Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 3
NÝR HEVELLA JAKKI HEVELLA-jakkion fóðraður með loðefni Léttur- þægifegur - hlýr Þolir frosl - regnheldur Framleiðandi: BARMFATAGERÐM S.F. Heildsölubirgðir Umboðs- og heildverzlun Sími 18950 - Reykjavík Óvenjuleg gerö af stýrishúsi — Burðarmikil bifreið. Volvo bifreiðaverksmiðjurnar sænsku kynna nú alveg nýja frambyggða vörubifreið, VOLVO L-4751, með lyft- anlegu stýrishúsi (Tip-Top). Til þess að komast að vél- inni er stýrishúsinu einfaldlega lyft í heilu lagi fram á við. L-4751 hefur stutt hjólahaf sem gerir bifreiðina lipra. Þar að auki er burðarþol mikið, allt að 7.7 tonn. Fjöldaframleiðsla mun hefjast nú í janúar 1963. VOLVO L-4751 vetður framleiddur á þrem hjóla- höfum, 3,4 m, S,8 m og 4,2 m Lengd palls gttur því verið 3,5 - C mst-ai. Bifreiðin er sérstaklega ætluð á meðallega langar leiðir, þar sem þörf er á lipurri bifreið með miklum hleðslumöguleika. Bifreiðin er t. d. sér- staklega hentug til olíu- og mjólkurflutnings, svo og til til almennra vöruflutninga. Auðvelt viðhald. Sérstaklega auðvelt er að komast að vélinni í L-4751, vegna þess að stýrishúsið er á lömum, og er því lyft fram á við með tveim auðveldum hreyfingum. Til þess að minnka átakið er húsið í góðu jafnvægi, og er að framan á lömum með fjaðurstaf. Það er augljóst, að með því að geta opnað aðgang að vélinni þannig, er öll vinna við vélina, gírkassa og stýri stórum mun auðvedrari og fljótlegri, og það þýðir aftur á móti styttri frátafir og hagkvæmari rekstur. Framúrskarandi stýrishús.. Stýrishúsið er með boginni framrúðu, og niðurbyggðum hliðargluggum. Staðsetning ökumanns gefur bezta mögu- lega útsýni, sem er sérstaklega áríðandi þegar ekið er í þrengslum. Ágætt rúm er í húsinu fyrir ökumann og tvo farþega. Aftan við sætin er stórt geymslurými. Inngönguþrep er óvenjulega lágt. Afstöðu stýris má breyta fram og aftur, og ennfremur má breyta afstöðu ekilssætis, og með þessu móti hæfir L-4751 hvaða öku- manni sem er. Framliald á bls. 50. VIKAN SKÓR MEÐ TÁLJÓSUM Ný vörubifreið frdVOLVO Rafhlöðurnar í hælunum — ljós- in á tánum ... Þægilegra getur það varla verið. Og að sjálfsögðu eru plasthlífar yfir ljóskúlunum, svo að ekki er nein hætta á að þær brotni, jafnvel þó að maður kynni að reka í tærnar, sem varla ætti að koma „Hjólhús" er ljótt orð, en við kunnum ekki betra í bili. Við þurfum víst ekki heldur að leita uppi annað betra, því að nú kváðu hjólhús þessi vera úr sögunni, eða svo gott sem ... Það er verksmiðja í Texas, sem sér um það, með því að fram- leiða viðbyggingar aftan á flestar gerðir bíla, eins og mynd þessi sýnir. Inni í við- byggingu þessari kváðu sex geta sofið og látið fara vel um sig, en fjórir setið til borðs í einu. Þar er komið fyrir suðutæki, ísskáp, vatnsgeymi, raflýsingu og öllum þægindum, þó maður skilji ekki hvernig í ósköpunum að því er farið. Geimhylkis- stíllinn virðist vera að komast í tízku vestur þar, en hann byggist eins og kunnugt Framhald á bls. 48 „Hjólhúsin“ úr sögunni? til. Skór þessir kváðu ekki einung- is ágætir til að ganga á í myrkri, heldur kvað og ákaflega listrænt að sjá dansað á þeim, einkum ball- ett, og fylgjast á þann hátt með fóthreyfingunum. VIKAN Útgefandi: Hilniir h.f. Kitstjóri; Gísii Sigurðs.son (ábm.). Framkvæmdastjóri: iliimar A. Kristjánsson. Ritstjórn og auglýsingor: Skipholt 33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiösla og dreifing: Blaðadreiflng, Laugavegi 133, slmí 36720. Dreífingarstjóri óskar Karls- son. Verð í lausasölu kr, 20. Áskriít- arverð ei 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist íyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h'.f: L A i4 L o C L hsA) N- 247837 Í'SLANOS Þórsmörk þykir fögur, þegar grænar krónur ber við blá fjöll og hvítan jökul — og þannig þekkja flestir hana. En veturinn á líka sína töfra í Mörkinni eins og forsíðumyndin ætti að sýna. Þarna sjáum við inn Krossáraurana og Goðalandið í baksýn, en þetta myndarlega grýlukerti er einhvers staðar i hömrum Valahnjúks. — Þorsteinn Jósefsson tók myndina. FORSIÐAN í næsta blaði verður m.a • „HÚN LIGGUR í BLEYTI“. — Frásögn Jónasar Guðmunds- sonar stýrimanns, af fyrsta íslenzka skútuskipstjóranum, Sigurði Símonarsyni. • KJAUVAL OG MÁLVERKIÐ HANS ÁRNA HELGASONAR 1 CHICAGO. — Frásögn. • DAIJÐS MANNS SPEGILL. — Sakamálasaga eftir Agöthu Christie. • TVEIR HEIMAR. — Leikfélagsmenn við hversdagsstörf. • UPPÞOT 1 BORGINNI. — Smásaga. • SILVERSTRAND í ÍSLANDSFERÐ. — Myndafrásögn. • ÖRVITA ÞRENNING. — Ný framhaldssaga eftir Vicki Baum. • MELKERMÁLIÐ. — Smásaga. • KONUNGUR KVENNABÚRSINS. — Ný framhaldssaga. • DÓRI. — Smásaga eftir Unni Eiríksdóttur. VIKAN 3 h-K.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.