Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 25
Surair sögðu, að hann væri vitskertur, aðrir trúðu því að hann væri heilagur — en raargir vissu að hann var í rauninni ófyrirleitinn tækifærissinni og sam- vizkulausasti hræsnari, sem nokkurn tíma hefur þekkzt í veröldinni. Þessi maður skapaði og réð yfir algjöru einræðisríki (innan mesta lýðræðisríkis veraldar), ógnaði „þræl- um“ sínum dauða, lofaði þeim eilífri blessun eða gerði útlæga á eyðieyju þá, sem neituðu að hlýðnast ógnar- vilja hans. Þessi maður hét Ben Purnell og kallaði sig konung í húsi Davíðs. Hann var óstjórnlegur munaðarseggur, rændi meydómi fjölda ungra, saklausra stúlkna og jók hið stolta veldi sitt, þar til eignir hans námu tugum milljónum dala og lifði í vellystingum praktuglega svo sem dæmafátt er jafnvel í ævintýrum 1001 nætur. Um þennan mann er þessi nýja framhaldssaga Vikunn- ar. Þótt frásögnin sé ótrúleg í mesta máta, þá er hún sönn í öllum atriðum. Höfundurinn, Anthony Sterling, er dulnefni þekkts bandarísks rithöfundar og sagnfræðings. Hann lagði mikla vinnu í að rekja hessa sögu, talaði við fjölda fólks, sem þekkti til hennar af eigin raun, las aragrúa bóka og blaða um málið og kynnti sér náið réttar- skýrslur, þegar höfuðpaurnum var steypt af veldisstóli eftir 25 ára glæpaferil. Angelina fékk þeim barnabarn til og næstum hátíðlega í gegnum þunn- að fæða og klæða, var mælirinn an léreftskjólinn. Þegar hann kyssti fullur. hana aftur og þreifaði á hnöppun- „Segðu Ben að fá sér atvinnu og um í hálsmálinu, stirðnaði líkami koma með einhverja peninga í hennar sem snöggvast og hún ýtti heimilið," skipuðu þau henni, „eða honum frá sér. En það var óákveðin hann verður að fara.“ hreyfing og hann hélt hönd hennar Hún setti honum þessa úrslita- fastri meðan hann með hinni losaði kosti næsta kvöld, sem hann var um brjóstin og hélt þeim að vörum heima. Hún reyndi að gera rödd sínum. sína ákveðna, þótt hún berðist við „Stúlkan mín!“ sagði hann og hló grátinn, þegar hún sagði honum að aftur lágt. hann yrði að gera sér ljóst, að nú Hún kjökraði svolítið, en svo var væri hann orðinn faðir og hefði eins og eitthvað lifnaði í líkama fyrir fjölskyldu að sjá. Hún minnti hennar og hún fór að svara atlotum hann á, að hann hefði ekki ennþá hans eins og af sjálfu sér. unnið fyrir einum dollar, hvað þá að Þá fylltist hann ólýsanlegri til- hann hefði lagt hann í heimilið. finningu, ekki aðeins ástríðu, heldur Hann hlustaði rólega og vingjarn- einhverju fagnandi almætti, dásam- lega á hana, gekk svo yfir að spegl- legu og unaðslegu valdi. Hann hafði inum og byrjaði að greiða- sér. áður fundið svipaða tilfinningu — „Hvert ertu að fara?“ spurði hún hann var þá á veiðum heima hjá eins og venjulega. sér og horfði á fugl eða héra hlaupa „í heimsókn," sagði hann. h.já og hann^ vissi að byssan var á Það liðu fjörutíu og átta löng ár sínum stað á öxlinni og hann var áður en hún sá hann aftur. Þá sat viss um að hitta — en þessi tilfinn- hún gráhærð og hrukkótt í réttar- ing var enn dýpri og meira æsandi. salnum og saga hennar var eitt af Hann fylltist skyndilega óstjórnlegri ótal öðrum sönnunargögnum, sem óþolinmæði, næstum æði, og reif réttvísin notaði til að steypa Ben af henni fötin. Purnell af stóli. Iiún veinaði einu sinni og kipraði Ben flakkaði um í nokkra mánuði si£ saman af sársauka, en svo tók áður en hann hitti Mary Stollard, hún fast utan um hann og andar- sem átti heima rétt við landamæri dráttur hennár varð eins og ekka- ríkjanna. Mary var seytján ára, en sog þegar varir hennar leituðu hans, í fjallahéruðum Kentucky var hún ákaft og ástríðufullt. í stað þess að vera rétt eitthvað út um bakdyrnar, fékk Ben nú þá beztu máltíð, sem hægt var að láta í té á fátæku bændabýli, boma fram á sparidiskum heimilisins. f stað þess að vera vísað út í hlöðu fékk hann bezta herbergið í húsinu. Rétt áður en hann sofnaði milli hreinna laka og undir hlýrri ábreiðu, hét hann sjálfum sér því, að aldrei framar skyldi hann höggva einn viðarbút. En ekki einu sinni í djörfustu draumum sínum hefði hann getað órað fyrir því, að þetta aldagamla bragð mundi færa honum auðæfi, sem virt voru á tíu milljónir doll- ara, kvennabúr með gnægð fagurra kvenna, sem sjálfur Salomon í allri sinni mekt hefði öfundað hann af, og konungsríki í miðri Ameríku tuttugustu aldarinnar. ÞAÐ er ekki mikið vitað um fyrstu árin af ævi Bens Purnell. Hann var fæddur 27. marz, 1861, í bjálkakofa í hæðunum við Mays- ville í Kentucky. Foreldrar hans voru meðlimir lítils