Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 58
42 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Ath. í kvöld kl. 20 Í tilefni af útkomu plötunnar Found Songs hyggst tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds halda tónleika í Salnum í kvöld. Húsið verður opnað kl. 20. Ólafur hyggst tjalda öllu til á tónleikunum. Einnig hefur Ólafur bætt við meðlimaskipan sína á tónleikunum, og því verður þetta stærsta umgjörð sem Ólafur hefur smíðað í kringum tónleika hérlendis. Rithöfundunum Oddnýju Eir Ævars- dóttur og Þórdísi Björnsdóttur hefur verið boðið að njóta starfsaðstöðu í rithöfundaríbúð Vatnasafnsins í Stykkishólmi. Íbúðinni fylgja starfslaun meðan á dvölinni stendur, en þær Oddný Eir og Þórdís fá hvor um sig þrjá mánuði á launum. Starfsaðstöðunni í Vatnasafninu er nú úthlutað fjórða árið í röð, en áður hafa dvalið þar þau Guðrún Eva Mínervudóttir (2007), Rebecca Solnit (2008), Anne Carson (2009) og Óskar Árni Óskarsson (2009). Í valnefnd fyrir vinnustofu rithöfundanna eru þau Fríða Björk Ingvarsdóttir, bókmennta- fræðingur sem er formaður nefndarinnar, Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri og Hjálmar Sveinsson, heimspekingur og dagskrárgerðar- maður hjá RÚV. Vatnasafnið í Stykkishólmi hýsir innsetningu bandaríska listamannsins Roni Horn sem unnin var í samstarfi við Art Angel í London (http://www.libraryofwater.is) en það er Annenberg-stofnunin í Bandaríkunum (http://www.annenbergfoundation. org) sem styrkir veru rithöfundanna í gestaíbúð safnsins í Stykkishólmi. Oddný og Þórdís senda báðar frá sér prósaverk þessi bókajól og hafa báðar hlotið verðskuldaða athygli fyrir verk sín og eru því vel að því komnar að fá þessa dvalar- og starfsstyrki í Stykkishólmi. - pbb Tvær konur í Vatnasafnið BÓKMENNTIR Oddný Eir er önnur tveggja skáldkvenna sem fá styrk til dvalar og starfa í Vatnasafninu í Stykkishólmi á næsta ári. > Ekki missa af … Þorláksmessutónleikum annað kvöld: Bubbi verður í Háskólabíói og beinni útsendingu á Bylgjunni, en á Rás 2 Ríkisútvarpsins verða Buff með beina útsendingu frá Sódómu. Meðal gesta verða Magnús Eiríksson, Helga Möller, Haukur Heiðar úr Diktu 3 Raddir og Beatur ásamt fleirum. Bubbi verður einn en með þúsund gesti í sal. Sagan af lausaleiks- króganum Oliver Twist sem dagar uppi á munaðarleys- ingjahæli eftir að móðir hans deyr af barnsförum á götunni hefur lengi heillað lesendur og áhorfendur kvikmynda og leikhúsa. Á annan í jólum frumsýnir Þjóðleikhúsið söngleik frá 1960 sem strákur úr East End, ólæs á nótur og mennt- aður sem prentmyndasmið- ur, samdi rétt þrítugur að aldri. Höfundurinn hét Lionel Begleiter og var skraddarasonur í gyðinga- hverfum austurhluta Lundúna, þar sem fátækt og neyð var hvað mest, og innflytjendur hafa búið lengst af, húgenottar, gyðingar og Pakistanar. Þar voru á uppeldis- árum hans mest átök milli fasista og róttæklinga í London eins og annar höfundur af gyðingaættum, Harold Pinter, hefur greint frá að hafði mikil áhrif á bernsku ungra manna. Begleitner-fólkið var frá Galiciu og hafði flúið pogroma – gyðingaofsóknir Austurríska keis- aradæmisins. Hann var á unga aldri þegar foreldrum hans var sagt að drengurinn hefði óvenju- legar tónlistargáfu en ekki hafði það nein áhrif. Hann lærði prent- myndasmíði og rak ásamt félaga sínum fyrirtæki í silkiþrykks- bransanum sem þá var nýjung