Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 11
■—^ h* U *./ u. QclL /to 'tíkir / HoU fLcLcl. - S/ 7/j3/tte EINBYLIS- HÚSAHVERFI IKOPAVOGI Silii Þegar komið er yfir óbyggt Arnarnesið og að Kópavogslæknum, þá blasir Kópavogskaupstað- ur við; sú hlið hans, sem er sunnan á nesinu. Heildarmyndin er ekki góð, vægast sagt afleit. Það er eins og ekkert hafi verið hugsað í stærri atriðum, en húsin sprottið uppúr iörðinni eftir því sem verkast vildi, ósamstæð að gerð og mismunandi að stærð. Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun til þess að skipuleggja hverfi einbýlishúsa í Kópavog- inum á sama hátt og það er gert hjá flestum menningarþjóðum. Þessi tilraun heppnaðist prýðilega eins og vænta mátti af Sigvalda Thord- arsyni, arkitekt. En þeim mun undarlegra er það, að ekki hefur þótt ástæða til að halda áfram á svipaðri braut. Þetta hverfi er einstakt og sker sig úr enn þann dag í dag; einbýlishús byggð í hring utanum allstóran garð. Þau voru talsvert á undan sinni samtíð, þessi hús, á þeim tíma, sem hverfið var byggt. Ennþá eru þau svo nýtízkuleg í útliti að þau gætu verið algerlega ný af nálinni. Þessi hús mátti byggja í tveim áföngum; Stofu, eldhús og svefnherbergi í fyrri hluta, en síðar mátti bæta við svefnherbergjaálmu. Sumir hafa byggt við, þegar efnin leyfðu og þarfir fjölskyldunnar jukust. Sýnist þetta vera mjög praktiskt á flestan hátt, en engu að síður er ekki mikið gert að því. Það var Byggingarfélag starfsmanna SÍS, sem stóð fyrir því, að þetta hverfi var byggt og það er oft kallað Sambandshverfið til auðkenningar. Húsin eru öll af sömu stærð og heildarsvipurinn, sem oftast er vanrækt- ur í skipulagningu á íbúðarhverfum hér, er alveg óvenju góður þarna. Auk þess er skipulagning húsanna, hvers fyrir sig, með ágætum eins og meðfylgjandi grunnteikning sýnir. gs. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.