Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 70
54 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is SUND Ljósmynd Sævars Geirs Sigurjóns sonar „Super Challeng- ing“ sem tekin var á Gullmóti KR 2009 er sundmynd ársins að mati evrópska Sundsambandsins og þessi 42 ára Akureyringur fékk að launum ferð lífsins „Þetta er það stærsta sem ég hef lent í. Þetta var alveg svakalega flott ferð og ég á ekki von á því að lenda í svona aftur,“ segir Sævar um ferðina fyrr í þessum mánuði. „Þetta var eins og í bíómynd- unum þegar ég lenti því það beið mín maður með skilti á flugvell- inum.Ég var leiddur út í míni- Limmósínu. Maður var keyrður á fimm stjörnu hótel þar sem ég var í góðu yfirlæti. Það var allt borgað fyrir mig og ég fékk síðan passa þar sem ég komst meira eða minna um allt sundsvæðið,“ segir Sævar. „Ég mátti taka myndir og þurfti bara að sýna passann því þá var vitað að ég væri gestur keppninnar. Ég hef aldrei upplifað annað eins og leið bara eins og ég væri prins,“ segir Sævar sem fékk verðlaunin afhent í sérstökum galakvöldverði þar sem öll sundelítan var saman- komin. „Ferðin var náttúrlega verðlaun númer eitt, tvö og þrjú en síðan fékk ég Mont Blanc penna. Þetta er rosalega flott viðhafnarútgáfa af þessum penna. Hann er tölusett- ur og það liggur við að það kosti 1.500 kall að taka eitt strik,“ segir Sævar og skellihlær. Katrín Malmquist, þjálfari og innanbúðarkona hjá sundfélag- inu Óðni, hvatti Sævar til þess að senda myndir sínar í keppnina. „Hún sagði við mig, Sævar minn þú átt alveg haug af myndum sem þú hefur verið að taka og mér sýn- ist að þú eigir alveg fyllilega skilið að taka þátt í þessu,“ segir Sævar. „Hver mátti senda tíu myndir og ég valdi úr tíu myndir hjá mér sem voru síðan allar samþykkt- ar inn í keppnina. Það kom mér þokkalega á óvart. Svo var svoköll- uð vinsælda kosning fyrst þar sem almenningur um allan heim gat kostið. Þar endaði þessi sigurmynd í níunda sæti. Síðan var það sund- elítan sem velur vinningsmyndina. Þegar þessi vinsældakosning var búin þá var ég mjög ánægður að þessi mynd mín náði svona langt,“ segir Sævar en hún átti eftir að ná enn lengra. „Karen hringdi í mig og þá var hún búin að fá tölvupóst frá Len, Sundsambandi Evrópu, um að þessi mynd hefði unnið og mér væri boðið á Evrópumeistaramótið í Tyrklandi,“ segir Sævar. „Þessi mynd er tekin á Gull- móti KR árið 2009. Þarna voru nokkrir erlendir keppendur, þar á meðal einhverjir frá Helsingör í Danmörku. Átta bestu komast í úrslitasund sem kallast „Super Challenge“. Þá eru ljós og tónlist í aðalhlutverkum og ægileg disk- ó stemning. Það er mjög erfitt að mynda, menn ná ekki nema einni og einni mynd og þá er hún yfir- leitt svört,“ segir Sævar, sem getur verið ánægður með að hafa náð svona frábærri mynd við svona erfiðar aðstæður. Sigurmyndin er af ungri danskri sundkonu en ekki var strax ljóst hver væri á myndinni. „Við vildum reyna að komast að því hvaða sundmaður þetta væri. Þá kom í ljós að þetta var Dani sem var að synda í þessu sundi. Þeir urðu alveg vitlausir við að heyra þetta og það fór allt á annan end- ann í þessu litla sundfélagi í Dan- mörku að frétta af því að þeirra sundmaður væri á þessari vinn- ingsmynd,“ segir Sævar. „Mamma stelpunnar hafði sam- band við mig og spurði mig hvort hægt væri að fá myndina í meiri gæðum en hún var á netinu. Að sjálfsögðu varð ég við þeirra beiðni,“ segir Sævar. Sævar er stoltur af myndinni sinni og má líka vera það. „Þessi mynd er mér mjög kær og mér finnst hún alltaf vera betri og betri. Ég ákvað að setja hana á striga fyrir jólin, svona fyrir sjálf- an mig. Ég hef ekkert verið rosa- lega mikið að flíka mínum mynd- um en ég held ég fari bara að gera það í kjölfarið á þessu,“ sagði Sævar. ooj@frettabladid.is Leið eins og prins á EM Ljósmynd Akureyringsins Sævars Geirs Sigurjónssonar bar sigur úr bítum í ljós- myndasamkeppni evrópska Sundsambandsins fyrir árið 2009. Sævari var boðið á EM í Tyrklandi þar sem hann tók við verðlaunum sínum við sérstaka athöfn. SIGURMYNDIN Mynd Sævars Geirs var valin sundmynd ársins af evrópska sundsambandinu. MYND/SÆVAR GEIR SIGURJÓNSSON SÆVAR OG VERÐLAUNIN Sævar Geir Sigurjónsson fékk