Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 12
Efst: Omoniatorgið, Likabettos, hæðin ógríska að baki. Næst- efst: Þjóðminjasafnið í nýgrískum stíl. Næstneðst: Sigurður A. Magnússon fræðir mannskapinn um Meyjarhof. Neðst: Plaga, gamla hverfið. er Eyjahafið neðra. Það grillir í eyjarnar gegnum B/S götin á skýjunum, sumar brattar, sumar flatar. Óend- m fl, anleg mergð. Svo gefst maður upp á því að horfa út á þessar nafnlausu eyjar. Þær verða svo ógn þýðing- arlausar svona hátt ofan úr loftinu og þó eiga þær sína sögu, hver um sig og sjálfsagt nöfn líka, ef betur væri að gáð. Áðan flugum við yfir Trjóuborg, en þá var skýjað. Svo við sáum ekki vellina þar sem þeir sátu um borgina í tíu ár, unz Trjóuhesturinn var dreginn inn fyrir múrana og þeir hlupu útúr kviði hans. Allt útaf einum kvenmanni. Hún Mannraunin var ékki nema hálfnuð, þegar búið var að berja á þeim í Trójuborg. Vesalings Odysseifur var önnur tíu ár á leiðinni heim. Þessar endalausu eyjar urðu við- komustaðir og farartálmi fyrir þann ágæta dreng, og svo voru auðvitað einhverjir dónar farnir að dufla við konuna hans. Sem von var eftir tuttugu ár. Hann hefði sjálfsagt þegið að hafa Viseount frá Flugfélagi íslands og spanna himininn með meira en fimm hundruð km hraða á klukku- stund. En nú erum við bráðum komin til Aþenu; fjallskagar Grikklands teygja langa fingur frammí hafið og Elízabet, konan hans Odds í Glæsi, er sofnuð í sætinu við hliðina á mér. Það er komið rökkur. v^ÍTIL hnellin flugfreyja vísar okkur inn í flugstöðvar- bygginguna. Hún er með bleksvart hár og hefur þetta mjúka göngulag, sem latneskar konur iðka. Svo tekur önnur við; hún er sænsk og talar grísku og ensku auk móðurmálsins. Allt jöfnum höndum. Hún er löng og mjó og ólík þeirri grísku. Það er mjög hlýtt og flugstöðin er líka hlýleg og heimilis- leg. Ekki of stór og ópersónuleg. Maður kann strax vel við sig hér. Leiðin inn til borgarinnar liggur eftir breið- götu meðfram sjónum. Þar eru langar baðstrendur og veit- ingahús á stólpum frammí sjóinn. Þau eru myrk og auð; þeim finnst vera kominn vetur. Þetta er yndisleg gata, okkur finnst tilhlýðilegt að kalla hana Ægissíðu. Á aðra hönd eru raðir einbýlishúsa. Þarna hafa peningamenn í Aþenu fengið lóðir hjá bæjarstjórnaríhaldinu og byggt villur í Kaliforníustíl. Þetta er því líkast að aka inní ameríska borg; það getur tæpast verið vestrænna. Nú held ég, að flestir hafi misreiknað sig. Venjulega hefur ferða- fólk sæmilega ljósa hugmynd um þá staði, sem það ætlar að heimsækja. Það hefur kynnzt þeim af myndum og rit- uðu máli. Ég varð var við, að þetta ágæta fólk í Austur- landaferð Útsýnar hafði aflað sér haldgóðrar þekkingar um lönd og þjóðir við austanvert Miðjarðarhaf. En nú rák- um við upp stór augu. Þarna áttum við von á fremur gam- alli borg, jafnvel snjáðari og fátæklegri en Istanbul. Með þröngum götum og fornfálegum húsum. En því fer víðs fjarri. Ljósaauglýsingarnar blika og tifa í öllum regnbogans litum. Flóðlýstar byggingar í nýgrískum stíl, glæsileg torg með trjálundum og lúxushótelum, iðandi mannhaf. Þetta er sú mynd, sem maður fær af Aþenu út um glugga á rútubíl á leiðinni af flugvellinum á Hótel Ambassadeurs, þar sem Útsýn hefur séð okkur fyrir gistingu. Það var eins og lítið, þægilegt pensjónat í samanburði við Hilt.on. En það er hlýlegt og auk þess rétt við hjarta borgarinnar. Nú er alveg orðið dimmt. En umferðin gengur eins og æðandi straumur í götunum næst hótelinu. Þetta fjöruga götulíf kallar mann út eins og segull og alltaf er það merki- legasta rannsóknarefnið að skoða það líf, sem er lifað á hverjum stað. Nú er myndin af Istanbul lifandi í minni, en hér rekst hún á algjöra andstæðu. Mannmergð að vísu, en ekki þessi skelfilega fátækt. Húsin með stóru glugg- unum, ljósaskiltin, nýju bílarnir og fólkið, þetta er allt eins og upphrópun um velgengni. Kannski er þetta orðið full vestrænt. Hraðinn í það mesta. Eins og einhver ósýnileg þrælasvipa standi á bak við tempóið. Hraðar og hraðar og tímaþröngin eykst að sama skapi. Unz það bilar, sem sízt má vera án. En Grikkirnir, þeir eru víst fremur latir að eðlisfari. Það gæti orðið til þess að þeir færu sér ekki að voða í kapphlaupinu. Ég hef það á tilfinningunni, að Aþeningar hafi minna fyrir því að flýta sér; það er eitt- hvað leikandi létt og afslappað við þennan hraða. Eitthvað sem ég hef ekki séð áður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.