Vikan


Vikan - 08.03.1962, Side 16

Vikan - 08.03.1962, Side 16
Þú hefur allt að vinna en ensu að tapa, sagði Soffía. 16 VIKAN — Þú hefur allt að vinna en engu að tapa, svaraði Soffía. Hún dvelst einmitt hérna í Miami þessa mánuð- ina; það var fyrst og fremst vegna þess, að mér datt hún í hug. Það drep- ur þig að minnsta kosti ekki að kynn- ast henni . . . — Hann kvænist aldrei, þessi gosi, fullyrti Mario. — Hugsaðu nú málið, Tony, mælti Soffía biðjandi. Ég býð henni hingað heim á morgun. Það er þá ekki neinn skaði skeður. Tony reyndi enn einu sinni að kyssa hana á hálsinn. — Hvernig væri að við reyndum að strjúka á brott saman, ástin min? — Láttu ekki svona, Tony. Mér er alvara. Ég vil allt til vinna, að þú verðir hamingjusamur. — Grenjar hún enn, sagði Mario. f Soffia bauð Ally, sem kom fram í dyrnar, góða nótt, faðmaði hann að sér og kyssti hann. Svo fylgdi Tony þeim til herbergja sinna. Þegar þau voru horfin þangað inn, hélt Ally niður stigann og út. Shirl sat uppi í gluggakistunni á herbergi sínu með krosslagða fætur og bongo- trumbuna milli hnjánna, klædd gagn- sæjum náttfötum. Ally vissi ekki hvað hann átti af sér að gera, svo hann reikaði niður í flæðarmálið og fór að kjökra. Faðir hans kom, að svipast um eftir honum, og hann reyndi að hætta að kjökra, en það gerði ein- ungis illt verra. — Hvað ertu að gera úti svona e»int? spurði Tony. Þú átt að vera háttaður og sofnaður. Og hættu að kjökra. Hann dró klútinn upp úr Vasa sínum og fékk honum, en Ally 6á á honum varalitinn og lagði hann 'til hliðar. Tony tók klútinn upp, bthugaði hann sem snöggvast og stakk honum svo aftur í vasann — Hlustaðu nú á m;g. drengur, sagði hann. Ég er enn ungur maður og hef fullan rétt á að gera að gamni minu við stúlkur, ef mig langar til. — Það er ekki það, kjokraði Ally. Þú vilt að ég fari með þeim . . . — Að þér skuli koma annað eins til iv’gar. En það er satt, að þú ert alltof magur. Þú verður að borða meira af raunverulegum mat. Græn- meti, skiiurðu? — Grænmeti er einmitt megrandi, maldaði Ally i móinn Það éta allir grænmeti, sem vilja megra sig. — Þú hefur á móti öllu, sem ég segi, sagði faðir hans. Að svo mæltu gekk hann yfir götuna, lotinn í herð- um og tók sér sæti á veröndinni, þar sem myrkast var. Andartak síðar stóð Ally við hlið honum. — Pabbi, ég meinti ekki þetta, sem ég sagði um grænmetið, mælti hann lágt. Faðir hans klappaði honum á öxl- ina. — Ég veit það, hvíslaði hann. Ally, Ally; þú hlýtur að hafa staðið bak við tré, þegar guð úthlutaði góð- um pöbbum. — Má ég þá alltaf vera hjá Þér, pabbi. Alltaf! Hann starði á föður sinn og sá, að tár stóðu í augum hans. — Hún var góð kona, hún mamma þin. Yndisieg. E’r það ekki óskiljan- legt, að hún skuli ekki hafa fengið að lifa lengur. Og hún unni þér meir en nokkru öðru í þessum líeimi . . . Þetta var í fyrsta skipti, sem Tony minntist á móður hans síðan hún var jörðuð. Og nú varð Ally það ljóst, að hann saknaði hennar ekki siður en sjálfur hann, og að þetta, samband hans við Shirl hafði ekki rtein áhrif þar á. Og hann varpaði sér í fang föður síns, sem þrýsti hortum inni- lega að sér. — Veiztu hvað, Ally, ságði hann eftir stundarþögn. Ég ,er að hugsa um að kynnast þessari konu, sem þau vilja að ég kvænist. Ef hún reyn- ist bæði ljót og leið, þá nær það ekki Jengra. — En ef hún er bæði falleg og skemmtileg? : — Það yrði dásamlegt, svaraði fað- Loks brá Tony Ally á öxl sér, reis á fætur og bar hann yfir götuna, heim að gistihúsinu, eins og blautan poka. Þeir sungu báðir háum rómi og Ally reyndi að yfirgnæfa rödd föður síns. En skyldilega þagnaði Tony og nam staöar. Ally leit upp til að sjá hvað gerzt hafði. Hann sá að Tony starði upp í gluggann, þar sem Shirl sat, sveipuð gagnsæju náttklæðunum og knúði bongotrumbuna eins og ann- ars hugar. Tony hélt áfram, en nú hvorki sungu þeir lengur né hlógu . . . ÞAÐ var ákveðið samningsatriði að frú Rogers kæmi klukkan fimm sið- degis. — Hún kemur bara til þess að sjá okkur, mig og Mario, sagði Soffía, það er eins eðlilegt og sjálfsagt og hugsazt getur. Svo kemur þú inn, Kvi kmy ndasagan MEÐ L4USA SKRUFU Myndin verSur sýnd í Trípólíbíói ir hans. Mundir þú þá hafa nokkuð á móti þvi, að ég kvæntist aftur? — Ekkl ef þú vildir þaö, svaraði Ally. — Allt í lagi. Þá er það útrætt mál. Ég segi þeim það á morgun. Og fari svo að þér lítist vel á kvenmanninn og mér lítist vel á kvenmanninn, þá — hver veit . . . En fyrir alla muni, komdu þér nú í rúmið, strákur. — En, pabbi . . . ef henni lízt nú ekki vel á þig? Tony glápti á son sinn. — Ertu ekki með öllum mjalla, strákur? Svo skellihlógu þeir báðir. Tony gerði sig líklegan til að taka duglega í lurg- inn á syni sínum, en Ally tók á rás niður i flæðarmálið. Þegar Tony var í þann veginn að ná tökum á honum, fleygði Ally sér skyndilega í sandinn fyrir fætur honum og Tony steypt- ist kollhnís í ölduna, sem reis við ströndina og fór i bólakaf. Þeir hlógu báðir, þegar hann skreiddist holdvot- ur á land og góða stund veltust þeir um í sandinum í fangbrögðum, hlógu og hlógu . . .

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.