sértrúarflokks, sem kallaði sig Carmelita. Biblíu- lærdómurinn var barinn inn í hann strax á unga aldri. Langir kaflar úr biblíunni höfðu festst svo í minni hans, að hann kunni þá utanbókar alla ævi. En að öðru leyti fékk hann enga menntun, aðeins nóg til að geta lesið og skrifað og reiknað einföldustu dæmi. En hann hafði snilligáfu til að bera, þar sem var ótrúlegur skilningur á mannlegu eðli og umfram allt mannlegum veikleika, og það bætti honum að fullu upp menntunarskort. „Hestatað er meira virði en menntun," var hann vanur að segja. „Ef þú berð það á jörðina, grær eitthvað þar, og þú hefur þegar eignazt eitthvað." Ben var laglegur, hégómlegur og latur piltur. Það var eitthvað j sí- brosandi augum hans, sem hafði áhrif á stúlkurnar, og hann kunni frá upphafi vel að meta stúlkur. Hann var nýorðinn sextán ára, þeg- ar hann ákvað að kvænast og valdi til þess dóttur nábúans. Hún hét Angelina Brown, og af því að hann hafði enga atvinnu og engan áhuga á að leita sér að atvinnu, flutti hann inn til foreldra hennar. En þá þeg- ar fannst honum það fráleitt og ó- sanngjarnt og að það stríddi bein- línis á móti náttúrunni, að hver maður ætti að láta sér nægja eina stúlku. Afskipti hans af öðrum stúlkum í nágrenninu ollu sífelldum deilum á milli hjónanna. „Hvert ertu að fara í kvöld?“ spurði hin bamunga kona hans, þegar hann stóð frammi fyrir spegl- inum og greiddi liðað, rauðgullið hár sitt. „f heimsókn,“ svaraði hann venju- lega. „Að heimsækja hvern?“ spurði hún með tárin í augunum. „Bara í heimsókn,“ svaraði hann og yppti öxlum. Stundum kom hann heim næsta morgun, en það kom jafn oft fyrir að hann væri nokkrar vikur í burtu. Fólkið þarna í hæðunum er þolin- mótt fólk, og Brown-fjölskyldan þoldi þetta í yfir tvö ár. En þegar þegar orðin piparmey á þeim aldri. Hún var mögur, hæglát stúlka, sem enginn piltur hafði áður litið á. Ben Purnell var fyrsti maðurinn, sem veitti henni athygli og í hennar aug- um gekk það kraftaverki næst, að þessi laglegi og veraldarvani piltur hefði áhuga á henni. „Viltu verða stúlkan mín?“ spurði hann þar sem þau lágu saman úti á hæðunum rétt við Stollardbústað- inn. Hún lá með höfuðið á öxl hans og sítt hár hennar flæddi yfir bringu hans meðan hann strauk mjaðmir hennar blíðlega. „Frekar en allt annað í heimin- um!“ sagði hún áköf. Hann tók fast um mitti hennar og renni höndunum upp þar til þumalfingur hans gældu við brjóst- in, síðan aftur niður með mjöðmun- um að pilsfaldinum, sem hann ýtti aðeins upp. „Viltu raunverulega verða stúlk- an mín?“ Svipur hennar var orðinn angist- arfullur og varir hennar titruðu, en hún játaði samt. Þá hló hann lágt og sigrahrós- andi, sneri sér að henni og horfði andartak í augu hennar, en hún lokaði þeim og greip fast um axlir hans. Hann kyssti hana einu sinni blóðlega, síðan ákafar þar til titr- andi varir hennar opnuðust. Hann hló aftur, þegar andardráttur henn- ar varð hás og hraður, og kyssti augu hennar, eyru og svo hálsinn, þar sem æðarnar börðust undir mjúkri húðinni. „Ben!“ kallaði hún kæfðri röddu. „Ó, Ben!“ Varir hans leituðu niður að brjóst- um hennar og struku þau blíðlega HÚN lá pg horfði upp til hans meðan hann lagaði fötin sín og greiddi sér. „Er eitthvað að, Ben?“ „Nei.“ Hann yppti öxlum. „Ég þarf bara að fara, ekkert annað.“ „En Ben ... ég hef aldrei gert þetta áður.“ „Ég veit það. Heldurðu kannski að ég geti ekki dæmt um það. En hvað um það. Einhvern tíma verður allt fyrst.“ „Af hverju kemurðu ekki og býrð hjá okkur?“ spurði hún áköf. „Pabba og mömmu líkar báðum vel við þig, það veit ég. Þau sögðu, að pilt- ur, sem kynni hálfa biblíuna utan að, hlyti að vera góður piltur." Hann hugsaði sig kæruleysislega uin. „Ég ætla að athuga málið.“ f augum Bens Purnell voru Stoll- ardhjónin miklu sanngjarnari en foreldrar Angelinu höfðu verið. Meðan Mary var hamingjusöm höfðu þau ekkert á móti því að sjá fyrir þessum unga manni, sem hafði kom- ið til þeirra, og að leyfa honum að sofa í rúmi dótturinnar, án þess að vera nokkuð að nöldra um atvinnu. Og Ben gerði Mary hamingjusama, og um leið foreldra hennar. „Farðu með einhvern sálm fyrir okkur, Ben,“ sögðu þau oft, þegar þau sátu öll saman við eldstæðið á kvöldin. „Þeir eru fallegasti hluti biblíunnar." Þá þuldi Ben sálmana með mikilli tilfinningu og leikni og Mary brosti stolt. „Þú hefur mikla hæfileika," voru Stollardhjónin vön að segja. „Sann- arlega hæfileika. Þú ættir að nota þá eitthvað." Framhald á bls. 42 VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.