viðhafnarútgáfu af Mount Blanc pennanum. Hér sýnir hann myndin og pennann. MYND/SÆVAR GEIR SIGURJÓNSSON Logi Geirsson lék lítið með Lemgo þegar liðið tapaði óvænt fyrir Hannover Burgdorf. Fréttir um að Logi væri aftur orðinn meiddur fóru sem eldur í sinu um netheima. Það hefði verið mikið áfall fyrir skyttuna ef hann væri meiddur á ný enda nýkominn á ferðina eftir sex mánuði á hliðarlínunni vegna axlarmeiðsla. „Fólk þarf ekkert að hafa áhyggjur. Það er í fínu lagi með mig. Ég var aðeins slappur í kálfanum en ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Það var ákveðið að láta mig spila lítið út af því en ég verð með á móti Flensburg á Þorláksmessu,“ sagði Logi, sem hefur fengið nóg af endalausum meiðsla fréttum um sjálfan sig og hlakkar til að láta ljós sitt skína á nýjan leik. Hann ætlar að byrja á því á Þor- lák gegn Alexander Petersson og félögum í Flensburg en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. „Íslendingar fá að sjá mig í stuði. Það er kominn tími til að gera eitthvað af viti og ég stefni á að bjóða upp á skemmtileg fögn og svona,“ sagði Logi brattur en leikurinn er báðum liðum afar mikilvægur. Lemgo er í sjötta sæti deildarinnar en Flensburg í því þriðja. Samt munar ekki nema tveim stigum á liðunum. Gengi Lemgo í vetur hefur verið skrykkjótt og Logi segir að stemningin hjá félaginu hafi oft verið betri. „Það á greinilega að fara að spara. Það verður ekki endurnýj- að við landsliðsmarkvörðinn Lichtlein og svo er Mimi Kraus væntanlega að fara til Rhein-Neckar Löwen. Það er ekki alveg nógu góð stemning hérna og mórallinn oft verið betri,“ sagði Logi, sem vill meina að sóknarleikmenn liðsins hafi ekki staðið undir væntingum í vetur. „Vörnin og markvarslan hefur verið frábær en sóknarleikurinn sveiflukenndur. Kraus og Glandorf í skotkeppni og þeir spila annað hvort í heimsklassa eða 3. deildarklassa,“ sagði Logi. Jólaundirbúningur var á fullu hjá honum í Þýskalandi í gær og Logi sagðist vera kominn í jólaskap. „Við fáum sent hangikjöt að heiman og svo var ég að kaupa hamborgarhrygg; verð með humarsúpu og hrygg í matinn. Það verður afar ljúft,“ sagði Logi kátur. LOGI GEIRSSON: FRÉTTIR AF NÝJUM MEIÐSLUM ERU STÓRLEGA ÝKTAR OG VERÐUR KLÁR GEGN FLENSBURG Íslendingar fá að sjá mig í stuði á Þorláksmessu > Valsstúlkur styrkja sig Topplið Vals í N1-deild kvenna mætir enn sterkara til leiks á nýju ári því Valur hefur gert samning við skyttuna Nínu K. Björnsdóttur. Nína skrifaði undir eins árs samning við Val. Nína hefur undanfarin ár leikið með Haukum og fyrsti leikur hennar með Val verður einmitt gegn Haukum þann 9. janúar en hún fær leikheimild tveim dögum áður. Nína hefur leikið með Stjörnunni, ÍBV og Haukum og verið með sterkari leikmönnum deild- arinnar. Kvennalið Vals verður því enn illviðráðanlegra eftir áramót en Valsstúlkur hafa ekki enn tapað leik í vetur og aðeins gert tvö jafntefli. Stapahrauni 7 220 Hafnarfjörður FÓTBOLTI Það kom fáum á óvart að Argentínumaðurinn Lionel Messi og hin brasilíska Marta skyldu í gær vera krýnd besta knattspyrnufólk heims árið 2009 af FIFA. Messi er fyrsti Argentínu- maðurinn sem hlýtur þessi verð- laun en Marta var að vinna fjórða árið í röð, sem hefur aldrei gerst áður. „Ég vil þakka öllum félögum mínum hjá Barcelona. Þetta eru verðlaun fyrir okkur alla. Án þessara leikmanna hefði ég aldrei náð þessum árangri. Þetta hefur verið ótrúlegt ár fyrir Barce- lona og mig sjálfan,“ sagði Messi er hann tók á móti verðlaunum sínum. Cristiano Ronaldo átti mark ársins 2009. Það var markið sem hann skoraði með Manchest- er Unitedd gegn Porto á útivelli í Meistaradeildinni. Einnig var lið ársins til- kynnt og það lítur svona út að þessu sinni: Iker Casillas (Real Madrid), John Terry (Chelsea), Nemanja Vidic (Man. Utd), Patr- ice Evra (Man. Utd), Dani Alves (Barcelona), Xavi (Barcelona), Andres Iniesta (Barcelona), Ste- ven Gerrard (Liverpool), Lion- el Messi (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Fernando Torres (Liverpool). - hbg Tilkynnt um val á besta knattspyrnufólki heims: Messi og Marta best BEST Í HEIMI Messi og Marta með verðlaunin sín í gærkvöldi. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.