Vikan


Vikan - 08.03.1962, Page 33

Vikan - 08.03.1962, Page 33
LÁN EÐA BÖL. Frh. hann hefði dreymt þetta númer, og ætlaði að reyna að fá það keypt. Þetta gerðum við. Nokkru síðar kemur hann aftur og segir síuar farir ekki sléttar. Eiganda miðans hefði strax grunað að hann væri líklegur lil vinnings, úr því sótt var svona fast eftir að fá hann keypt- an, og vildi ekki láta hann fyrir nokkurn mun. Jæja, sagði hann svo. Það þýðir vist ekkert að fást um það lengur. En úr því ég er annars kominn hingað, þá er víst bezt að ég kaupi einn miða hjá ykkur. Svo dregur hann blindandi ein- hvern miða úr bunka — og fær á hann stærsta vinninginn í næsta drætti!! Það er von að maður spyrji svo: Er mark á draumum ... ?“ .. er mark á draumum,“ sagði Páll H. Pálsson skrifstofustjóri Happdrættis Háskólans, er ég heim- sótti hann nokkru síðar. „Það er nú eftir því hvernig á það er litið. Það eru nokkur ár síðan að maður nokkur kom til mín og bað mig um ákveðið númer. Hann hafði dreymt það, og þóttist viss um að það kæmi upp með stóran vinning. Númerið var selt, en hann komst að þvi hver ætti það, og fór til eig- andans og falaði það af honum. Sá vitdi ekki selja, og ennþá síð- ur, þegar hann varð var við eftir- spurnina. En hinn hélt áfram að nauða á honum í iangan, langan Hma, þar til að hann gafst loksins upp — eftir tvö eða þrjú ár — og seldi draumamanni miðann, en tók miða sem hann átti í staðinn. Við næsla drátt kom stærsti vinn- ingurinn upp á iniðann sem drauma- maðurinn hafði átt, en númerið sem hann dreymdi og átti nú, kom mér vitanlega aldrei upp. Það er von að maður undrist.svo hvort mark sé takandi á draumum. Það er sjálfsagt eftir því hvernig maður ræður þá.“ — Segðu mér Páll, áður en við förum lengra: Hver fékk milljónina núna siðast ... ? „Ég mundi ekki segja þér það, þótt ég vissi það. En það vill nú svo til að við liöfum hreint enga hugmynd um það. Hann var var um sig, maðurinn sá. Hann hringdi til umboðsmannsins og sagði honum að hann ætti þennan miða, en kærði sig ekkert um að það vitnað- ist. Han bað þess vegna um að pen- ingarnir yrðu hafðir tilbúnir, þegar þeir yrðu sóttir á vissum tima. Ekki í ávísun, heldur i reiðu peningum. Þetta var að sjálfsögðu gert, og maðurinn sendi síðan lögfræðing til að sækja peningana. Hann er bund- inn þagnarheiti um það, hver mað- urinn sé.“ — Nú, svo það veit þá í raun og veru enginn hver hann er? „Við verðum að sjálfsögðu að gera ráð fyrir að umboðsmaðurinn viti ]iað, en ég hefi ekkert grennsl- aet fyrir um það.“ — Það ganga nú ýmsar sögur ... „Það gerir það alltaf. Venjulega eru það Silli og Valdi, Vilhjálmur Þór eða Sveinn Benediktsson, sem ciga að hafa fengið hæsta vinning- inn, en trúðu mór, að þvi er ekki trúandi. Maður heyrir ótrúlegustu sögur, eins og t. d. það að viss mað- ur hér í bæ hafi látið þá sögu ber- ast viljandi út, að liann liefði fengið milljónina. Það er vafalaust ekkert slor fyrir inenn, sem þurfa á láns- trausti að lialda, að það sé álitið að þeir hafi hreppl milljón krónur í happdrætti.“ — Kannski lika gott fyrir þá, sem hafa peninga undir höndum, sem þeir vilja ekki láta alm.mning vita um upprunann á, að segjast hafa fengið þá í hapþdrættinu ...? „Lík a það, en að sjálfsögðu fara þeir aldrei á bak við yfirvöldin i ])\í cfni. því allt siíkt er gefið upp.“ —O— „Ég átti m’r einskis itls von,“ sagði Steinar Gtslason járnsmiður, er Vikan átti slutt tal við hann fyr- ir skömmu. „Klukkan var líklega eitthvað niilli sex og sjö, og ég var nýköminn he:m úr vinnu og var að þvo mér, þegar Auðunn Her- mannsson hjá HAS hringdi dyra- bjöllunni. Ég þekkti liann ekkert þá, en bauð honum innfyrir ]iegar hann spurði eftir mér og kynnti sig. Nci, mér datt hreint ckkert i hug, jafnvel ])ótl hann færi að spyrja mig um happdrættismiðana mína. Framhald á bls. 35. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.