Vikan


Vikan - 02.08.1962, Qupperneq 6

Vikan - 02.08.1962, Qupperneq 6
VOLVO P 544 Séreinkenni: Tveggja dyra 5 manna fólks- bíll, heldur gamaldags i ytra útliti, en ný- tízkulegur að innan. Öryggisbelti í standard- framleiðslu. Allur virðist billinn vandaður og traustbyggður. Af ýmsum ástæðum er óhætt að mæla sérstaklega með honum fyrir islenzkar aðstæður. Að innan: Framsætin, tveir aðskildir stól- ar, sem læknir hefur teiknað, sérlega þægi- legir að sitja í, færanlegir fram og aftur, en halli á bökum ekki stillanlegur með góðu móti. Ókostur er að bökin í framsætunum læsast ekki. Aftursæti er einnig ágætt að sitja í og rúmgott er bæði i aftur- og framsætum. Ágætt er að komast inn i bilinn. Nokkuð lágt er til lofts í aftursæti, en prýðilegt í framsætum. Sólskyggni er aðeins fyrir öku- mann, en leiðinleg sparsemi að hafa ekki annað fyrir farþega í framsæti. Rúðuþurrkur eru rafmagnsdrifnar, en að- eins einn hraði. Vatnssprauta er á framrúðu og er rafmagnsdæla sem dælir vatninu upp. Hemlabúnaður: Vökvaþrýstihemlar með miklum viðnámsfleti, léttir í ástigi og virka vel. Handhemill er vel staðsettur á milli fram- sætanna, virkar á bæði afturhjól. Heldur er hann þungur i átaki, sérlega fyrir kvenfólk. Farangursrými er að aftan, í meðallagi stórt en rúmar vel. Einnig er stór hilla aftan Lwz-__ . . við aftursætið sem þægilegt er að geta lagt ýmislegt smávegis á. Fjöðrun: Gormar að aftan og framan. Fjöðrunin góð og demparar taka bæði slög. Aksturseiginleikar eru góðir. Bíllinn ligg- ur vel á vegi á miklum hraða, er viðbragðs- fljótur en gæti verið betri ef við ættum kost á betra benzíni, þar sem þjöppunarhlutfallið er 8,5:1 í vélinni. Áður en yfirbyggingin er máluð hjá verk- smiðjunni er hún böðuð upp að gluggum með fosfatböðun, sem á að ryðverja hana. Tæknilegar upplýsingar: Vélin er 4 strokka, 4 gengis toppventlavél, 75 hö við 4500 sn/m, vatnskæld og er staðsett framan í bílnum. g VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.