Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 22
Dag nokkurn að áliðnu sumri 1932 var drepið rösklega á dyr hjá þjóðminjaverði. Hár og virðulegur gekk hann til dyra. Fyrir framan hann stóð vinur hans, gamall sveitaprestur og skólabróðir utan af landi. Hann var ennþá haerri og fyrirferðarmeiri með silfurhvítt hár í vöngum, svipmikill og fyrirmannlegur. Vinirnir féllust í faðma og mynntust innilega. Presturinn dró upp silfurtóbaksdósir, fagurlega skreyttar, bankaði með hægri hendi nokkrum sinnum á lokið, opnaði þær og rétti þjóð- minjaverði. Eftir að vinirnir höfðu snússað sig rækilega með viðeig- andi snýtum, ómaði skrifstofan af glaðværum samræðum og hressi- legum hlátri prestsins. Er þeir höfðu langa stund rifjað upp fornar minningar, bauð þjóð- minjavörður prestinum að skoða safnið. Hann vísaði honum leiðina og skildi hann þar einan eftir. Langur tími leið, unz presturinn birtist aftur í dyrum skrifstofunnar j og hélt þá á snjáðu og upplituðu Maríulíkneski, á að gizka meters háu. Ég fæ ekki betur séð, sagði hann, en að þetta líkneski sé nákvæm- lega eins og það, sem er í kirkjunni heima. Gaman þætti mér að vita, úr hvaða kirkju það er, og frá hvaða tíma. Þjóðminjaverði varð ekki greitt um svar. Hann hafði aldrei veitt þessu óásjálega líkneski neina eftirtekt eða kannað sögu þess. Vinirnir rannsökuðu nú skjöl þau, sem til voru og kom þá í ljós, að líkneskið var úr Vogakirkju. Þjóðminjavörður vildi nú leiða talið að öðrum efnum, en prestur- inn sat þögull og starði á likneskið. Allt í einu tók hann að banka á ' fótstall þess. Einkennilegt, sagði hann hugsi. Fótstallurinn er holur, alveg eins og á líkneskinu heima. Vinirnir snéru nú líkneskinu við, og sást þá örla fyrir samskeytum á botni fótstallsins. Á skammri stund gat presturinn opnað fótstall- inn og kom þá í ljós samanvafinn bókfellsstrangi. Með æfðum og nærfærnum höndum losaði þjóðminjavörður strang- ann og breiddi úr blöðunum á borðið. Þau voru þéttskrifuð með fag- urri og læsilegri rithendi. Vinirnir settust við borðið og þjóðminja- vörður las. ★ ★ Heilaga guðsmóðir. Meðtak þú játningu mína og varðveit sálu mína til eilífs lífs! f bamsvitund minni eru bernskuárin sem ljúfur draumur. Ég var einbimi og eftirlæti og stolt foreldra minna. Ljúft þótti mér að sitja við hné móður minnar og hlýða á sögur og ljóð, sem hún miðlaði mér af nægtabrunni vizku sinnar. Sólarljóð kunni hún öll og mælti jafnan fyrir munni sér er hún signdi sig til svefns: ,,Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum iíkn, sem lifa“. Ljóð þessi veittist mér létt að nema. Ég var snemma bráðger, hár vexti, Ijós yfirlitum og íturvaxinn. En það, sem mér var einkum gefið umfram aðra menn var há og björt söngrödd. Á lög var ég svo næmur, að ég kunni samstundis. Allt frá bernsku hafði Þorleifur í Garði verið leikbróðir minn og vinur. Við deildum ieikföngum hvor með öðrum og byggðum okkar draumaborgir, þótt ólíkar væru. Þegar barnshugur minn sveif út um víða heima, hirðskáld, hirðsöngvari, prestur og biskup, takmarkað- ist hugarheimur hans ávallt við skip og víkinga. Lestur og skrift vildi hann ekki nema. Til allra íþrótta vorum við jafnjr að leik. Hann var lægri vexti, en ákaflega gildur og kraftalegur. í öllum leikjum var hann drengur góður og vék aldrei frá settum reglum. Mætti hann ódrengskap og undirferli, var hann harðhentur og mis- kunnarlaus. Hver, sem brást trúnaði vina sinna gat aðeins goldið það með dauða sínum. Enginn af leikbræðrum mínum var mér jafn kær, sem Þorleifur. Strax er ég hafði aldur til, ákváðu foreldrar mínar að setja mig til náms. Undirstöðuatriði nam ég hjá prestinum, sem þá var háaldraður. Að hausti hélt ég svo í fylgd annarra skólasveina til Skálholtsstaðar. Biskup tók mér vinsamlega. Eftir að hafa kannað nám mitt fór hann um það lofsamlegum orðum og spurði síðan hvort ég kynni nokkuð 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.