og mikill uppgangur var í auglýsinga- gerð. Þaðan leiddist hann til starfa í Unity-leikhúsinu þar sem Joan Litt- lewood starfaði sem framleiðandi áður en hún stofnaði sitt áhrifa- mikla leikhús Theatre Workshop í East End. Bart, en það var lista- mannsnafn hans, hóf feril sinn í leikhúsi sem leikmyndahönnuður. Það leiddi síðan til þess að hann fór að skrifa sönglög og fyrr en varði var hann farinn að semja hittara fyrir unga stráka: Allt á floti all- staðar sem Skapti Ólafsson söng var samið fyrir Tommy Steele, hann samdi líka Living Doll fyrir Cliff Richard. Bart átti þrjá söngleiki á fjöl- um London 1960: Lock Up Your Daughters, Fings Ain´t Wot They Used T´Be, þar sem cockney- slangur var fyrst notað í heilli leik- sýningu, og Oliver! Bart samdi bæði talmál, texta og tónlist fyrir Oliver! Hann hefur að öllum líkindum notað söguna eins og hún birtist í kvikmynd Davids Lean frá 1948 sem grunn að söng- leiknum sem einfaldar söguna mikið. Oliver! var stærsti söngleik- ur Breta allt þar til Rice og Webber sömdu Jesus Christ Superstar 1970. Hann gekk í árafjölda bæði í Lond- on og New York og hefur margsinn- is verðið endurlífgaður á sviði um allan heim. Einkenni hans er mik- ill fjöldi þekktra söngnúmera sem bæði eru lögð í munn Nancy, stúlku í þjófagengi Fagins sem vill bjarga Oliver frá sínum eigin örlögum, Fagin sjálfum og svo leikhópnum öllum. Sönglög verksins eru löngu orðin þjóðareign Breta og margir kunnir listamenn hafa byrjað feril sinn í Oliver í drengjahópnum sem prýðir sýningu á verkinu og ræður ekki litlu um vinsældir þess: Phil Collins í Genesis hóf feril sinn í Oliver! eins og Steve Marriott í Small Faces. Velgengni varð Bart að aldurtila: honum græddist óhemju fé af höf- undarlaunum en hann sóaði því í gleðskap og bílífi – og aðra söng- leiki sem hann kom á svið; frægast- ur þeirra var Blitz! sem hann setti á svið 1962 og lýsti þeim dögum þegar loftárásir voru harðastar á London en það var dýrasta svið- setning sem þá hafði verið sett á svið í borginni. Twang (1965), söngleikur hans um Hróa Hött, var flopp og söngleikur hans La Strada (1969) komst í sögubækur því sýn- ingum var hætt eftir frumsýningu. Hann var lýstur gjaldþrota 1972. Hann hafði lagst í lyfjaneyslu og ekki bætti úr skák að hann var í skápnum alla sína ævi. Hann var drykkjumaður í hartnær þrjátíu ár og endaði illa skaddaður á líkama. Hann lést 1999. Það var í raun kynslóðin sem kom á eftir honum í breska söng- leikhúsinu, Webber, MackIntosh, sem kom honum á þann stall sem hann átti skilið, en þá var það of seint. Söngleikurinn Oliver! var upphaflega saminn fyrir full- orðna leikhúsgesti: efnið er þess eðlis, harðræði og hungur, skipu- lögð glæpastarfsemi með börn, drykkjusýki og ofbeldisverk. Sagan er löguð til: Fagin sleppur í enda söngleiksins frá hengingu sögunnar, Bill Sykes deyr af slys- förum, hrapar til dauða en hengir sig ekki í slysni, Nancy er barin til dauða eins og í upphaflegu sög- unni. Sá stóri hópur sem kunn- ur er í sögunni er mun fámenn- ari, enda söngleikurinn form sem útheimtir einfalda drætti. það er barnaskarinn sem gerir söng- leikinn að skemmtun fyrir unga sem aldna og þannig er sýning- in kynnt af Þjóðleikhúsinu. Mik- ill fjöldi kemur fram í sýningunni en Selma Björnsdóttir setur verk- ið á svið en hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson. Sala hefur gengið