Vikan


Vikan - 08.03.1962, Side 8

Vikan - 08.03.1962, Side 8
I í stríði við fjögur stórveldi II GÍSLI SIGURÐSSON skráði. Þegar hnéö var orðið sæmilega gott, var ekki til setunnar boðið, en mig langaði ekki beiniínijs í eldlínuna aftur. Ég lcomst að þvi, að það vantaði vaktmenn þarna í spítalanum og ég sótti um það starf ásamt öðrum og við fengum það. Það var ekki geðslegt starf, en þó betra en að húka niðri í skotgröfum undir stöðugri skothríð. Sjúkrastofurnar voru fjórar og það voru margir afskaplega þjáðir, sem lágu þar. Ég man eftir einum, sem var mjög nýrnaveikur og auk þess hafði hann misst fót. Hann þjáðist af þorsta, en við máttum ekki gefa honum að drekka. Hann fékk krampa eina nótt og dó. Þar var líka einn eldri maður, sem hafði særzt. Hann vildi komast heim til Þýzkalands og liggja einhvers staðar þar sem fjölskyldan gæti heimsótt hann. Ég stuðlaði að því, að þetta gæti orðið, en hann dó áður en Konstantín Eberhardt, innheimtumaður, sagði í síð- asta blaði frá uppvexti sínum í þorpinu Tating, frá heræfingum og þátttöku hans í stríðinu í Rússlandi 1915 og síðar í Frakklandi. Þar hafði hann særzt og við skildum við hann í síðasta blaði, þar sem hann lá í herspítala, meðan sárin greru. hann gæti lagt af stað. Margir höfðu fengið skot i lungu og enn fleiri sprengjubrot hingað og þangað. Það var ósköp ömurlegt, en ég var þar vaktmaður í hálfan mánuð. Ég var samt engan veginn búinn að ná mér og var alltaf hálf slappur. Þess vegna fékk ég viðbótar hvíld og var sendur á hressingarhæli, sem var þar ekki langt frá. Það hafði verið skóli og var í smábæ, sem ég man ekki lengur hvað hét. Einu sinni ákváðum við tveir, að fara á bió, þarna i bænum. Við héldum, að við mundum komast heim á hælið fyrir kl. tiu, en þá urðu allir að vera komnir inn. En nú vildi svo til, að myndin var ekki búin fyrr en klukkan eliefu. Varðmaðurinn neitaði að hleypa okkur inn, en við klifruðum yfir múrinn að húsabaki. Hann fékk einhvern pata af þvi og daginn eftir vorum við kallaðir fyrir. Við urðum að ganga fram úr röðinni og hann tilkynnti, að okkur yrði straffað með því að hreinsa kamrana og skræla kartöflur. N'ú jæja, maður var ekki svo góðu vanur, að það var ekki úr háum söðli að detta. Þegar ég var talinn hafa hreinsað nægilega marga kamra og skrælt nóg af kartöflum, var ég „látinn laus“ úr hressingarhælinu og þá var ég settur á vakt í járnbrautarstöð ásamt 20 öðrum. Það var í smábæ á landamærum 8 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.