Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 39
jólin koma ● fréttablaðið ● Hefðir eru ríkjandi á jólum og því ekki úr vegi að rifja upp hefðir í kringum borðhald, þá sérstaklega hvernig leggja eigi á borð. Diskar: Stærsta matardiskinn á að leggja fyrst á borðið og ofan á hann, forréttardisk og/eða súpu- disk. Þumalputtareglan er sú að sá diskur sem notaður er fyrst, sé efstur. Disk undir brauð á að setja vinstra megin fyrir ofan gaflana. Hnífapör: Hnífar og skeiðar eru hægra megin við diskinn og gafflar vinstra megin. Þau hnífapör sem á að nota síðast eru næst disknum og svo koll af kolli. Ef á að nota tvær skeiðar, til dæmis súpuskeið og eftir réttarskeið þá á að setja þá síð- arnefndu lárétt fyrir ofan diskinn. Glös: Vatnsglas á að standa við rétt ofan við hnífinn, en rauðvíns- og hvítvínsglös standa saman þar fyrir aftan. Servíettur: Algengast er að brjóta servíetturnar saman í þríhyrning og leggja undir hnífapörin hægra megin. Einnig er hægt að rúlla þeim upp og setja utan um þær servíettuhring og leggja á miðjan matardiskinn. - keþ Listin að leggja á borð Diskunum er raðað upp í þeirri röð sem réttirnir berast. Forréttadiskurinn efst og svo framvegis. NORDICPHOTOS/GETTY Kertaljós og mandarínur gera borðið jólalegt. Þorláksmessa er kennd við löngu látinn biskup sem þótti ötull í starfi. Skötuát daginn fyrir aðfangadag er annar kap- ítuli en tengist þó kaþólskum föstuvenjum. Tveir dagar á ári eru helgaðir Þor- láki helga Þórhallssyni. Þorláks- messa á vetur er 23. desember, daginn sem Þorlákur dó en Þor- láksmessa á sumar er 20. júlí, dag- inn sem bein hans voru skrínlögð. Sumarmessan er hálfgleymd nú en flestir vita að á Þorláksmessu á vetur leggja Íslendingar kæsta skötu sér til munns. VESTFIRSK HEFÐ Ástæða þess að skata er snædd einmitt á Þorláksmessu á sér eðli- legar útskýringar. Hefðin skapað- ist á Vestfjörðum og dreifðist um landið þaðan. Þegar skata er fersk inniheldur hún eiturefni sem þarf að verka úr henni. Skata veiðist best seint að hausti og þegar hún er loks orðin vel kæst er komið fram að jólum. Í kaþólskum sið á að halda föstu alveg fram að 24. desember og láta ekki kjötmeti inn fyrir sínar varir. Á Þorláks- messu var því síðasti dagur föst- unnar og tilvalið að borða fisk, en einnig getur vel verið að skatan hafi orðið vinsæl á þessum degi vegna þess hve fljótlegt er að elda hana. UMDEILDUR DÝRLINGUR Þorlákur helgi fæddist árið 1133. Átján ára var hann orðinn prestur og vígður til biskups í Niðarósi (nú Þránd- heimi) í Noregi árið 1178. Fimm árum eftir að hann dó voru bein hans grafin upp og lögð í skrín eins og gert er við jarðneskar leifar dýrlinga. Íslenska kirkjan leyfði fólki að heita á dýrlinginn Þorlák, því í lifanda lífi leitaði fólk mikið til hans til að bægja burtu plágum og öðrum meinsemdum. Innan kaþólsku kirkjunnar var hann vinsæll innan lands sem og utan fyrir ötult starf við að ná kirkjustöðum undir forræði kirkjunnar. Íslenskir höfðingj- ar og landeigend- ur voru ekki jafn hrifnir af því. Þor- lákur var líka óþreytandi við að gagnrýna höfðingja fyrir að taka sér frillur utan hjónabands. Sérstaklega gramdist honum að Ragnheiður systir hans væri frilla Jóns Loftssonar í Odda. Jóhannes Páll II. páfi í Róm útnefndi Þorlák verndardýrl- ing Íslands með tilskipun 14. jan- úar 1985. Þá var hann búinn að vera skrínlagður dýrlingur síðan 1198. Hann er jafnframt verndari Kristskirkju í Reykjavík. - nrg Heimild: Kári Jónasson, Saga daganna og Jo‘s Icelandic reci- pes. Biskupinn sem læknaði og fordæmdi ● BLÚNDUM VARPAÐ Á VEGGI Litlar heklaðar blúndu- dúllur má finna víða á heim- ilum. Þessar blúndur eru til margs nýtar, þar á meðal sem jólaskraut. Hvítar dúllur líta út oft út eins og snjókorn og er tilvalið að þræða þar á spotta og hengja sem skraut í glugga eða utan um jólatré. Með einni heklaðri dúllu og glerkrukku er hægt að útbúa fallegan og jóla- legan kertastjaka. Það eina sem þarf er gott lím til að festa dúll- una á hreina glerkrukku og stinga kerti ofan í. Um leið og kveikt er á kertinu varpar það blúndu- skuggum upp um loft og veggi. Þorláksmessa er kennd við Þorlák helga Þórhallsson biskup. 3 Þorlákur helgi er verndari kirkjunnar. Reykjavíkurvegi 60 Hafnarfi rði - S: 5552887 Musikogsport.is ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.