfir 3.000ha lofthelgi vestan Ell- iðaáa og valdi á skipulagi og þróun byggðar og borgarsamfélags. Gamli miðbærinn lenti þá inni á áhættu- og mengunarsvæði vallarins, undir skerð- ingarfleti aðalflugbrautarinnar og hefur honum því hrakað jafnt og þétt frá þeim tíma. Stjórnlaus útþensla byggðar hefur helst átt sér stað í nýjum byggðakjörnum, sem spruttu upp í kjölfar þess að Reykjavík var svipt yfirráðum yfir kjörlendi sínu og þar með möguleikanum á frumkvæði og forystu um eðlilega borgarþróun. Ný íbúa- og miðborgarbyggð fékk ekki að þróast í eðlilegum borgartengslum og í beinu framhaldi af gömlu byggðinni heldur dreifðist hún á nokkrum áratugum með ógnarhraða yfir gríðarlegt land- flæmi. Þessi nýja svefnbæjabyggð bar keim af þorpum og bæjum víða um land og greiddi því mjög fyrir fólksflutningum af landsbyggðinni. Þannig stuðl- aði Vatnsmýrarvöllurinn ekki aðeins að splundrun byggðar og samfélags á höfuðborgarsvæðinu held- ur einnig að veikingu margra dreifðra byggða, þar sem íbúafjöldi er nú fyrir neðan mörk sjálf- bærni. Árið 2009 þekur 205.000 íbúa byggð á höfuð- borgarsvæðinu meira en 13 þúsund hektara lands eða talsvert meira en t.d. París (2,2 millj. íb. á 8 þús. ha.) og San Francisco (800 þús. íb. á 8 þús. ha.). Frá stríðslokum hefur þéttleiki byggðar hrapað úr 170 í 14 íbúa á hektara. Grunnur nær- þjónustu og almannasamgangna brast fyrir löngu og vítahringur einkabílsins varð þess í stað alls- ráðandi. Umferðarmannvirki og bílastæði þekja nú um helming byggðs land á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2008 ráku borgarbúar um 700 einkabíla á hverja 1.000 íbúa. Árlegur akstur kostaði meira en 200 milljarða króna og árleg tímasóun borgarbúa í óþarfan akstur miðað við evrópskar borgir með 450 bíla á 1.000 íbúa nam um 30.000 mannárum og kostaði samfélagið 75 milljarða kr. Vegna misvægis atkvæða í alþingiskosningum fá borgarbúar stöðugt að kenna á misbeitingu hins illa fengna valds samgönguráðherra yfir örlögum borgarsamfélagsins. Landsbyggðararmar landsmálaflokka á Alþingi (fjórflokkurinn) hafa frá lýðveldisstofnun ráðið lögum og lofum um stefnumótun í samgöngu- málum og um ráðstöfun á framkvæmdafé ríkisins. Samgönguráðherrar hafa alltaf komið úr röðum landsbyggðarþingmanna. Með misbeitingu atkvæðamisvægis gulltryggja landsbyggðararmarnir að samgöngunefnd og fjár- laganefnd Alþingis séu áratug eftir áratug nær einvörðungu skipaðar úr þeirra eigin röðum. Á vef Alþingis sést að á sl. 63 löggjafarþingum frá 1954 áttu höfuðborgarbúar (að meðtöldum Suð- urnesjamönnum til 2003) 1,43 nefndarmenn að meðal tali af 9 í samgöngunefnd Alþingis og 2,19 af 11 mönnum í fjárlaganefnd. Á yfirstandandi þingi sitja 2 höfuðborgarbúar í fjárlaganefnd og 1 í samgöngunefnd. Það er rangt gefið. Stoðkerfi lýðveldisins eru morkin. Embætti samgönguráðherra, samgönguráðu- neytið, Vegagerðin, Flugstoðir, Flugmálastjórn, samgöngunefnd Alþingis og fjárlaganefnd, þetta eru vopnin, sem landsbyggðararmar landsmála- flokkanna beita af mikilli hörku, annars vegar í algleymi sjálftökunnar í gerspilltu kjördæma- potinu og hins vegar gegn brýnustu hagsmunum borgarbúa, til að negla niður flugvöllinn í Vatns- mýri, til að skera við nögl vegafé til höfuðborgar- innar, nánast eins og til að refsa sameiginlegum óvini. Með sömu valdbeitingu leitast landsbyggðar- armar landsmálaflokkanna við að móta stefnu og ákvarðanir samflokksmanna í borgarstjórn Reykjavíkur þegar hagsmunir landsbyggðar og