Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 42
 22. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● jólin koma Bubbi Morthens heldur sína 25. Þorláksmessutónleika í Há- skólabíói. Hann segist hafa séð nokkur af sömu andlitunum á öllum þessum tónleikum. Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða nú haldnir í 25. sinn, en þeir fyrstu fóru fram á Hótel Borg árið 1985. Spurður hvort hann finni fyrir því að tón- leikarnir séu orðnir að föstum lið í hátíðahöldum margra seg- ist Bubbi ekki geta sagt til um það. „Þetta byrjaði sem nokkurs konar uppskeruhátíð hjá mér, sem síðan vatt upp á sig. En jú, ég sé oft sömu andlitin í áhorfendahópn- um. Nokkra hef ég séð á hverjum einustu Þorláksmessutónleikum,“ segir hann. Tónleikunum hefur verið út- varpað í beinni útsendingu frá árinu 1990. Engin breyting verð- ur gerð á þeirri venju í ár og geta áhugasamir stillt á Bylgjuna til að fá Bubba beint í æð. Nú bæt- ist hins vegar við bein sjónvarps- útsending á Stöð 2. Bubbi segir efnistökin á tónleikunum jafn- an ráðast af því í hvernig stemn- ingu hann er hverju sinni. Oftar en ekki ræði hann um árið sem er að líða og það sem hefur gerst í þjóð- félaginu. „Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að skoða þessa hluti þá er það núna. Það hlýtur að vera hægt að gera það án þess að maður sé stimplaður komm- únisti, kapítalisti og útrásar- eða innrásarsleikja. Það loðir dálítið við umræðuna í dag að verið er að klína alls kyns stimplum á fólk til að gera það ótrúverðugt. Oftar en ekki vita þeir sem það gera upp á sig sökina og skömmina.“ Allt þar til um síðustu jól höfðu Þorláksmessutónleikarnir verið haldnir á hinum ýmsu stöðum í miðbænum. Að sögn Bubba léku drykkjuskapur og fleiri óþægindi stórt hlutverk í þeirri ákvörðun að færa tónleikana vestur í Háskóla- bíó. „Ég hef séð fólk moka kóki í nefið á sér beint fyrir framan mig þar sem ég er að spila. Fyrir tveim- ur árum mætti eitthvert gengi og fór að berja fólk, sem hafði ekk- ert til saka unnið annað en að vera á tónleikum með Bubba. Þarna var meðal annars fólk með börn, og svona löguðu nenni ég ekki að standa í. Nú bíð ég auðvitað eftir því að geta haldið mínu fyrstu Þor- láksmessutónleika í nýja tónlistar- húsinu,“ segir söngvarinn. Söngkonan Hafdís Huld sér um upphitun á tónleikunum og Bubbi lofar slatta af nýjum lögum í bland við þau eldri og þekktari. Á aðfangadag heldur Bubbi svo á Litla-Hraun þar sem hann leik- ur og syngur fyrir fangana eins og hann er vanur. Hafdís Huld og Einar Már Guðmundsson rithöf- undur verða með í för. - kg Byrjaði sem uppskeruhátíð Bubbi var í Garðheimum að sækja sér jólatré þegar ljósmyndari Fréttablaðsins hitti á hann. Hann segir Þorláksmessutónleikana hafa byrjað sem uppskeruhátíð sem síðan vatt upp á sig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jólin eru handan við hornið og heimilið er á hvolfi. Tíminn flaug og aldrei gafst stund til að þrífa eld- hússkápana eða dusta rykið af bókunum í bókahill- unum. Það sem verra er að ekki gafst heldur tími til almennra þrifa, því það var í of mörg horn að líta. Hins vegar er hægt að kippa því í liðinn á örskammri stund. Til þess þarf þvottakörfu, ruslapoka, ryksugu og tuskur. 1. Leggðu áherslu á að þrífa eldhúsið og stofuna, þar sem flestir eru á jólunum. Taktu allt dót sem liggur á lausu, eins og föt, leikföng, tímarit og fleira og settu í stóra þvottakörfu eða kassa. Fáðu börnin til að hjálpa og gera slíkt hið sama í herbergjunum sínum. 2. Tíndu til allt rusl og settu í ruslapokann. 3. Safnaðu saman glösum og diskum og farðu með í eldhúsið. 4. Þurrkaðu af borðum og hillum, sérstaklega þar sem skíturinn er sýnilegur. 5. Farðu í eldhúsið og safnaðu óhreinu leirtaui í vaskinn eða í uppþvottavélina. Settu rusl í ruslapoka og þurrkaðu af. 6. Farðu inn á bað og helltu smá hreinsilegi (helst umhverfisvænum) ofan í klósettið og leyfðu því að standa í smá stund og sturtaðu svo niður. Safnaðu öllu lauslegu í þvottakörfu og þurrkaðu af. 7. Ryksugaðu gólfin og ef tími gefst skaltu moppa gólfin og þá helst í stofunni og eldhúsinu. 8. Ef tími leyfir skaltu ganga frá hlutunum sem þú safnaðir í þvotta- körfuna, eða settu það inn í herbergi sem er ekki notað og gakktu frá því við fyrsta tækifæri. 9. Dragðu úr rafmagnsljósum og kveiktu á kertum. Þrif á síðustu stundu Með nokkrum einföldum ráðum er hægt að gera allt glansandi og flott á örskammri stundu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.