Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 62
46 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is „Þetta byrjaði sem verkefni í skól- anum sem við fengum 48 tíma til að framkvæma. Einu fyrirmælin sem við fengum voru að taka verkefnið út fyrir skólann og láta gott af okkur leiða,“ segir Anna Rakel Róberts dóttir Glad, nemandi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Í gær gekk hún niður Laugaveginn ásamt þeim Hildu Björgu Stefánsdóttur og Kötlu Rós Völudóttur samnemendum sínum, þar sem þær fengu vegfarendur til að teikna eða skrifa skilaboð, en þetta er í þriðja sinn sem þær stöllur gera slíkt hið sama fyrir jól. „Við báðum fólk að teikna eða skrifa eitthvað sem því liggur á hjarta, einhvern áróður eða eitthvað í umhverfinu,“ útskýrir Anna Rakel, en afrakstur inn var sýndur á Prikinu í gærkvöldi. „Við skönnuðum þetta inn og hengdum upp. Þetta er engin grafísk snilld eða meistaraverk heldur erum við bara að sýna vegfar- endum á Laugaveginum hvað var að gerast þar þann daginn,“ útskýrir hún og segir Pixel hafa styrkt þær undan- farin þrjú ár. Aðspurð segir Anna Rakel mikinn mun vera á skilaboðum og teikningum fólks milli ára. „2007 voru allir mjög „ligeglad.“ Í fyrra var svo margt sem tengdist hruninu, en núna upplifðum við meiri samstöðu og kærleik,“ segir hún. „Við erum búnar að taka upp myndband öll þrjú árin og planið er að setja upp vefsíðu þar sem fólk getur séð myndböndin og spjöldin samhliða. Stefnan er svo að gefa út bók um verk- efnið í janúar,“ bætir hún við. - ag Tóku púlsinn á Laugaveginum TEIKNA OG SKRIFA SKILABOÐ Þær Anna Rakel, Hilda Björg og Katla Rós fengu vegfarendur á Laugaveginum til að teikna og skrifa skilaboð í gær. Þær nutu aðstoðar Ragnars Más Nikulás- sonar, en afraksturinn var sýndur á Prikinu í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stefanía Ómarsdóttir hefur heillað Dani upp úr skónum sem hin níu ára gamla Ásta í verkinu Seest. Henni er spáð miklum frama í dönsku leikhúsi og hún var á forsíðu Berlingske Ti- dende um helgina þar sem henni er hælt á hvert reipi. „Slá í gegn, tja, þetta hefur bara gengið mjög vel,“ segir Stefan- ía þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Leikverkið Seest verður sett aftur upp strax eftir áramót og sýnt í bæði Kolding og Allerød eftir mikla velgengni í fyrra hjá Mungo Park-leikhúsinu. Sögusvið Seest er samnefndur smábær rétt fyrir utan Kolding og hið hræðilega flugeldaslys sem reið yfir íbúana árið 2004. Einn slökkviliðsmaður dó og 750 fjölskyldur misstu heim- ili sitt í þessum harmleik og Stefan- ía útskýrir að rannsóknir hafi sýnt að börn á svæðinu þjáist mörg af áfallaröskun. Um það snúist leik- ritið. „Ég leik Ástu, hún er níu ára og er að safna saman brotum úr lífi sínu,“ segir Stefanía en danskir gagnrýnendur héldu vart vatni yfir frammistöðu Stefaníu á sviðinu og hún uppskar Reumert-verðlaun (hina dönsku Grímu) sem ein af björtustu vonum ársins. Berlings- ke gerði meira að segja heiðar lega tilraun til að eignast hlut í Stefan- íu með því að kalla hana íslensk/ danska en leikkonan segist hafa farið fram á það við blaðamann- inn að hann leiðrétti það. Hún væri Íslendingur og ekkert annað. Stefanía ætlaði sér þó aldrei að verða leikkona. „Nei, síður en svo. Mig langaði alltaf að verða læknir eða hjúkrunarkona,“ útskýrir hún en hún er Garðbæingur og bjó hér á landi til fjórtán ára aldurs, Þegar foreldrar hennar skildu flutti hún með mömmu sinni til Danmörku. Hún kom þó aftur heim og bjó hér í tvö ár áður en hún settist að í Dan- mörku nítján ára gömul. Stefánía eignaðist sitt fyrsta barn það sama ár en það var svo fyrir algjöra tilviljun að hún fékk leik- listabakteríuna beint í æð. „Sofie Stougaard, virt leikkona hér útí, var með barn á sama leikskóla og ég. Hún bauð mér á sýningu og það var bara ást við fyrstu sýn,“ segir Stefanía sem reyndi síðan árið eftir við inntökuprófið í Leiklistarskól- anum í Kaupmannahöfn. „Ég komst inn í fyrstu tilraun og útskrifað- ist 2005.