Vikan


Vikan - 08.03.1962, Qupperneq 4

Vikan - 08.03.1962, Qupperneq 4
30 aura pr. sidu ad auglýsa i vikunni Aftur um kurteisi ... Kæri margvísi Póstur. í Póstinum, 6. tbl. 8. þ. m. er greinarkorn með yfirskriftinni „Kurteisi“. Er grein þessi skrifuð, aS því er höfundur segir, til þess aS vekja menn til umhugsunar um almenna kurteisi og þá aSallega i sambandi viS „þú“ og „þér“. — Út af þessu hefur rifjazt upp hjá mér ýmislegt, sem ekki er rúm fyrir hér, en eitt af þvi ætla ég þó aS koma meS. — Heimili mitt er í sveit, og stundum ber þaS viS aS til mín koma menn úr höfuSstaSnum, menn, sem mér eru ókunnir nema þá aS ég kannast viS þá af orSspori. Þess- ir menn ávarpa mig venjulega meS „Komdu sæll“ eSa „Sæll og blessaSur“. Ég kann þessu mjög vel, þvi ég hefi fylgt þeirri reglu aS láta þúiS ganga jafnt yfir alla, hvort sem ég þekki menn eSa ekki. — Ég mótmæli þvi aS þessi regla mín sé vöntun á háttvisi eSa ég kunni ekki aS þéra, og ekki hefi ég neina löngun til aS nudda mér utan í fólk. Ég álit þetta réttara málfar, veit, aS meiri hluti fólks kýs heldur aS það sé þúað og álítur „þérugheit“ engan mælikvarða á kurteisi. En svo er það með þessa góðu menn, sem koma til mín og segja: „Komdu blessaður og sæll“, að þeg- ar ég svo hitti þá i höfuðstaðnum, segja þeir: „Sælir“. — Er þetta kurt- eisi? En auðvitað er ég spariklædd- ur 1 höfuðstaðnum, heima i sam- festingi. Sveitamaður. Kæri Póstur. ... þéringar eru skemmd á is- lenzkri tungu, þessi orð, sem dansk- ir embættismenn komu hér á og töldu fólkinu trú um að væru fín. Einkum átti þetta að sýna, að þeir væru hærra settir og menntaðri en almúgamenn. UrSu því allir að þéra þá, nema þeir, sem sérstaklega voru í náðinni hjá þeim. Þessum mönnum var boðinn ,,dús“. Voru þeir svo kallaðir dónar og ruddar, sem sögðu „þú“. Sem betur fer er þessi þérun- arhégómi að hverfa aftur úr mál- inu, þeim mönnum til mikils ang- urs, sem vilja sýnast miklir menn. Þessir menn staglast si og æ á ó- kurteisi hjá afgreiðslufólki o. fl., bara af þvi að það gleymir stöku sinnum að segja „þér“. Eftir þvi sem menntun hefur auk- izt í landinu, sjá menn sifellt betur, að almennt siðgæði byggist ekki á því að þéra, hcldur er þaS hin raun- verulega framkoma, sem sker úr um það, hvort maður er kurteis eða ekki. AS vera viðmótsþýður og fágaður í framkomu, það er að vera kurteis. Það kemur hreint ekki kurt- eisi við, hvort sagt er þú eða þér. Menn afla sér ekki virðingar með því að einblína á þessi finu orð. Enn verðum við víst að umbera þenan barnalega og gamaldags minnihluta, sem móðgast, ef orðið „þú“ heyrist — við skulum ekkert vera að espa þetta fólk upp, við skulum þéra þessar fáu hræður, þetta er hvort eð er að hverfa, sem betur fer. Niður með öll spari- persónufornöfn. Oli. ... Mér finnst málum svo komið, að þéringar séu allt annað en kurt- eisi. Oft gripa menn til þéringa, einmitt til þess að sýna viðkomandi, að þeir kjósi sízt að kynnast þeim nánar ... Grétar. Snubbótt dægurlög ... Kæra Vika. Nú vildi ég fá álit þitt á einu máli. Þriðjudaginn 13. febrúar, þeg- ar ég var að hlusta á lög unga fólks- ins, tók ég eftir því, að lögin voru ekki spiluð til enda. Þetta finnst mér alveg ómögulegt. ESa hvað finnst þér, Vika min? Með fyrirfram þakklæti fyrir svarið. Ein óánægð. — — — Líklega setur sá, sem sér um þáttinn, ekki sjálfur plöt- urnar á fóninn, svo að þetta get- ur orðið dálítið klúðurslegt. Hitt er það, aÖ þættir sem þessir verða meira lifandi, ef ekki er mikið um þagnir, þótt engin hæfa sé að klippa beinlínis af lögunum niðurlagið. Þetta á sér auðvitað erlenda fyrirmynd — og erdlendar fyrirmyndir eru orðnar ærið vinsælar hér uppi, jafnt góðar sem slæmar. Utanáskrift ... Kæri Póstur. Mig langar til að spyrja þig um svolítið. Ég er nýbyrjuð að ráða krossgátur og langar til að senda úrlausnirnar. Á ég að klippa kross- gátuna út og senda hana þannig, eða á ég að skrifa hana upp og senda það? Hvað á ég að skrifa utan á umslagið, þegar ég sendi krossgátuna? Og hvað á ég að skrifa utan á, þegar ég sendi Yndisfríð? Með fyrirfram þökkum. S. B. -----— Einfaldast er auðvitað að klippa krossgátuna úr blað- inu. Þeir sem síður vilja klippa í blaðið, geta auðvitað gert sér það ómak að teikna upp kross- gátuna og senda hana þannig. Krossgátan er einfaldlega merkt „Krossgáta" og Yndisfríð „Yndis- fríð“ — það er ekki flóknara en þetta. íslenzkur pilsner ... Vikan, Rvk. Mér er mikið niðri fyrir. Er bifreiðastjórum óhætt, bæði vegna laga og sjálfra sín, svo og annarra vegfarenda að drekka einn pilsner á — við skulum segja klukkutima fresti? Með öðrum orð- um: Er svo mikið áfengismagn i áðurnefndum drykk, að svo geti farið að maður verði dæmdur ölv- aður (að lokinni blóðrannsókn) eftir að hafa drukkið einn pilsner á klukkutíma fresti í heilan dag. Eða verða bifreiðastjórar að þamba blávatn úr þeim ársprænum, sem þeir kunna að aka framhjá? Ég hef nefnilega ratað í þá ógæfu að vera spurður, hvort ég væri drukkinn undir stýri, eftir pilsner- drykkju. Hafa menn sagzt finna af mér vínlykt, og hefur ekki stoðað, þótt ég hafi svarið og sárt við lagt, 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.