Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 20
í hugarlund, hvar fólkið stendur upp við veggi hússins, sem skelfur undan loftárás eldfjallsins. Þá bættist enn á skelfinguna. Vikurfallið rénaði heldur, en þess í stað gerðist annað, sem enginn gat rönd við reist. Frá fjallinu barst demba af svartri, rakri ösku, og með henni samþjöppuð gufa, sem fyllti augu og lungu, kæfandi eiturgasi. Þá varð ekki lengur beðið, og þessi fámenni hópur flúði frá húsinu, sem var honum ekkert skjól lengur. Börn og foreldrar fylgdust að, jafnvel dauðinn gat ekki rofið bönd ættar og ástar. Þetta var blindur, hugsunarlaus flótti, gegn um kvik- sand ösku og vikurs, sem fyrir löngu hafði fyllt allar göt- ur og gangstígi, jafnvel kaffært lægstu hús. Meðan á flótt- anum stóð, kölluðust fjölskyldurnar á, og vonuðust til þess að komast saman á öruggan stað, En þarna var enginn staður öruggur. Rök askan settist á fólkið og lokaði vitum þess. Raddirnar köfnuðu, ein eftir aðra, og líkamarnir huldust formlausri öskuhrúgu. Að lok- um sást ekkert, sem benti til þess, að mannlegir líkamar væru neðan öskunnar, en ekkert lát varð á fallinu. Og þarna fundust þau, næstum nítjánhundruð árum síð- ar, varla 30 metra frá húsinu, sem var þeirra hinzta skjól. En það óvenjulega við fundinn var hvemig ástand líkams- leifanna var, því hér var meira en beinaleifar og einstaka efnisbútar til þess að auðga ímyndunarafl fomleifafræð- inganna. Þess vegna er Pompei safn, að þar er meira að hafa en hugmynd um úlit íbúanna. Þar er hægt að fá hina raun- verulegu ímynd þeirra, jafnvel hvernig þeir greiddu hár sitt og skáru það, og einnig hvernig þeir brugðust við dauða sínum. í sumum tilfellum er einnig hægt að sjá í smáatriðum, hvernig klæði þeirra voru gerð og hvað þeir báru með sér, þannig að sérfræðingar eiga auðvelt með að sjá hvert starf þeirra var í lifanda lífi, og meira að segja hvernig heilsufarsástæður þeirra voru! Þess er vert að geta, að mannlegar leifar í Pompei eru tvenns konar. Annars vegar eru leifar þeirra, sem ■—• eins og auðuga fólkið — leitaði skjóls og varð þar til, kviksett i híbýlum sínum eða rétt utan við dyrnar í örvæntingar- fullri flóttatilraun — en of seint. Þessi fórnarlömb Vesúvíusar finnast nú sem beinagrind- ur, því það var þurrt, gróft vikurgjall sem varð þeim að fjörtjóni og umlukti leifar þeirra. Eigur þeirra finnast ó- skemmdar, vel gerð gullarmbönd og eyrnahringir, húsgögn úr málmi, sérlega falleg freskómálverk og mósaik. En af íbúunum sjálfum eru aðeins beinagrindurnar eftir. í neðsta laginu af gljúpu gjallinu lék vatn og loft lausum hala og eyddi viðkvæmum efnum eins og tré, vefnaðarvöru og líkamsvefjum. Annað er uppi á teningnum með þá, sem grófust í efri lögum, þá sem reyndu að flýja borgina. Rök askan umlukti líkami þeirra og myndaði harða skel, sem varðveitir hvert smáatriði í útliti þeirra, jafnvel svipbrigði í andliti og krumpur í fötunum. Það er eins og náttúran hafi viljað verðlauna þá fyrir viðleitnina, með því að varðveita útlit þeirra óbrenglað. Þessir öskuhjúpar voru fyrst uppgötvaðir árið 1860. Giuseppe Fiorelli, einn fyrsti fornleifafræðingurinn, sem rannsaka leifar Pompei, fann upp aðferð til þess að breyta innhverfum leyndardómum þeirra í eðlilegar eftirmyndir Pompeimanna hinna fornu. Þrátt fyrir hjúpinn, hefur eyðing rotnunarinnar einnig náð til likamanna í hjúp- unum, en hjúpurinn sjálfur er nákvæmt mót þess, sem inn- an úr hefur eyðzt. Fiorelli boraði varlega eitt eða fleiri göt á þessa hjúpa, og hellti gibsi í gegn um þau. Fordæmi hans er fylgt enn í dag. Fornleifafræðingar gera lítil göt á hjúp- ana, hreinsa innan úr þeim með þar til gerðum áhöldum, og fylla þá síðan af gibsi. Eftir þrjá daga hefur það Framhald á bls. 48 1 lljlfllÉlll , / * , ■i mm Gata í miðborginni. Gibsi hellt 1. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.