borgarsamfélags virðast skarast. Og þeir beita sér sömuleiðis af alefli gegn ýmsum lýðræðis- umbótum, svo sem fjölgun fulltrúa í sveitar- stjórnum. Á liðnum áratugum var hlutur höfuðborgar- svæðisins af vegafé til nýframkvæmda um og innan við 25% að meðaltali og fór lækkandi og 2009 er hann um 2,5% þó meira en 70% af árleg- um tekjum vegasjóðs komi þaðan. Í framhaldi af framansögðu er vert að vekja athygli kjósenda á framkomnum tillögum um að: A. Vegagerð ríkisins verði lögð niður en í staðinn verði komið á fót vegasamlagi höfuðborgarsvæð- isins annars vegar og hins vegar vegastofnun landsbyggðarinnar á Akureyri; B. Fram fari ítarleg stjórnsýsluúttekt á starfs- háttum samgönguyfirvalda frá lokum seinna stríðs. Höfundur er arkitekt og situr í stjórn Samtaka um betri byggð. Ormagryfja lýðveldisins UMRÆÐAN Gunnsteinn Sigurðsson skrifar um fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar Fjárhagsáætlun Kópa-vogsbæjar fyrir árið 2010 er ábyrg og raun- hæf. Við hömlum auknum kostnaði en stöndum áfram vörð um grunnþjónustu og velferðar- mál. Þetta hefur verið leiðarstefið í undirbúningi fjárhagsáætlunar- innar sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fimmtu- daginn var. Samkvæmt henni verður 25 milljóna króna rekstr- arafgangur. Þrátt fyrir erfitt árferði er reiknað með að bæjarsjóður verði rekinn réttu megin við núllið. Áætlunin er afrakstur náins þverpólitísks samstarfs í bæjar- stjórn auk víðtæks samráðs innan bæjarkerfisins. Í stað þess að beita niðurskurðarhnífi harka- lega á stærstu útgjaldaliðina í rekstri bæjarfélagsins var farið í saumana á allri starfseminni til að finna leiðir til hagræðingar svo að það kæmi sem minnst niður á þjónustunni við bæjarbúa. Margt smátt gerir eitt stórt eins og þar stendur. Áætlunin gerir raunar ráð fyrir auknum framlögum til fræðslu- sviðs og félagsþjónustu með hlið- sjón af ástandi þjóðmála. Engu að síður var gerð jafnrík krafa um hagræðingu á þeim sviðum og öðrum til að fjármagnið nýtist sem best bæjarbúum í hag. Ekki verður komist hjá gjald- skrárbreytingum en þeim verður stillt í hóf og þær verða innan marka almennra verðlagshækk- ana. Í sumum tilvikum breytist afgreiðslutími stofnana. Við beitum auknu aðhaldi og þar af leiðandi verður sveigjan- leiki, sem menn nutu í góðærinu, að sjálfsögðu minni, en þrátt fyrir það höldum við áfram að bjóða góða þjónustu. Viðleitnin er ávallt sú að draga ekki saman nema þar sem nákvæm athugun bendir til að það komi síst að sök. Framkvæmdum verður haldið í lágmarki en þó þannig að öllu nauðsynlegu viðhaldi verður sinnt. Lokið verður við Hörðuvallaskóla á vor- mánuðum og í Boðaþingi verður lokið við 44 hjúkr- unarrými í samvinnu við ríkið. Hrafnista mun reka þau og þar verður einnig félagsmiðstöð fyrir eldri borgara. Kópavogur hefur vaxið ört og mikið á undanförn- um árum og þeirra fjár- festinga nýtur nokkuð fram í tím- ann. Bæjarfélagið var að ýmsu leyti vel búið undir áföllin í efna- hagshruninu. Það sýndi sig ef til vill best í því hvað okkur tókst vel upp með þriggja milljarða króna skuldabréfaútboð til tíu ára nú í haust. Með því endurskipulögðum við efnahagsreikninginn og breytt- um skammtímalánum í langtíma- lán. Það er borið traust til Kópa- vogsbæjar. Heildartekjur Kópavogsbæjar árið 2010 eru áætlaðar rúmir 18 milljarðar króna. Þar af er áætlað að skatttekjur nemi rúmum 13 milljörðum króna. Um 60% af skatttekjum fara til reksturs á fræðslusviði, rúm 8% í