Vikan


Vikan - 08.03.1962, Síða 10

Vikan - 08.03.1962, Síða 10
Hvað hafa stóru happdrættisvinn- ingarnir í för með sér fyrir þau hamingjusömu sem hreppa þá? Hvað á að gera, þegar maður er allt í einu heilu skipi ríkari? Selja það eða byrja á útgerð. Sumir hafa gert það, en orðið þeim dýrt spaug. Hvað mundir þú gera, ef þú fengir hæsta vinninginn f liappdrættinu? Hvað gerir fólk annars, svona yfirleitt, þegar það fær stóran vinning? Hefur það breytt lífi margra manna hcr á landi? Hefur sú breyting þá orðið til góðs — eða ills? Þessar spurningar voru að veltast fyrir okkur, og við sáum ekki fram á að nokkurt skynsamlegt svar fengist, nema fara á stúfana ... Og þá fórum við auðvitað á stúfana. En það kom fljótlega í ljós, að málið er ekki svona einfalt. Fyrst er að gera sér grein fyrir því hvað er í rauninni stór vinningur. Hvað mundir þú t.d. kalla stóran vinning? 10 þús. krónur, eða mundir ])ú ekki láta þér nægja minna en milljón, fyrr en þú ferð að tala um stóra vinninga? Eða kannski ertu eins nægjusamur eins og gamla kon- an, sem stóð inni á skrifstofu Happdrættis Háskólans. Hún hafði einmitt fengið greiddan 5 þús. króna vinning og af glettni hafði gjaldkerinn greitl lienni peningana í smáum seðlum. Svo stóð hún á miðju gólfi, fórnaði háðum höndum — fullum af peningaseðlum — og gat ekki sagt eitt einasta orð, en gleðitárin hrundu niður vanga hennar. Eða þá unga stúlkan, sem stóð á sama stað nokkru siðar og hand- fjatlaði fimmhundruð króna seðil, sem hún hafði fengið í vinning. Hún stóð lengi i sömu sporum og snéri seðlinum fyrir sér. Svo sagði hún lágt, — eins og við sjálfa sig: „Ja, svona stóran seðil hef ég nú bara aldrei séð áður. Annars voru fimm hundruð krónur í gamla daga töluvert meira en fimm hundruð krónur i dag. Það þótti mikill peningur þá. Þið sjáið það bara, að fyrst, þegar Happdrætti Háskólans byrjaði 1934, þá var hæsti vinningurinn í seinasta drætti fimmtíu þúsund krón- ur, og trúið mér, að það voru .töluvert meiri peningar en milljón- kallinn núna. Jú, ef við eigum að bera saman, þá skuluð þið bara hugsa ykkur hve stóra íbúð þið fengjuð fyrir eina milljón króna núna. Það yrði hreint ekki nein höll. Fimm—sex herbergja íbúð á góðum stað. En 1934 hefðuð þið getað keypt ykkur tveggja hæða einbýlishús á glæsi- legasta stað, með stþrri lóð, bílskúr og öllu tilheyrandi fyrir fimmtfu þúsund krónur. Annars eru ekki allir jafnheppnir, eins og þið kannizt auðvitað við, og sumir jafnvel ekki aðeins ,,ekki heppnir" heldur beinlinis óheppnir. Litum t. d. á manninn, sem var með fieiri tugi af miðum og kom til að endurnýja. Þetta var I þá daga, þegar fjórðungsmiðar voru seldir, Manninum var illa við fjórðungsmiða og vildi mikið frekar % X0 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.