Vikan


Vikan - 30.08.1962, Síða 12

Vikan - 30.08.1962, Síða 12
HVAÐ KOSTAR LJOSMYND AIÐJ A? MINNSTI KOSTNAÐUR: Ljósmyndavél (6x6 eSa 6x9) . kr. 257 til 500 Kópíubox........................... — 100 Framkallaratankur...................— 168 Þrir litlir bakkar ................ — 120 Kópíupappír, 500 stk. á kr. 30 per. 100 stk.............................— 150 50 stk. filmur á kr. 25 pr. stk..— 1.250 Fixer (6 1. á 15 kr. pr. 1.) ...... — 90 Framkallari fyrir 100 filmur.....— 350 Pappírsframkallari fyrir ca. 750 myndir .............................— 100 Vinnuljós (2 perur á 30 kr. stk.) .. — 60 3 tengur á kr. 25 stk...............— 75 Samtals kr. 2.963 FULLKOMINN ÚTBÚNAÐUR: Canon Flex sett: Vél/taska .... kr. 11.700 Vfðlinsa .... — 4.700 Aðdr.linsa 100 mm — 5.600 Aðdr.linsa 200 mm — 6.800 Filtersett .... — 1.768 2 nærlinsur .. — 890 EilífSarflash — 3.000 Fótur — 2.000 Samtals kr. 36.458 Stækkari (35 nim) ............ kr. 4.000 til 10.000 Þurrkari ....................... — 700 — 2.000 Ljósmælir....................... — 400 — 1.200 Bakkar og tankar .............. uin kr. 1.600 Pappír, fi'.mur, fixer, framk. 1 ár — 1.000 — 5.000 Samtals kr. 44.150 til 56.258 Meöaltal kr. 50.208 Allir, sem geta á annað borð ýtl á takka, geta tekið ljósmyndir, enda er það undantekning ef maður á ferðalagi er ekki með einhvers konar ljós- myndavél með sér. Oftast taka menn samt myndir aðeins til þess að eiga einhverja endurminningu úr ferðalaginu, til að eiga mynd af fjölskyldunni i familiualbúminu, eða bara til þess að sýna, að þeir eigi myndavél. Slíkt er ekki áhugaljósmyndun. Oftast gera menn þetta af illri nauðsyn eða af því að þeir halda, að það hljóti að vera garnan að þessu. Svo senda þeir flimuna lil að láta framkalla hana og panta „eina kopiu af öllum þeim myndum, sem hafa tekizt sæmilega“. Siðan borga þeir reikninginn — og henda myndunum ofan í skúffu. Þeir, sem stunda áhugaljósmyndun, vita að sjálf myndatakan er i raun og veru aukaatriði, þótt hún sé grundvöllurinn að myndinni og verði að fram- kvæmast eins vel og mögulegt er. Framköllun film- unnar er einföld og það getur hver maður gert, sem þekkir á klukku og getur keypt sér áhöld til þess fyrir nokkur hundruð krónur. Það er heldur ekkert gaman, en er nauðsynlegur lykitl að allri ánægj- unni, sem á eftir kemur, auk þess að það veitir manni sjálfstraust og þægilega tilfinningu yfir að skapa myndirnar sjálfur að öllu leyti. Framhald á bls. 34. Okkur þótti myndirnar hér til hægri gefa góða hug- C> mynd um það, hve inargar leiðir ljósmyndarinn getur valið urn, þegar hann vinnur úr myndum sínum. Þetta er reyndar sama myndin, mismun- andi mikið stækkuð, tekin eftir frumsýninguna á My Fair Lady al' þeim bræðrum Vilhjálmi Þ. Gísla- syni, útvarpsstjóra, og Gylfa Þ. Gíslasyni, ráðherra. Um leið og smel t var af, gekk maður í veg fyrir vélina, svo myndin misheppnaðist — og þó! Þegar filman var framkölluð, kom í ljós, að útvarpsstjóri hafði gjcrsam’ega „fallið í skuggann" og höfuðið sást aðeins sem óljós blettur á filmunni. Ljósmynd- arinn tók þá það til bragðs að stækka upp blett- inn með þessum skemmtilega árangri. Myndirnar gerði Guðmundur Karlsson blaðamaður............

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.