vel á sýning- una og vísast munu margir næsta misseri eða lengur njóta sönglega Lionels Bart og þeirra litríku per- sóna sem Charles Dickens skóp um fátæka síbrotamenn og betra fólk í Lundúnum 1838. pbb@dfrettabladid.is Þjófahyski og betra fólk LEIKLIST Mikið fjör og mikið gaman: hér eru börn að biðja um meiri mat á munaðarleysingjahæli. Saga Dickens varð til þess að róttækar breytingar voru gerðar á munaðarleysingjahælum í heimalandi hans á sínum tíma. FRTÉTTABLAÐIÐ/ANTON Konunglega danska bókhlaðan vill að Google fái það verkefni að skanna inn á vef sinn 1,6 milljónir danskra bóka. Víðast hvar hafa höfundar og útgefend- ur snúist öndverðir gegn þeim áætlunum Google að gera stór- an hluta af bókum aðgengilegan á netsíðu sinni, en forstöðumaður Konunglegu dönsku bókhlöðunn- ar er á öndverðri skoðun. Hann segir Dani ekki hafa efni á því að koma öllu þessu bókaflóði inn á vefinn og því sé best að Google geri það. Yfirmaður Google í Evrópu hefur áhuga: það er verið að skanna inn verk höfunda á vegum Google sem fallnir eru frá fyrir löngu. Svo löngu að verk þeirra eru komin í almannaeign. Rök Erlings Kolding Nielsen eru einföld: ef ekki er gengið í verkið tapar dönsku menning fyrir engilsaxneskum bókmennt- um. Hann vill borga 120 milljón- ir til Google fyrir verkið en þeir hjá Google hafa reynst tregir til. Nú er annað fyrirtæki, ProQuest að skanna inn danskar bækur frá 15. og 16. öld, flestar á latínu. - pbb Danir treysta á Google Bókmenntir ★★★★ Hjartsláttur Ragnheiður Gestsdóttir Tristan og Íris Sól Nöfnin segja allt: ný saga eftir Ragnheiði Gestsdóttur sem getið hefur sér gott orð fyrir fyrri unglingasögur sínar, gerist í efsta bekk grunnskóla þar sem nýr strákur kemur í bekkinn til Írisar Sólar. Hann sýnir henni áhuga frá fyrstu stund og þrengir sér upp á hana og reynist þá elskulegur strákur. Þau verða par og eflast kynni þeirra á liðnum vetri þegar búsáhaldabyltingin er í fullum gangi. Tristan er dökkur á hörund, ávöxtur næturgamans móðurinnar sem er frá Keflavík og sleit öllu sambandi við föðurinn sem var Dani af sómölskum uppruna. En hver er ekki kominn til landsins til að þjálfa körfubolta- lið? Og þegar móðir Tristans fær tilboð um að flytjast til Kanada og kenna þar ákveður Tristan að stinga af. Þetta er þekkileg lítil saga. Höfundurinn rekur hana í gegnum kafla sem bera yfirheiti tiltekinnar persónu og við rekjum atburðarásina gegnum hana. Það skapar frásögninni aukið líf og tilbreytingu að svissa sjónarhorninu þó yfir öllu gnæfi alvitur höfundur. Þetta eru geðfelldir krakkar, það er aðeins tæpt á hugsanlegum fordómum en þeir gera aldrei vart við sig. Kynlíf tekst ekki með krökkunum sem er sérkennilegt, og foreldrar eru ekki mikið til vandræða, þetta er allt slétt og fellt og fer vel að lokum. Raunar tekst Ragn- heiði langbest upp í köflum sem lýsa flandri Tristans þar sem hann er einn á ferð í aðstæðum sem eru honum ókunnugar. Hún er ágætis sögumaður og skrifar látlausan og öfgasnauðan stíl. Bakgrunnurinn glæðir söguna nánd og gerir hana trúverðugri sem er ágætt því skólalífið er full kurteist. Þetta er heimur sápunnar en snoturlega saminn og skaðar ekki né meiðir, hvergi harka eða hætta. En er líf unglinga þannig? Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Settleg og snotur saga fyrir stráka og stelpur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.