Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 5
þessi gjöld? Það er ekki peninga- eftirsjá, langt því frá, okkur finnst bara ólíkt skynsamlegra a& gefa þessa peninga, t. d. í einhverja fjár- söfnun lianda fátækum börnum. Við óskum eftir góðu svari. (Engan skæting. Er þetta til of mikils mælzt?). Tvær í vanda. ---------Þið eruð bara á mót- þróaaldrinum, stelpur mínar; þetta cr skelfilega erfiður ald- ur, en þið getið sætt ykkur við, að þetta líður frá fyrr en varir. Kirkju- og kirkjugarðtsgjaldið verðið þið veskú að borga, hvort sem ykkur líkar betur eða verr. Eini skatturinn, sem þið botnið eitthvað í er líklega skemmtana- skatturinn. Kæri Pósturinn í Vikunni. Ég er sjö ára og les oft Vikuna. Vikan kemur stundum heim til mín. Mér finnst Vikan voða skemmtileg og líka Pósturinn. Systir mín er tiu ára. Hún er ægilegt hrekkjusvín. Ég á margar leikaramyndir og hún er alltaf að striða manni og taka þær af manni þegar maður er að skoða þær. Samt er hún ekki þjóf- ur. Hún er bara agalegt hrekkju- svin. Finnst þér hún ekki frek að taka alltaf af mér leikaramyndirnar þegar ég er að skoða þær? Hvað á ég að gera við hana. Viltu svara mér i Vikunni. Sigrún Ásgrímsdóttir, sjö ára. --------Já, mér finnst svona hrekkjusvín agalega frek stund- um. Næst, þegar hún ætlar að taka af þér leikaramyndirnar, skaltu bara leyfa henni það og segja, að þ'að sé allt í lagi, að hún fái þær lánaðar. Það ætti að duga. . . . Krystall Kæra Vika. Við erum að rífast um það tvö, liver munurinn sé á krystal og venjulegu gleri. Getur þú frætt okkur um bað? Hjón. — — — Krystalgler er að mestu samsett úr kvartzsandi, blýoxíði og pottösku. Vegna blý- oxíðsins er krystalgler þyngra en venjulegt gler. í nokkrum löndum, t. d. Bclgíu og Frakk- landi, eru ákvæði um, að krystal- glös verði að innihalda minnst 24% af blýoxíði, en það er ein- mitt þetta efni, sem veldur hin- um fína bjölluhljómi og hinu margbrotna ljósbroti........... . . . Brjóstsykur — eiturlyf Kæri Póstur. Ég á mér eitt ógurlegt vandamál. Svo er mál með vexti, að ég er mikil brjóstsyk.uræta, er bryðjandi allan liðlangan daginn. Það þarf orðið mikið viljaþrek til að neita sér um brjóstsykurinn, og ég hef fitnað mikið síðasta árið. Getur svona nokkuð verkað á mann eins og eitur- lyf — að maður geti bara ekki liætt? Hvað á ég eiginlega að gera? Ein áhyggjufull. --------Ég hef satt að segja aldrei fyrri heyrt talað um for- fallna „brjóstsykur-ista“, en allt getur víst skeð. Ekki trúi ég nú samt að það þurfi ncma smá- vægilegt viljaþrek til að hætta að borða þennan árans brjóstsykur. Spurðu sjálfa þig, næst þegar þú ætlar að stinga upp í þig molanum, hvort sé æskilegra: þessi stutta ánægja, sem þú hefur af því að bryðja þinn brjóst- sykur, eða hins vegar hin varan- lega ánægja, sem þú hefur af því að vera fagurlega vaxin og laus við alla brjóstsykurkeppina, sem hlaðast utan á þig. Ef þú hefur meiri ánægju af því að bryðja þinn brjóstsykur, skaltu umfram allt halda því áfram og verða feitari og feitari með degi hverjum. . . . Forkelaður Kæri Póstur. Vð erum að rífast um það þrír, hvort orðið forkelaður sé ekki góð og gild íslenzka. Getur þú skorið úr þeissu fyrir okkur í snatri? Kveðja. Þrír. --------Nei, það er naumast hægt að kalla þetta orð íslenzkt. Þetta er bara prentsmiðjudanska og heitir á frummálinu „forköl- et“. . . . Undirpils Kæri Póstur. Getur þú útskýrt fyrir mér svo- lítið? Þú veizt kannski, að þegar kvenfólk gengur í pilsum, verður það líka að ganga i undirpilsum. Þessi undirpils eru oftast mjög viða- mikil og vendilega gerð, með alls konar útsaumi og iburði og kosta þar af leiðandi mörg hundruð krón- ur. En svo er það bara með þessi undirpils: Það má aldrei sjást i þau, ]jað ku vera mikill glæpur. En því leyfi ég mér að spyrja: Hvers vegna i ósköpunum er verið að leggja svona mikla vinnu og peninga i eitthvað, sem helzt má aldrei sjá dagsins ljós? Mér er spurn — en þér? Gubbi. —-------Já, vissulega er mér spurn. Þessi undirpils eru oft hreinustu listaverk. Spurningin er bara: eru listaverk listaverk, ef enginn fær að sjá þau? Hcilbngði og fcguró Heilsan er fyrir öllu, gerið því allt til að við- halda henni. Þegar þér farið í bað, þá hafið BADEDAS í baðið, það inniheldur vítamín. VITAMIN - STEYPIBAÐ Bleytið allan líkamann. Látið síðan einn skammt af BADEDAS á svampinn og berið á allan líkamann, þar til freyðir. Notið BADEDAS ævinlega án sápu. Venjuleg sápa minnkar hin hressandi áhrif BADEDAS og einnig hin nærandi og verndandi áhrif þess á húðina. Einkaumboð: H. A. TULINIUS^f

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.