félagsþjón- ustu og rúm 10% til æskulýðs- og íþróttamála. Þótt reiknað sé með að atvinnuleysi í bænum aukist verða útsvarstekjur að öllum lík- indum svipaðar milli ára vegna fjölgunar íbúa og samningsbund- inna launahækkana. Ég er sérstaklega ánægður með þá miklu eindrægni og samhug þvert á flokka og þvert á hin mis- munandi svið sem ríkti við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Bestur árangur næst þegar allir ná að stilla saman strengi sína, enda til- gangurinn einn og hinn sami, að tryggja velferð bæjarbúa. Hvort tveggja er í anda jólanna. Á jólum leggjum við niður deilur og lifum í sátt og samlyndi við allt og alla. Þegar á bjátar höfum við borið gæfu til að standa saman og hjálp- ast að. Í þeirri von að okkur auðnist að vinna okkur út úr sérhverjum vanda í anda þeirra hugsjóna sem jólahaldið minnir okkur á, árna ég Kópavogsbúum og landsmönnum öllum allra heilla, gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Raunsæi og ábyrgð GUNNSTEINN SIGURÐSSONÖRN SIGURÐSSON UMRÆÐAN Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson svarar Margeiri Péturssyni Í bréfi til Fréttablaðs-ins frá Margeir i Péturssyni, stofnanda MP Banka, koma fram dylgj- ur er varða Saga Capital Fjárfestingarbanka. Mál- flutningurinn í okkar garð byggir á misskilningi og gætir þar bein- línis rangfærslna og skal hér tekið á því: 1. Fáheyrðar bókhaldsbrellur Saga Capital gerir ársreikning sinn skv. alþjóðlegum reiknings- skilastöðlum (IFRS). Fjármála- stofnunum ber að fylgja lögum og reglum er varða reikningsskil og það hefur Saga Capital ávallt gert. Það sem er í greininni kall- að fáheyrðar bókhaldsbrellur er uppgjör sem fylgir í einu og öllu núgildandi lögum og reglum um reikningsskil, enda var Saga Capi- tal ekki heimilt að gera upp reikn- inga sína á annan hátt. 2. Kennitöluskipti Saga Capital hefur haft sömu kennitölu frá stofnun. Yfirstand- andi endurskipulagning, sem gerð er í nánu samstarfi við stjórnvöld, breytir engu þar um. 3. Enron-líkingar Líkingin við Enron er grafalvarleg og einkar ómakleg. Ólíkt mörgum öðrum bankastofnunum landsins er Saga Capital ekki til rannsóknar hjá neinum yfirvöldum og hefur ávallt lagt mikið upp úr gegnsæi og lögmæti í allri starfsemi sinni. Því skal hér haldið vendilega til haga að Saga Capital hefur hvorki hlot- ið styrki né mun króna falla á skattgreiðendur vegna bankans. Þá skal það enn fremur áréttað að ríkissjóður mun ekki bera skaða af vandamálaláni sínu er hann erfði frá Seðlabanka Íslands, það lán verður greitt að fullu til baka. Mér þykir miður að þurfa að svara fyrir rakalausar ávirðingar í garð þess fyrirtækis er ég starfa fyrir, en sé manni stillt upp við vegg með þeim hætti sem þarna var gert, þá er það mín skylda að koma því rétta á framfæri. Að lokum vil ég óska Margeiri Péturssyni og starfsfólki hans gleðilegra jóla og velfarnaðar í starfi og leik á ári komanda. Höfundur er forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka hf. Margeiri svarað ÞORVALDUR LÚÐVÍK SIGURJÓNSSON Líkingin við Enron er graf- alvarleg og einkar ómakleg. Ólíkt mörgum öðrum banka- stofnunum landsins er Saga Capital ekki til rannsóknar hjá neinum yfirvöldum og hefur ávallt lagt mikið upp úr gegn- sæi og lögmæti í allri starfsemi sinni. Þessi nýja svefnbæjabyggð bar keim af þorp- um og bæjum víða um land og greiddi því mjög fyrir fólksflutningum af landsbyggðinni. Gönguskór á jólatilboði HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.