Vikan


Vikan - 30.08.1962, Qupperneq 10

Vikan - 30.08.1962, Qupperneq 10
Dagurmn hafði verið ánægjuiegur. eð.i var það ekki? Á mitli þeirra var eitthvað, sem var tært eins og krystall og hart eins og stál. Ferskur vindurinn kom Hildu til a? hugsa um Ricky. Vikum saman gat hún verið svo nið- ursokkin í sitt eigið líl' og annir |)ess, að hann væri aðeins viðkvæm endurminning dýpst í undirvitundinni. En snögglega gat eitt eða ann- að vakið til lffsins sætbeiskar ljylgjur el' end- urminningum. Eins og til dæmis þennan heið- skíra dag, þar sem hún get k eftir veginum og hélt á græna hattinum sínum í hendinni. Hún gat næstum séð hann ganga við hlið sér, augu lians tindruðu af lífsgleði og Iíkdminn hallaðist örlítið framávið mót vindinum. Svo skær og ung höfðu augu hans verið. Hann hafði elskað vindinn, sérstaklega uppi á Box Hill. Hún minntist eins dags, þegar vind- urinn hafði næstum feykt þeim um koll. — Heyrðu! hafði hann kallað. — Finndti hvað hann blæs! — Þú hefðir ekki svona gaman af vindinum, ef þú hefðir hár og pils, sem hann blési upp, hafði hún sagt. — En það er það, sem er svo fallegt. Það fær- ir þig nær uppruna þínum. Og hann ltafði vafið hana sterkum og ungum örmum sinum. Og þau höfðu leitt og kysst hvort annað þarna uppi á Box HiLl og verið eins tryllt og vindurinn. — Ég vona... .vona að ég íifi þar til eg verð hundrað ára. Ég elska þig svo takmarkalaust og meðalmannsævi nægir mér ekki, hafði húo hróp- að upp yfir sig. 10 VIKAN Skildu drauginn eftir — Hundrað ára? Fólk er gamalt, gráhært og hrukkótt, þegar það er hundrað ára. En þú átt alltaf að vera ung, alveg eins og í dag....með úfið hárið. Lofaðu mér því, að þú skulir alltaf vera eins og þú ert núna. Og hún hafði lofað því. Og þarna uppi á stormasamri hæðinni höfðu þau bæði trúað á það, því að fyrir æskufólki er ellin nokkuð, sem er algjörlega fyrir utan þeirra skilningssvið. Hún yrði ávallt þessi unga stúlka með vindbarið hárið og hann þessi fráneygði piltur. Nú, þegar hún var orðin tuttugu og sex ára og ráðsettari, reyndi hún að leita sömu tilfinn- inga eins og éður. Vindurinn blés til hennar, en hún hafði glatað hæfileikanum að gleðjast yfir því. Nú var hann henni til ama. Eitthvað af hinni fyrri lífsgleði var horfið. Þau höfðu verið of ung til að gifta sig, höfðu foreldrarnir sagt. Svo fór hann til Kóreu, en áður hafði liann látið hring með öriitlum dem- antssteini i á fingur hennar. Það var uppi á Box Hill. — !':g skal skrifa þér á hverjum degi, lofaði hún. — Og ég bíð eftir þér. Og þau höfðu horft og horft hvort á annað. — Ég vil muna eftir öllu, hafði hann hvfslað. — Hverri einustu freknu. — Ég líka, hafði hún sagt, en innst inni hafði hún verið svo hrædd og skelkuð, að hún sá ekk- ert annað en augu lians, svo bU og svo skær, og svo hnuggin yfir að þurfa að skilja við hana. Hann hafði verið svo ungur, svo hræðilega ungur og viðkvæmur. Og þannig dó hann, enn ungur og enn viðkvæmur. Allt var þrifið frá honum i ægilegum hraða styrjaldarinnar. Það var svo langt síðan, meira en átta ár, en í hvert skipti, sem vindurinn blés svona til hennar,, minntist hún hans. Snörp vindhviða feykti hattinum a‘f höfði hennar og sendi hann niður eftir veginum. Hún liljóp á eftir honum, ef hann færi nú út á göt- una... .Langur handleggur beygði sig niður og greip um hann. — Ó, þúsund þakkir, sagði hún lafmóð, þegar hún náði þangað. — Ég vona, að hann hafi ekki eyðilagzt, sagði ungi maðurinn. — Eru blómin að detta af? — Nei, nei. Þau eiga að vera svona. — Jæja. Hann stóð alvarlegur og horfði á, hvernig hún setti á sig græna liattinn. — ÞeRa er fallegt, sagði hann allt í einu. — Það er sami litur á honum og augunum. Hann lyfti hatti sinum, brosti og gekk leiðar sinnar. Og Hilda gekk áfram og hélt höndinni um hatt- inn. — Og það var skritið, hugsaði hún, — ég veit ekki, hvernig hann litur úr, nema að augu hans voru grá. — Ef augun eru græn eins og hatturinn, hlýt- ur það að vera sama stúlkan. Röddin fyrir aftan hana var diúp og glaðleg og hlý. Ililda lcit við

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.