Vikan


Vikan - 30.08.1962, Side 9

Vikan - 30.08.1962, Side 9
í Hveragerði með mannvirkjum Gísla. Meira að segja gatan er rennislétt. þeim gremjist, aö ég skuli geta þaS sem þcir geta ekki? Ég bauð um daginn 15 milljón mörk með mjög hagstæðum vaxtakjörum, en það var ekki þegið. Það er svo margt, sem liggur opið fyrir að gera og væri búið að gera fyrir löngu, ef þessir andstyggðar skarfar væru ekki til fyrirstöðu. Ég hef sagt þeim það fyrir löngu, að það eigi að gera almennilega höfn i Þor- lákshöfn. Egill í Sigtúnum, einn merkasti mað- ur þessarar aldar á íslandi, vakti fyrstur manna athygli mína á þessu framfaramáli og þykir mér vænt um að hafa fengið tækifæri til ])ess að vinna nokkuð að framgangi þess. Framtíðar- höfn fyrir Suðurland og nægiléga stóra fyrir olíuskip. Svo vil ég láta leggja leiðslur upp á Selfoss og dæla olíunni þangað. Og byggja brú yfir Ölfusá í Óseyrarnesi, auðvitað. Hér er pláss fyrir stóriðju. Ekki stóriðju á heimsmæli- kvárða, en stóriðju á islenzkan mælikvarða. Ég vil taka það fram, að ég er alls ekki hlynntur risafyrirtækjum á útiendan mælikvarða hér á íslandi — Hvað gætum við fram’eitt auk sjávar- afurða? — Við höfum vikurinn austur í Rangárvalla- sýslu, flytjum hann út í Þorlákshöfn og setjum upp steinasteypu sem um múnar. Stórfélldan útflutning á vikursteini skal ég segja yður. Og það er grátlegt að flytja út eina einustu gæru óunna. Það á að setja upp eina stóra sútunar- verksmiðju og gera úr þeim góða gjaldeyrisvöru. Það ætti Sambandið að gera. Að maður tali nú ekki um ullina. Ekki einn lagður af henni má fara óunninn út úr landinu. Ullin er gæðavara og íslenzkt prjónles er eftirsótt. Svona er þetta á öllum sviðum. Við höfum tli dæmis cinstæða möguleika fyrir loðdýrarækt. Við tökum Gríms- c.y undir loðdýrarækt og ræktum beztu loðskinn i heiminum. Þetta er allt hægt að gera og meira að segja fremur auðvelt. Ég hef margsagt þeiiu af, þessu, en það cr að tala fyrir lokuðum eyrum. Vonandi koma bráðum nýir menn til forystu og ]>á verður gaman að lifa. — Það er tæpast að ég trúi þessu. Mér finnst, að þér ættuð að framkvæma eitthvað af þessu til þess að sýna þcim svart á hvítu ... — Nú, hvað haldið þér, að ég liafi gert. Hvað haldið þér að þetta sé liér i Hveragerði. Ef maður biði alltaf eftir leyfum þá væri ekker* af ])essu sem hér er. Sannleikurinn er sá, að oft tekur það lengri tíma að fá ieyfi lil ]>ess að framkvæma heldur en framkvæmdin sjátf. Grasflatirnar kringum lnisin eru cins og í sögu .lónasar Hallgrimssonar, „Þegar drottn- ingin á Englandi fór að hcimsækja kónginn i Frakklandi" og kvenfólkið varð að beygja sig í hnjáliðunum vegna þess að völhirinn var svo spegilsléttur. Þetta er svo ólíkt flestu sambæri- iegu hér á íslandi og þegar borið er saman við ' Framhald á bls. 42. Til vinstri: Tilraunastarfsemi Gísla í Hveragerði er m. a. fólgin í því að breyta „tíma“ á rósaafbrigðum. Að neðan: Gísli ásamt konu sinni, Helgu Björns- dóttur, á heimili þeirra í Hvera- VIKAM 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.