Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 6
f fullri olvöru; HVERS Á ÍSLENZK UTGAFA AÐ GJALDAT Við erum stoltir af því, Vikumcnn, að við leitumst stöðugt við að gera Vikuna betur og betur úr garði, auka efni hennar og bæta eftir því, sem okkur finnst lesendur vilja og eiga kröfu til, stækka að blaðsíðu- tali eftir því sem fleiri kaupendur bætast við og gera reksturinn hagstæðari. Það má segja að ekki líði sá dagur á ritstjórnarskrifstofunum að ekki sé rætt af miklum áhuga um það hvað næst sé hægt að gera blaðinu til góða, og við erum hreyknir af því að geta sýnt fram á að blaðið hefur á fjórum árum aukizt að blaðsíðutali úr 16 síðum (3 þús. eintök) í 52 síður (16 þús. eintök). En það er að sjálfsögðu ekki allt undir því komið að auka lesmálið, þótt það sé að vísu eitt aðalskilyrðið fyrir því að lesendur fái eitthvað fyrir sinn snúð. Efn- ið er reynt að bæta jafnt og þétt, svo að það sé við allra hæfi, létt og lipurt, fræðandi og skemmtilegt. Við viðurkennum það fúslega að Vikan er ekki bók- menntarit né klassísk að neinu leyti, enda er henni alls ekki ætlað það hlutverk. Við gætum vafalaust fyllt blaðið hverju sinni með listrænum bókmenntum, bæði íslenzkum og erlendum, abstrakt-myndum o. s. frv., en það forðumst við, vegna þess að við vitum að það er ekki það, sem lesendur Vikunnar leita að og viija fá. Samt er ávallt hægt að bæta efnið, smekkur fólks- ins breytist smátt og smátt og það verður betra vant, og það á heldur ekki einungis við um stærð blaðsins og efni, heldur líka áferð þess og útlit. Við gerum okkar bezta til að láta Vikuna líta þannig út að hún sé eftirsóknarverð, og reynurn ávallt að ná aðeins lengra í næsta blaði. Þessu til sönnunar má benda á prentvélina, sem Vikan er nú búin að fá, og er sú fullkomnasta sinnar tegundar á íslandi og þótt víðar væri leitað, enda geta allir séð þann reginmun, sem orðið hefur á prentuninni síðan hún var tekin í notkun. Það er heldur ekki nema um hálft ár síðan að við lögðum í þann kostnað að hafa góðan og vand- aðan myndapappír í kápunni, til þess að hægt væri að vanda til litprentunar á henni eftir föngum. Svona vildum við helzt hafa allt blaðið, -—• prentað á góðan og vandaðan pappír. Við erum ekki ánægðir með þann pappír sem blaðið er prentað á, þótt hann sé í sjálfu sér vel boölegur, og í rauninni sá bezti „blaða- pappír“ sem völ er á. Við vildum samt geta haft hann betri og vandaðri. En það er ekki hægt. Og þessi fullyrðing þarf dálítillar útskýringar við. Það er svo furðulegt ástand hjá „mestu bókmennta- þjóð heimsins", þessari lesfúsu þjóð, að útgefendum er skammtaður skítur úr hnefa hvað viðvíkur sæmi- legum pappir til bóka- og blaðagerðar. Innflutningur erlendra blaða og bóka er algjörlega tollfrjáls, en pappír, sem er auðvitað frumskilyrði til þess að fram- leiða sams konar vöru hér heima, er tollaður. Hér er átt við þann pappír, sem notaður er í allar sæmilegar bækur, og þau blöð, sem vilja vanda prentun og útlit. Það er nefnilega sérstök undanþága á allan pappír til blaðagerðar, — þ. e. a. s. að dagblöðin fá sinn pappír tollfrjálsan, og þau blöð önnur, sem prentuð eru á dagblaðapappír. Pappír er flokkaður eftir þyngd og gæðum, og lélegasti pappírinn er tollfrjáls. Þegar kemur að vissu marki í gæðaflokkuninni, er tollur á pappírnum, sem nemur samtals um einum þriðja af verði pappírsins. Fjarri sé okkur að amast við því, þótt dagblöðin fái sinn pappír tollfrjálsan, eða að erlend blöð og bækur séu flutt inn tollalaust, -— en hvorugt þessara atriða stuðlar á nokkurn hátt að því nema síður sé, að innlendir aðilar eigi þess kost að vanda útgáfu bóka sinna eða þeirra blaða, sem gjarnar. mætti betur vanda til en nú er. Það er vafalaust lítill vandi að finna að ýmsum hlutum í tollskránni, en það mun samt vera skoðun allra þeirra, sem fást við útgáfu bóka og blaða — annarra en dagblaða — að fátt sé öllu vitlausara og í meira ósamræmi við sjálfsálit íslendinga, en þetta gjald á íslenzkt lesmál. Það er í rauninni engu líkara en verið sé að leggja á það alla áherzlu, að íslendingar svali lestrarfýsn sinni í erlendum bókum og blöðum og styrki um leið út- gáfustarfsemi annarra landa, en að íslenzkan, íslenzk- ir útgefendur og þeir íslendingar, sem ekki lesa er- lend mál, megi sigla sinn sjó. Samkeppnisaðstaða íslenzkrar útgáfu er um leið heft að miklum mun, því að ekki er nóg með að við verðum að keppa með verð og gæði við þá, sem geta gefið blöð sín og bækur út í tugþúsundum eintaka eða jafnvel hundruðum þúsunda og hafa hráefnin við höndina í sínu eigin landi, heldur verðum við að greiða gjald fyrir að fá að flytja inn hráefnið, sem tollskráin er sjálf prentuð á. Þetta er rangt, ósanngjarnt og hlægilegt. Ef íslenzkur bókaútgefandi ætlar að gefa út bók eins og Þrúgur reiðinnar eftir nóbelsverðlaunahöfund- inn Steinbeck, verður hann að byrja á því að leggja í þann kostnað að láta þýða hana, síðan að flytja inn pappír í bókina og svo ofan á allt annað að borga háan toll af pappírsinnflutningnum. Ekkert af þessu þarf bandarískur eða enskur útgefandi að gera. Hann getur samt flutt sína ensku bók hingað til íslands tollfrjálst •— og selt hana hér í búðum á verði, sem hann getur sætt sig við vegna gífurlegs upplags. ís- lenzki útgefandi sömu bókar verður síðan að keppa við hann með verð hér heima. Eins og áður er sagt, erum við ekki að amast við tollfrjálsum innflutningi bókanna, — en við krefjumst þess fyrir hönd allra blaða- og bókaútgefenda á íslandi, að tollur af innfluttum pappír til bóka- og blaða- gerðar, verði lagður niður. Þessi er ástæðan fyrir því að við getum ekki haft vandaðri pappír í Vikunni. Pappírinn, sem nú er í kápunni, kostar um 185 þúsund krónum meira á ári, en sá, sem áður var — enda var hann tollfrjáls. Okkur fannst það samt þess virði, til að bæta útlit blaðsins. Okkur langar til að gera meira — en það er of Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.