Vikan


Vikan - 30.08.1962, Side 18

Vikan - 30.08.1962, Side 18
Ævisaga Alberts Schröders væri hressilegt efni í kvikm/nd. Það er saga um ósköp venju- legan mann, enga hetju, og hetju þó, því hann hætti lífi sínu vegna þess að hann fékk ekki af sér að taka þátt í ódæðisverkum nazista í fengelsinu í Grini. Fanffavörðurinn í Grini, Albert Schröder, iengst til vinstri, ásamt ncrskum föngum. Norðmenn kannast margir 'við ÞjóSverjann Albert Schröder undir nafninu „skó- smiðurinn í Grini“. Þessa nafnbót fékk hann í striðinu, og síðan hefur hún ein- hvern veginn loðað við liann. Hins vegar var Schröder aldrei skósmiður f Grini- fangelsinu, heldur lögregluforingi þar. Hlutverk iians var að koma á friði og spekt i Grinifangelsi i anda Gestapo og Öryggislögreglunnar. í dag býr Albert Schröder í stúdentabænum í Sogni. Fyrir utan rauða múrsteina- húsið hans stendur billinn hans — blár Volks’wagen. Þennan bíl fékk Schröder að gjöf frá ónafngreindum Norðmanni, skömmu fyrir jól. 'Schröder fékk einnig álit- lega fjárfúlgu um jólaleytið. Frá Vcstur-Þýzkalandi komu 300 þýzk mörk frá fólki, sem hann kannaðist alls ekki við. Auk þess fékk hann um 1500 krónur frá Norð- mönnum, sem höfðu þekkt hann, cr beir voru innan múra Grinifangelsisins. Það er vissulega undantekning, ef fangar frá striðsárunum senda fyrrverandi fangavörðum sínum gjafir, jafnvel löngu eftir að þeir eru sloppnir úr prísundinni. En Albert Schröder er líka undantekning. í revndinni er hann ósköp venjutegur vinnulúinn maður, farinn að grána i vönsum. Undantekningin er fólgin í þvi, að hann er alltof mannlegur, til bess að h'ýðnast ómann'egum skipunum. Albert Schröder er frá austur-þýzka bænum Halle, þar sem hann fæddist fyrir 61 ári. Hann var foreldralaus, svo að hann ólst upp á barnaheimili. jSíðan fór hann í alþýðuskóla og loks í skósiníðalæri. var hvi næsf sendur á vígstöðvarnar, þá korn- ungur, slapp heill á húfi frá heimsstyrjö1dinni fyrri. og hélt svo náminu áfram. Hann naut þess að lesa og átti þá ósk heitasta að verða eitthvað annað en skósmíð- ur, en hann hafði sízt efni til náms. Einkum hafði hann yndi af þvi að lesa bækur Fallada og Remearque. „Þegar Hitler komst til valda, vissi ég. að hann var þorpari. Hvað olli því ann- ars að hann bannaði bók Remarques ..Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum“? Adolf hlaut að vita það sem gamall hermaður, að bókin var raunsönn". Þannig skýrir Schröder tortryggni sína i garð nazista allt frá byrjun. í annarri heimsstyrjöldinni var hann kallaður i varalögregluna. í fyrstu varð lítil breyting á högum hans, því að lögreglan þurfti skósmiðs við. En eftir mann- fallið mikla við Stalingrad kom upp mikil mannekla, og árið 1943 var Schröder sendur iil Noregs með lögreglusveit, sem í voru yfirleitt uppgjafahermenn. Alhert Schröder hafði alltaf haft löngun til þess að komast utan. Hann vildi kom- ast i nýtt andrúmsloft og kynnast nýjum viðliorfum. og hann vonaði, að hvarvetna myndi hann rekasi á fólk, sem hann ætti samleið með. T mörg ár hafði hann lesið esperanto, til þess að geta geri sig skiljanlegan erlendis. Schröder var i fyrstu yfirvagtstjóri í fanaabúðuniim í Falstad. Ennfremur var hann iíðuni sendur bæði til Vo'lan og Þrándheims. BAK VIÐ GADDAVÍIt OG MÚRA. Hann var auðvitað pkunnugur fangabúðum, og ofl hafði hann velt því fyrir sér, hvernig 1 þeim væri umhorfs. Nolkrir vinir hans höfðu horfið, þegar árið 1933, og hann hafði heyrt orðróm — nokkur orð, hvísluð að honurn með flóttalegu augnaráði —um það, hvað væri á seyði bak við hinar háu gaddavírsgirðingar, „Þetta getur ekki gengið“, sagði Albert Sclu öder einfaldlega, þegar hann I fyrsta skipti kynntist þessu nánar. Flestir hinna gömlu lögreghimanna voru beztu karlar, sem áttu oft vingott við fangana og bentu þeim góðfúslega á nokkra svarta sauði meðal lögreglumannanna — kaldrifjaða nazista. En Schröder lét sér ekki slíkt nægja. Hann þverbraut ýmsar settar reglur. Á næturnar læddist hann inn í klefann til hinna þrautpíndu fanga, gaf þeim vatn og mat og reyndi að lina þjáningar þcirra og binda um sár þeirra. Hann tók ríkan þátt í pakkasmygli, sendi föngunum skitaboð og upplífgandi frétt- ir. Schröder rétti ávajllt fram höndina, cf einhver þurfH stuðnings við. Hann hafði lítið gagn af kunnálíu sinni í esperanto. Margir fanganna kunnu þýzku, og ósk hans um það að ræða um menn og málafni í ókunnu iandi, rættist þarna sannarlega. En Albert Schröder var ekki lengi í Falstad. Mönnum — þ.e.a.s. nazistum — ieizt hreint ekki á yfirvarðstjóra, sem ekki gat fengið af sér að atyrða fangana og fór með 18 VJK4N

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.