Vikan


Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 29
TALISMAN Framhald af bls. 9. ekki fyrir l)orð. Þrátt fyrir nátt- myrkrið og hríðina, sást að skammt var upp í grýtta fjöruna og ekki gátu menn kennt, hvar þeir voru, hvar skipið hafði strandað. Það var öllurn ljóst, að i land urðu jreir að komast, livi skipið mundi ekki haldast lengi við á þess- um stað, því það gat hrotnað á hverri stundu. — O — Þorsteinn Jónsson, stýrimaður, var mikið hraustmenni, og góður sundmaður. Hann bauðst til að reyna að synda með línu í land. Var bundið um hann traust band og svo stakk hann sér í hafið. Þorsteinn gerði þrjár ti'raunir til að reyna að synda i land, en þær mistókust allar. Útsogið kastaði honum ailtaf til baka. Hann var orðinn injög þrekaður, þegar ]>eir höluðu hann aftur inn á þilfarið. Næst kom mönnum það til liug- ar, að reyna að setja út skipshát- inn, sem var bundinn niður á ])il- farið. Hann var óbrotinn með öllu.^ Það gekk heldur ekki vel. Þegar hann var kominn í sjóinn, þá kom ólag og hrifsaði liann úr höndum mannanna og bar hann upp í fjöru. Lá við sjálft, að slys yrði á mönnum við þær aðgerðir. Nú voru góð ráð dýr. Helzt var það, að reyna að saga framsigluna úr skútunni og reyna að fleyta sér upp á henni. Þegar þeir höfðu lokið við að saga inn í mitt siglutréð, þá reið ólag yfir og braut sigluna i sagarsárið og féll hún i sjóinn, en hékk við skipið á reiðanum. Þar ineð var sú björgunarvon úr sög- unni líka. — O — Skipverjar höfðu nú engin ráð lengur. Skipstjóri reyndi að stilla þá með því að segja þeim, að úr myndi rætast á fjörunni, því nú væri að falla út. Það reyndist þó hið gagnstæða. Menn þjöppuðu sér saraan á afturskipinu, sem hæst bar og liorfðu á ólögin steypa sér yfir. Kviðafull augu horfðu út i nátt- myrkrið og bylinn, þangað, sem enga hjálp var að finna og ömur- legur drungi settist að i brjósti þeirra 16 manna um borð i Talis- man. Svo lauk þessum ójafna leik. Hrikalegt ólag hóf sig í garðinum og bar við himin og svo hrundi skaflinn yfir skipið veika og menn- ina sextán. Talisman var ekki leng- ur til. Á þilfarinu sundurgliðnuðu voru engir menn lengur, það var autt. Siglutréð hafði slitnað frá og við það lléngil fimm menn. Svo slysa- lc-ga vildi til, að þegar siglutréð kenndi grunns i fjörunni, þá gátir aðeins fjórir mannanna staulazt upp, sá fimmti var fastur og gat sig ekki losað. Tveir menn aðrir höfðu flotið í land á einhverju braki og einum hafði sjórinn skolað á land. Þeir voru því alls sjö, sem á land komust. Nú voru góð ráð dýr. Skipshöfnin hafði ekki minnstu hugmynd um, hvar hún var niðurkomin. Flestir héldu, að þeir væru staddir einhvers staðar undir Grænuhlíð, eða á utan- verðum Rit. Enda kom það heim, við^ vitaljósið, sem þeir sáu. Meðal þeirra, sem í land komust, var Mikael skipstjóri. Hann var mjög þrekaður orðinn. Hann ásamt fjórum skipverjum, varð eftir á DENIM Þær líta hann hýru auga, því buxurnar fara vel. NVLON STYRKT V0[R FRAMLEIÐSLA strandstað, en þrir hófu gönguna til byggða. — O — Það þarf ekki orðum að eyða að því hér, að ólánið hafði elt þetta skip, Talisman, og skipverjana 16 á röndum allt frá því, er þeir lögðu af stað frá Hrisey i þessa ömurlegu ferð. Þó ekki hafi nú verið á þeirra raunir bætandi, þá má segja, að það versta hafi verið eftir, þegar þeir stóðu sjö saman í eyðilegri fjörunni ofan við strandið, þvi að þeir höfðu getið sér rangt til um strandstaðinn. Ef þeir hefðu lialdið i norður, hefðu þeir fljótlega komizt til byggða i Súgandafirði, þar sem Staður heit- ir, þvi beitarhús voru ekki langt frá strandstaðnum, en þeir héldu i suðurátt og þar með höfðu þeir dæmt sig i dauðann. Til beitarhús- anna var aðeins hálftima ferð, en til byggðar í Önundarfirði var langur vegur. Nú skal farið fljótt yfir sögu. Árla á laugardag, er maður