Vikan


Vikan - 02.08.1962, Qupperneq 7

Vikan - 02.08.1962, Qupperneq 7
Girkassi: 3 girar áfram allir syncroniser- aðir. Rafkerfi 12 volta. Breidd 1.59 og þyngd 960 kg. Hjólbarðastærð 590x15. Verð með miðstöð, öryggisbeltum, vatns- sprautu á framrúðu og aurhlífum er kr. 159.540,00. Umboð: Gunnar Ásgeirsson h.f., Suður- landsbraut 16. Gangverð á sams konar notuðum bilum ár- gerð 1961 ca. 140 þús. kr., 1960 ca. 125 þús., 1959 ca. 100—110 þús. kr. En ekki virðist vera mikið af þeim á markaðnum. ★ Norðurpól, 1. ágúst 1962. Kæri Brandur. Mér skilst á bréfi þinu, hinu siðasta, að þú ger- ir nú allt f einu greinarmun á þvi fólki, sem flytur alfarið til annarra landa og yfirgefur ættjörð sína og þeirra, sem leita sér frama og fræðslu með öðrum þjóðum, en koma svo heim og taka til starfa tvíefldir. Þarna er ég þér al- gjörlega sammála. En þetta gerðir þú ekki, þegar þú minntist fyrst á utanferðir. Þú lýstir þvi bein- línis yfir, að þú værir að hugsa um að flytja alfarinn burt, — og út frá þvi sjónarmiði var svar mitt gefið. Þú talar um, að ég hafi sagt sögu af mannræfli, en undantekningin er þó eitt dæmi — og þvi miður þekki ég fleiri dæmi. Eitt sinn var ég um borð i islenzku skipi i er- lendri höfn. Eitt kvöldið kom margt gesta i skipið úr landi — og flestir voru það íslendingar búsettir ytra. Allt i einu kom ég auga á mann, sem ég hafði þekkt vel hérna heima. Hann sneri baki við mér og ég kallaði: „Þórður“. Mér fannst eins og maðurinn stirðnaði. Hann sneri sér hægt að mér, brosti ekki, en kom, rétti mér höndina og sagði: „Ég heiti ekki Þórður, ég heiti John Galton“. — „Hver andskotinn“, varð mér að orði. „Ertu orðinn of góður til að bera þitt gamla og rammislenzka Þórðarnafn?“ — „Ég hef komið mér vel fyrir hér“, svaraði hann, „ég hef losað mig við músarholusjónarmiðin úr Reykjavík, ég þarf ekki á íslandi að halda“. — Svo gekk hann burt, skömmin á honum, enda hafði ég ekki meira við hann að tala og heils- aði honum heldur ekki, þó að ég rækist á hann. Þetta er aðeins annað dæmi. En þau eru fleiri .. Um endurnýjun islenzkrar tungu í sambandi við gjörbreytta lifnaðarhætti og landnám tækn- innar þurfum við ekki framar að tala, því að við erum sammála og raunar tók ég allt fram í síðasta bréfi mínu um það atriði, sem ég hef fram að færa. Og þá kem ég að smásagnaskortinum. Þú seg- ir að það sé mikil kreppa 1 islenzkri smásagna- gerð og þetta hefur mér lengi verið ljóst. Ég get hins vegar ekki gert mér fulla grein fyrir því af hverju þetta stafar. Ég hef verið að spyrja sjálfan mig um það, hvað geti valdið þessu. Ég held, að aðalástæðan sé sú, að draum- urinn sé búinn. Ég á við það, að við hrærumst of mikið i dagsins önn, okkur skortir hina heilögu glóð. Við elskum ekki heitt og hötum ekki af heilum huga. Við eigum ekki hugsjónir, sem við viljum fórna okkur fyrir. Kaupstreita, gróðahyggja, setur svip á daglegt lif okkar. Róm- antikin er vesöl og vanmegnug í hugum okkar. Þarna held ég að undirrótina sé að finna. En ég vil af þessu tilefni spyrja þig: Er ekki sömu niðurlæginguna að finna i skáldsagnagerðinni i heild? Mér finnst það. Höfundarnir virðast alltaf vera að leita að hinu abstrakta. í smá- sagnagerðinni kemur það fram, er þeir remb- ast eins og rjúpan við staurinn við að vera sem frumlegastir, en það leiðir þá frá lífinu sjálfu, frumstæðu og hráu en þó með sína glæstu drauma blundandi undir yfirborðinu. Það er alveg víst, að ef söguefnið er sótt i lífið sjálft, þá getur orðið úr þvi perla. Ef við hins vegar sjálfir erum alltaf að reyna að búa til eitthvað án þess að vita hver grunnurinn er, án þess að þekkja jarðveginn, þá verður úr þvi gerviperla, eða hvað á ég að kalla það. Ég vona að þú skilj- ir hvað ég á við. — Hefur þú tekið eftir því, hvernig Halldór Laxness reynir að afla sér efn- is úr fortiðinni? Hann hefur verið þar lengi undanfarið. Hann hefur hins vegar síðan hann fékk Nobelsverðlaunin leitað til leikrænnar túlkunar, sem hann getur ekki, sem hann veld- Framhald á bls. 42. r*4- fi Eru endingargóðir og mjúkir f akstri Flestar stærðir f/rirliggjandi Söluumboð: H j ólbarðaverkstæðið HRAUNHOLT við Miklatorg. - Sími 10300. Einkaumboð: GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16. - Sími 35200. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.