Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 39
Rennibraut til vítis Framhald af bls. 23. Síðar var allt hverfifS nefnt þessu nafni, og siðar hafa önnur hverfi i öðrum borgum verið kölluð Skid Row. Ef sagt er um einhvern, að hann sé á „Skid Row“, þá þýðir. það, að hann sé raunverulega lif- andi dauður, dottinn ofan i dýpsta brunn drykkjuskapar óg ómennsku þessa heims. Fyrir skömmu lá leið mín um þessa umtöluðu götu, er ég var í boði Loftleiða i New York. Ég fór þar um ásamt nokkrum flugmönnum, sem flugu vélinni út. Loftleiðir lögðu okkur til bifreið og dökkan bílstjóra, og þegar talið barst að þessu hverfi — af einhverjum ó- kunnum ástæðum — þá spurði ég hvort við værum langt frá þeim stað. Sá dökki sagði, að þangað væri ekki langt að fara, og þá bað ég hann blessaðan að aka þar um. Hann reyndi fyrst að telja mér hughvarf, því hann sagði að hverfið væri frægt íyrir alls konar hryðju- verk og óknytti, — betl, þjófnað, morð, slagsmál og hver-veit-hvað. En ég hélt fast á málinu, og þegar ferðafélagar minir fullyrtu, að þeir mundu allir standa saman sem einn og verjast hvers konar ófögnuði með höndum og fótum, þá lét hann loks til leiðast. Litlu síðar ókum við um „The Bowery“, þessa frægu götu. Gatan er breið á okkar mælikvarða, en ó- snyrtileg. Húsin eru gömul og illa við haldið, og mörg þeirra hálfrifin niður, því það mun vera áformað að rifa hverfið til grunna og byggja að nýju. í öðru hverju húsi eru vinsjoppur, „matsöluhús“ og gististaðir, sem inn- fæddir kalla flóabæli, en þar mun vera hægt að fá dýnu til umráða yf- ir nóttina fyrir örfáar krónur. Þeir, sem hafa ráð á því, sofa þar, en aðrir bara úti í húsagarði eða ann- ars staðar, þar sem þeir detta nið- ur. Umferð er tiltölulega lítil um göt- una, og þá helzt af drukknum vesa- lingum, bæði hvítum og svörtum, — bó meira svörtum. Við stönzuðum við breið gatnamót og gengum út. Á gangstéttinni lá negri upp við hús-J»j vegg og steinsvaf, sýnilega útúr-‘ drukkinn. Menn gengu i boga fram- hjá honum eða klofuðu yfir hann, þvi þetta var algeng sjón. Skammt frá sátu tveir negrar flötum bein- um, og virtust ekkert taka eftir því, sem fram fór, þvi þeir voru sýni- lega í djúpri vímu. í kring um þá lágu fötin utan af þeim, tóm flaska og fleira smávegis, sem engum hef- ur þótt fengur í, þvi annars hefði þvi vafalaust verið stolið. Hinum megin við götuna sýndist mér maður sitja á stéttini, en við hlið hans var stór hleri redstur upp við húsvegginn og skýldi honum fyr- ir sólinni. Þegar ég gekk nær með myndavélina, brosti hann til mín tannlaiisu brosi og rétti lófann i átt- ina til min. Þá sá ég, að þetta var hvitur maður, og að hann vantaði báða fæturna. Við nánari athugun þóttist ég sjá, að hann hefðist við í þessu skýli, nótt og dag, og væri það „heimili" hans. Ég rétti honum nokkra skildinga og hraðaði mér þurt. Þegar ég var farinn að spig- spora þarna með myndavélina, var eins og eilitið líf kæmi i umhverf- ið. Drukkinn negri kom til okkar, veifandi vínflösku, og hvítur mað- ur, illa á sig kominn, gekk til min og bauð mér að taka af sér mynd fyrir 10 cent (ca. 4 kr.). Hann sagð- ist hafa verið hetja i heimsstyrjöld- inni og nefndi mér herdeildina, sem hann var í og nokkra minnisstæða bardaga. Á næsta götuhorni stóð negra- stúlka, en drukkinn negri slangraði til hennar, tók utan um hana og kyssti. Þau stóðu þarna litla stund úti á miðri götu og mynntust með tilheyrandi faðmlögum og kropps- svedgjum, sneru sér síðan til okkar, veifuðu og hurfu fyrir húshornið. Litill Kinverji gekk til okkar, tal- aði heil reiðinnar ósköp í reiðitón, steytti hnefana framan i okkur, benti okkur á bilinn, fussaði og sveiaði og hrækti. í fjarlægð sáum við nokkra svola stefna á okkur — og fóru hratt. Við sáum okkar óvænna, stungum okkur inn i bilinn og skellt- um á eftir okkur hurðinni. Bílstjór- inn var sýnilega orðinn taugaóstyrk- ur og iét engan tima fara til spillis, tn gaf bnnum mn eins og liann gat. jnur augnabnk þurrkaði hann af scr svnann, hristi hotuOið og taut- aöi eitihvað uiu, aO þar heíði ekki niaii tæpara standa. naö er sagt, að þarna megi íinna foik ai öiium kynpáttum og ur öii- um stettum. bjaifsagt er, aO parna er mest um loik, sem upphauega heiur alhrei