Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 33
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 LISTASAFN REYKJAVÍKUR er opið alla daga yfir jól og áramót að undanskildum aðfangadegi og jóladegi. Opnunartími í Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni er breytilegur og má sjá nánari upplýs- ingar á www.listasafn.is. „Þetta er nú bara svo skemmtilegt í alla staði, bæði sjálfir dansarn- ir og eins félagsskapurinn í kring- um þá. Ætli það sannist ekki best af því að þarna kemur saman fólk sem hefur sumt hvert æft þá um árabil,“ segir Sveinn Elísson húsa- smiður sem hefur æft gömlu dans- ana af kappi í um það bil tuttugu ár. Sveinn kveðst strax á unga aldri hafa heillast af gömlu dönsunum. „Ég sótti stíft staði þar þeir voru stundaðir, þar á meðal Þórscafé þar sem ég kynntist eiginkonu minni Stefaníu Sigurðardóttur. Þarna var ég svo heppin að kynnast konu sem deildi þessari ástríðu með mér,“ rifjar Sveinn upp en þau Stefanía hafa frá fyrstu kynnum verið dugleg í dönsunum. „Við höfum alltaf farið um helgar og skelltum okkur hér áður fyrr kannski þrjú kvöld í röð, en látum okkur nú yfir- leitt tvö nægja í dag,“ segir Sveinn glaðhlakkalegur í bragði og bætir við að þá verði Þjóðdansafélagið og starfsemi eldri borgara í Hafnar- firði og Reykjavík einna helst fyrir valinu. „Og eiginlega bara þar sem harmonikutónlist er leikin undir,“ segir hann. En hvernig er það, hafa afkom- endurnir sýnt gömlu dönsunum sama áhuga og þau hjónin. „Nei, þeir hafa nú engan áhuga á þessu,“ segir Sveinn þá og hlær. „Það er með þá eins og annað ungt fólk í dag að það hefur allt of lítinn áhuga á dönsunum. Auðvitað er alltaf eitthvað um að það slæðist með en það staldrar yfirleitt stutt við. Mér finnst það nú reyndar stór- undarlegt í ljósi þess að unga fólkið okkar sýnir almennt góða dans- kunnáttu.“ Þótt unga fólkið sæki gömlu dansana ef til vill ekki að neinu ráði segir Sveinn uppákomurnar yfir- leitt vel sóttar. „Ég hef tekið eftir því að fleiri sækja opin kvöld hjá Þjóðdansafélaginu á miðvikudögum heldur en síðasta vetur,“ segir hann og bætir við að yfirleitt séu konur fleiri. „Ætli karlarnir séu bara ekki latari en kvenfólkið þótt það sé sjálfsagt engin ein skýring á því. Þeir sem byrja á þessu eru hins vegar mjög ánægðir.“ roald@frettabladid.is Dansinn góð líkamsrækt Hjónin Sveinn Elísson og Stefanía Sigurðardóttir hafa æft gömlu dansana um áratuga skeið. Þau segja dansana eina skemmtilegustu afþreyingu sem völ er á auk þess að vera hollir bæði líkama og sál. „Við höfum bæði haft áhuga á þessu frá unga aldri,“ segir Sveinn, sem stígur hér dans ásamt eiginkonu sinni Stefaníu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is Bjóðum úrval af döskum ReSound heyrnartækjum * Heyrnarþjónusta * Heyrnarvernd * Heyrnarmælingar * Heyrnartæki * Ráðgjöf Hjá Heyrn er veitt alhliða þjónusta til að bæta úr heyrnarskerðingu undir faglegri ábyrgð Ellisifjar K. Björnsdóttur, heyrnarfræðings. Ellisif K . Björnsdóttir heyrnar fræðingur jóð rval af önskum ReSound heyrnat j Ellisif K . Björnsdóttir heyrnar fræðingur Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.