“ Stefanía viðurkennir að námið hafi verið erfitt og í við- talinu við Berlingske kemur fram að hún hafi á köflum verið við það að gefast upp. Hún fékk því kær- komna hvíld eftir útskriftina og naut þess að vera heima með dótt- ur sinni. Og svo eignaðist hún strák árið eftir útskrift sem nú er tveggja og hálfs. „Síðan hringdi leikstjórinn Moqi Simon Trolin í mig árið 2008 og bauð mér hlutverkið í þessari sýningu og ég ákvað bara að slá til,“ segir Stefanía en honum hafði hún kynnst innan veggja leiklistar- skólans. Stefanía sér væntanlega ekki eftir því, enda hefur danska pressan borið hana á gullstól síðan þá. Stefanía er einstæð tveggja barna móðir en lætur það ekki aftra sér, segist bara verið hörkukvendi sem láti verkin tala. Vinnan krefst þess þó að allt sé skipulagt í þaula. „Strákurinn fær að gista hjá pabba sínum þegar ég er að leika og svo hefur stelpan mín bara komið með mér í vinnuna. Mamma hefur líka lagt sitt á vogarskálarnar.“ freyrgigja@frettabladid.is Íslensk leikkona leggur Danmörk að fótum sér Leikkonan Demi Moore ætlar að draga ljósmyndar- ann Anthony Citrano fyrir dómstóla. Lögfræðing- ur Moore hefur sent Citrano bréf þar sem honum er hótað lögsókn dragi hann ekki ummæli sín um Moore til baka. Citrano benti á að svo virtist sem að forsíðumynd af Moore hefði verið ofunnin af mynd- vinnslumönnum tímaritsins W og því virðist sem hluta af læri leikkonunnar vanti. Moore fer fram á að Citrano fjarlægi öll niðrandi ummæli af netsíðu sinni ellegar hljóti hann verra af. Citrano hefur þó neitað og segist standa við ummæli sín og bendir jafnframt á að allar myndir sem rata á síður tískutímarita séu unnar, þó að Moore vilji meina að forsíðumyndin af henni sé algjörlega óunnin. Demi í hart við ljósmyndara FER Í MÁL Demi Moore fer í mál við ljósmyndara. SLÆR Í GEGN Stefanía Ómarsdóttir hefur slegið í gegn sem hin níu ára gamla Asta í leikverkinu Seest en það byggir á flugeldaslysinu í Kolding árið 2004. > DANSAR EINKADANS Síðan söngkonan Rihanna hætti með Chris Brown hefur hún verið orðuð við ýmsa úr tónlistarbransanum hið vestra. Nú nýlega bár- ust fréttir af því að hún hefði verið að slá sér upp með Kanye West og gefið honum lítinn einkadans á skemmtistað í New York. Tímaritið National Enquirer flutti í október frétt af því að Mathew Knowles, faðir og umboðsmaður söngkonunnar Beyoncé, hefði átt barn utan hjónabands. Kanadísk kona hafði komið fram og sagst hafa átt í stuttu sambandi við Mat- hew og fór fram á faðernispróf til að sanna að Mathew væri í raun faðir barns hennar. Vefritið TMZ segir frá því að Tina Knowles, eiginkona Mathews, hafi sótt um skilnað eftir 29 ára hjónaband. Tine og Mathew eiga saman dæt- urnar Beyoncé og Solange. Auk þess rekur Tina tískufyrirtækið House of Dereon ásamt Beyoncé. Mathew Knowles hefur mikið verið gagnrýndur af fyrrverandi meðlimum Destiny‘s Child og sakaður um óprúttna viðskipta- hætti. TMZ gerir ráð fyrir að Tina Knowles muni fara fram á helming eigna Mathews en muni reyna að halda sínum hlut í House of Der- eon óbreyttum. Sótti um skilnað Wood ekkert án Jo SKILNAÐARBARN Foreldrar Beyoncé ætla að skilja eftir 29 ára hjónaband. HÆTTUR Meðlimir Rolling Stones hafa fengið nóg af Ronnie. Meðlimir hljómsveitarinnar Roll- ing Stones hafa ákveðið að gefa Ronnie Wood úrslitakosti, annað hvort hættir hann drykkjunni eða hann hættir í hljómsveit- inni. Samkvæmt erlend- um tímaritum var það fyrrverandi eigin- kona Woods sem gerði honum kleift að sinna tónlistinni sem skyldi. „Án Jo hefði Ronnie aldrei getað spilað með hljóm- sveitinni á tón- leikaferðalögum. Það er ekki hægt að leggja upp í tónleikaferða- lag án þess að hafa einhvers konar trygg- ingu, Jo hefur séð um það. Öll samskipti undan- farin ár hafa farið í gegnum Jo og nú hefur Mick fengið nóg. Ronnie hefur alltaf verið svolítið týndur, án Jo getur enginn náð til hans. Það er ólík- legt að hann komi aftur eftir þetta atvik,“ var haft eftir innanbúðar- manni. Ronnie Wood hætt i ný ver ið með t v ítug r i kærustu sinni eftir að hann var handtekinn fyrir að beita hana ofbeldi á almannafæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.