átt tii að bera þá lestu, að geta komið unuir sig fótum. Negrar eru i yfirgnæianUi meirihluta, ó- menntaö ioik og andiega veikbyggt. nn þarna ma nka íinna mennta- menn, tækna, iögíræöinga, verkíræð- inga, presta og aðra, sem áður hala jainvei s.onuzt toiuvert uppávio i metorðastigahum, en siöan fanib fyrir Bakkusi af eiuhverjum ástæð- um. Sumir smátt og smátt, aðrir ailt i einu. iviarga haia styrjaiair eyði- lagt, bæði andiega og iikamlega, en aðrir hafa eyðiiagt sjáit'a sig vilj- andi eða óviljandi. Hjálpræðisherinn og fjölmargar aðrar iiknarstofnanir hafa unnið þarna mikið og kostnaðarsamt líkn- arstarf árum saman, gefið þessum vesaiingum mat, klæði, húsaskjól, reynt að hafa þá upp úr skitnum, útvegað þeim atvinnu o. s. frv., en þau eru vist teijandi tiifeliin, þar sem það starl' liefur borið árangur, 'pví þeir, sem komnir eru í þetta hverfi, eiga sjaiunast þaðan aftur- kvæmt. Nú á að rifa hverfið og byggja að nýju eftir nútiðarskipulagi. En það bjargar vafalaust engum úr þessum hópi. Þeir finna sér samastað ann- ars staðar, fiytja sig í annað hverfi, sem siðar meir breytir um nafn, eft- ir nokkur ár, og tekur sér þetta al- þjóðanafn drykkjumannahverfa, „Bennibraut til vítis“. G. K. ÓHÓF Framhald af bls. 2. að sannleikurinn mun vera sá, að raunverulega þurfum við að horfa í hvern eyri. Fjáraustur á báða bóga eins og nú á sér stað, er því bæði vítaverður og hættulegur og eitt af því, sem ber að stemma stigu við, áður en það er um seinan. Og það getur orðið anzi óþægilegt að vakna einn daginn með höfuðverk og fá ekki umflúið þá ömurlegu staðreynd, að flottlæfilsháttur hef- ur orðið okkur að falli. Eflaust munu einhverjir segja sem svo, að svo oft og mörgum sinn- um sé búið að fjargviðrast út af þessu, að mælirinn sé löngu fullur og skekinn. Því er til að svara, að aldrei er góð vísa of oft kveðin, og engin ástæða er til þess, að láta staðar numið, fyrr en stjórnarvöld- in rumska og taka þessar margítrek- uðu umkvartanir til greina. Al- menningur getur ekki þolað, að svo illa sé farið með fé það, er menn inna af höndum og mega velflest- ir vart án vera. Óhóf er að verða þjóðareinkenni íslendinga, því að það er ekki ein- ungis í risunni, sem ofrausnin rík- ir. Hvar sem íslendingar fara, hand- leika þeir peninga eins og börn, bruðla þeim á báða bóga og slá um sig með „flottheitum*. Fá erlend hótel eru svo fín, að þau hafi ekki gist íslenzkir peningamenn í verzl- unarerindum eða valdhafar í em- bættiserindum, og þeir eru alls stað- ar hinir velkomnustu gestir, því að hvarvetna, sem íslendingar koma, er lifað flott og ekki horft í hvern eyri. Það mætti skrifa heilar bækur um þjóðarlöst íslendinga, flottræf- ilsháttinn, og væri þar af nógu að taka. Þessi andskoti tröllríður þjóð- ina og fyrr en varir mun hún riða til falls, ef ekkert verður að gert. Ný jazzsöngkona Framhald af bls. 24. U' Siðan var henni boðið að syngja inn á plötu fyrir Columiiía og það eru liinir ágætu dómar, scm plata þessi liefur fengið, sem leitt hafa til þess, að Aretha er tal- in vera jazzsöngkona framtiðárinn- ar. Kannski kemur önnur Sarah Vaughn cða Carmen McRae. ic Hvað hlægir þig? Framhald af bls. 14. borðið. Flestir munu einhvern lima á ævinni lifa svo afburða skoplegt atvik, að þeim verði um megn að stilla hlátri sínum í sæmilegt hóf. Það er einn meginvandi við skýr- ingu á eðli og uppruna hláturs, hvers vegna hinn fyndni stendur grafalvarlegur utan við, þegar orð hans velcja öðrum óstjórnlegan hlát- ur. Á tvennt má þó benda til skýr- ingar. Áhrif hins óvænta í fyndninni falla að miklu leyti burt hjá höfundi hennar. Hann hefir orðið ónæmur, um leið og skrýtlan var fullmótuð i huga hans. í öðru lagi nær hann á- hrifum sínum oft með því að leika liinn einfalda, aðeins eru orð hans og látbragð hnitmiðuð við tilfinn- ingaviðbrögð annarra. Því væri það líka fjarstætt, að hann lilæi sjálfur að fyndni sinni. Gamanleikari, sem lilæi sjálfur að brögðuin sínum, kynni illa list sína. Hugur liins fyndna er bundinn við markmiðið, að vekja öðrum lilátur, og stífiuð sálarorka, sem fær frainrás í hlátri lijá þeim, rennur hjá honum beint í skop og fyndni. jc INNOXA snyrtxvorur INNOXA ¥1KAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.