nokkur, Hin- rik Guðmundsson að nafni, er var fjármaður lijá Kristjáni Torfasyni á Sólbakka í Önundarfirði, var að svipast um eftir fé, sem tapazt liafði í byl á föstudagsmorgni, var ennþá blindbylur og á að gizka 10 stiga frost. Hinrik fjármaður hélt út fjörur, því veður ior heldur batnandi. Þeg- ar hann kom út undir, þar sem Sauðanes lieitir, hvar hamrabelti ná alveg niður undir sjó, bregður hon- um í brún, þegar hann mætir allt i einu stórvöxnum sjóklæddum manni. Þar var þá kominn Einar Guðbjartsson, sá skipbrotsmanna, er lengst hafði borizt. Einar var, sem von var, mjög kaldur en hresstist, þegar fjármaður hafði haft við hann sokkaskipti og gefið honum af nesti sinu. Einar sagði honum nú tiðind- in af afdrifum Talisman og hinum sjö félögum, sem á land höfðu kom- izt. Hinrik fjármanni leizt það mundu bezt, að leita hjálpar i hyggð og fylgdi hann Einari til ver- húðar á Kláfeyri, en hún var mann- laus. Brutu þeir upp búðina og þar beið Einar, unz Hinrik kæmi til haka með liðsafla. Þegar hann hafði gengið nokkurn spöl, mætti hann þeim Páli Hallbjarnarsyni frá Súg- andafirði, og Iíristjáni Kristjánssyni frá Flateyri. Sagði hann þeim tíð- indin og varð að ráði, að Hinrik hélt áfram ferðinni til Flateyrar, til að fá liðsafla, en þeir Páll og Hallbjörn héldu til hjálpar þeim, er vera kynni, að þeir gætu hjálpað. Þeir hittu Ein- ar i verbúðinni og var hann hinn hressasti eftir atvikum. Síðan héldu þeir áfram ferðinni og liður ekki á löngu, unz þeir ganga fram á þá félagana Arinbjörn, .Takob og Jó- hann. Þeir félagar voru mjög þrotn- ir kröftum, sérstaklega Jóhann, en þeir hjörnuðu við og mögnuðust af þrótti, þegar þeir sáu, að úr var að rætast og kváðust mundu halda áfram, en þeir Páll og Kristján liéldu áfram ferðinni, þvi fleiri gátu ver- ið á leiðinni, sem frekar þyrftu hjálpar við. Skömmu seinna gengu þeir fram á vélamanninn, þar sem hann hafði örmagnazt og lézt hann i höndunum á þeim, án þess að nokkuð yrði að gert. Grófu þeir liann í fönn og gerðu inerki við staðinn. Iúk Mikaels skipstjóra fundu þeir þar skammt frá og virt- ist hann vera látinn fyrir langri stund. Lík hinna fundust svo á strandstaðnum, dreifð um kletta og sker. — O — Þegar þessi válegu tiðindi bár- ust til FTateyrar, var farið á mót- orbát á strandstaðinn og þeir fjórir menn, sem lifandi voru, voru tekn- ir um borð í bátinn og fluttir til Flateyrar, þar sem þeirra beið hjúkrun og hlý rúm. Hresstust þeir allir við og klæddust fljótlega, nema Jóhann, sem lá eina viku. Lík hinna fundust öll og voru þrjú grafin í Önundarfirði, en niu í Súgandafirði. Lýkur þar með að segja frá síðustu ferð Talisman. — O — Þeim, sem til þekkja, er ljóst, að ógæfan stafaði fyrst og fremst af því, að skipverjar liöfðu villzt á vit- unum. Haldið Keflavikurvitann (Galtarvita) vcra Straumnesvita. Þetta er saga mikilla örlaga og ó- hamingju, saga um miklar hetjudáð- ir íslenzkra sjómanna og ósigur í liarðri lífsbaráttu. Jónas Guðmundsson, stýrimaður. Þeir, sem fórust voru þessir: Mikacl Gnðmundsson, skipstjóri, Ak- ureyri, kvæntur og átti 3 börn. Þorsteinn Jónsson frá Grlmsnesi, stýrimaður, ókv. Stefán Árnason, vélainaður, Akur- eyri, kvæntur og átti 5 hörn. Stefán Jóhannesson frá Nunnuhóli, ókvæntur. Sæmundur Friðriksson frá Holti, kvæntur og átti 4 börn. Benedikt Jónsson frá Akureyri, kv. og átti 4 börn. Sigurður Þorkelsson frá Siglufirði, ókvæntur. Jóh. Jóhannesson frá Kúgili, ókv. Ásgeir Sigurðsson frá Akureyri, unglingspiltur. Bjarni Emilsson, Hjalteyri, unglings- piltur. Gunnar Vigfússon frá Siglufirði, unglingspiltur. Sigtryggur Daviðsson, Dalvfk, kv. og átti 3 börn. Þessir komust lífs af: . Einar Guðbjartsson, Grénivík. Jóhannes Sigvaldason, Byrgi. Jakob Einarsson, Akureyri. Arinbjörn Árnason, Skriðulandi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.