Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 26

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 26
1. Framhaldssaga eftir VICKI BAUM MIÐVIKUDAGUR. HANN. Frank leit á armbandsúr sitt í miðjum dansi. „Tuttugu mínútur," sagði hann. Hann fann að hin sviflétta, unga kona varð sem örlítið þyngri í örmum hans — einungis brot úr andrá — og síðan aftur jafn svif- létt og fyrr. „Svo-o?“ varð henni að orði eftir andartak. Hann brosti til hennar ofan frá. Hún var mun lægri en hann. Konur voru alltaf mun lægri en hann; þannig hafði það verið allt frá því, er hann óx móður sinni yfir höfuð. Evelyn náði honum í höku; hún var ljóshærð, lokkarnir hörbleikir með daufum tingljáa; liturinn ekki sterkur, en ósvikinn. Það hvíldi ekki neinn sýndarljómi yfir þessari konu; engin sundurgerð í klæðaburði hennar, en hún var fagurlimuð og íturvaxin. Frank andaði að sér ilm- inum úr hári hennar. Andlit hennar gat hann ekki virt fyrir sér; hún laut höfði og tók dansinn alvarlega, reyndi eins og henni var unnt að vera honum nákvæmlega samstíg. Hann heyrði að hún sagði eitt- hvað, en gat ekki greint orðin, því að hin fámenna hljómsveit herti á sér við ástríðuþrunginn saxófón- glymjanda. Hún endurtók það, sem hann hafði sagt: „Tuttugu mínútur ... þú hverfur á brott ... og ég sé þig ekki fram- ar ...“ „Einkennilegt hve þýzkar konur geta verið angurblíðar,“ hugsaði Frank. En hann unni Evelyn og kunni vel angurblíðu hennar. Og þar sem ekki var neinu til að svara, þrýsti hann henni fastara að sér. Hörundið, þar sem hægri lófi hans hvíldi á nöktu baki hennar, var svalt. Hægri hönd hennar, sem lá í vinstri hönd hans, var aftur á móti heit. Það var molluhiti þetta kvöld, einkum inni í danssalnum, sem var frekar lítill og frekar ósmekklega skreyttur. Eitt af þessum heitu maí- kvöldum, þegar loftið er þrungið annarlegri spennu og eplatrén standa enn í fullum blóma. Þegar Frank þrýsti hinni ungu konu að sér, lyfti hún höfði og leit á hann. Það brá fyrir einhverju umkomuleysi í svip hennar, sem hreif hann og vakti ástúð hans. „Vina ...“ sagði hann. „Vina mín ...“ , „Vinur minn ...“ hvíslaði hún. Hann kunni ekkert í þýzku, en hún gat talað ensku, ákaflega formfasta og ákaflega brezka ensku, sem hún hafði eflaust numið í einhverjum ungmeyjaskóla. Allt í einu varð Frank harla gramur sjálfum sér. Ég hef látið tækifærið ganga mér úr greipum, hugsaði hann reiður. Ég hef verið alltof svifaseinn, alltof varkár, ég skil ekki . . . Hann leit- aði að orði, sem túlkað gæti þá einkennilegu varkárni, sem hann hafði sýnt gagnvart Evelyn, en gafst upp við það. Þetta hefði getað orðið ævintýri, en nú var það um seinan. Og nú voru fimm mínútur liðnar af þessum tuttugu. Fáeinir kossar í bílnum, tár í augum hennar. Og lestin til Parísar lagði af stað kl. 22:45. Allt í lagi. Kannski var það líka henni fyrir beztu. „Þú minnir mig á brothættan krystal," sagði hann, þegar dans- inum var lokið og Evelyn stóð við hlið hans og hallaði sér að honum, áður en þau gengu af dansgólfinu. Hann strauk silkikragann á jakk- anum; það var orðin honum eins konar ósjálfráð hreyfing. Það hafði verið allt of þröngt á dansgólfinu og Frank gramdist margmennið um- hverfis þau. Hann smeygði hendinni undir arm Evelyn og leiddi hana út á veröndina. Samkomuhúsið stóð niðri við lít- ið vatn, og þaðan barst angan af sefreyr. „Þetta minmr mig á Virginíu," sagði Frank og gekk út að handrið- inu. „Hvað áttu við?“ spurði hún undrandi. „Ekkert sérstakt. Ilminn. Hefurðu gaman af andaveiðum?" „Nei,“ svaraði hún og brosti. Svo starði hún undrandi á hann. Það var einnig margt um manninn þarna úti á veröndinni. Og molluhiti. „Sæll, Frank,“ sagði einhver ung- ur og grannvaxinn náungi. Banda- rískur tennisgarpur, sem keppt hafði í Berlín að undanförnu. „Halló, George,“ svaraði Frank. „Ertu staðráðinn í að fara til Parísar í kvöld?“ „Geturðu ekki komið til Antibes í næstu viku? Pascal og Sutherland verða þar. Svo getum við orðið samferða heim með „Isle de France“. „Hvenær?“ „Þann seytjánda. Frá Cher- bourgh ...“ „Það er of seint fyrir mig. Ég er tilneyddur að taka mér far með „Berengeria" á laugardaginn.“ „Það er leiðinlegt. Verðurðu í New York í júní? Þú ættir einhvern- tíma að bregða þér út til Westport og heimsækja okkur. Jæja, bless- aður . . .“ „Blessaður,“ svaraði Frank og leiddi Evelyn á brott. Hún hafði hallazt upp að honum og bros henn- ar var fjarrænt, eins og hún væri að öngviti komin. Frank leit í skyndi á úrið. „Hvað eru margar mínútur eftir?“ spurði Evelyn. Hann svaraði henni engu, brosti og leiddi hana við hlið sér. „Eigum við að ganga niður að tennisvellinum í síðasta sinn?“ spurði hann. Hún lyfti kjólnum lítið eitt, þegar þau gengu niður þrepin, og hreyfði engum mótbárum, þegar hann leiddi hana á brott frá gestunum. Það sló fölvum glampa af raf- magnsljóskerunum á tennisvöllinn, en enginn maður var þar sjáanleg- ur. Það var á tennisvellinum, sem Frank hafði kynnzt Evelyn fyrir viku síðan. Fyrir viku síðan hafði Georg talið hann á að koma með sér í þennan klúbb, með því að staðhæfa að Berlínarstúlkurnar væru íturvaxn- ari en almennt væri álitið, og að þær töluðu betur ensku en margur í New York. Og að vissu leyti reynd- ist hann hafa rétt fyrir sér. Stúlkan, sem var þýzkur meistari í tennis var að minnsta kosti bæði fallega vaxin og lífsglöð. Frank fór augum um hana og hún fór augum um hann, og svo hlógu þau bæði og skildu hvort annað. Þá var hann kynntur fyrir annarri konu, sem hafði djúpa og þægilega rödd og sérstaklega fallega fætur, og var kölluð Marí- anna. Báðar léku þær tennis af hörku og kunnáttu. Frank hafði lítið gaman af að leika tennis við þá, sem voru honum snjallari; það kom honum í slæmt skap. Maríanna lánaði honum einn af sínum spöðum; hann fór vel í hendi, og Maríanna kom því svo fyrir, að hann lék á móti vinkonu hennar, sem Evelyn hét. Evelyn lék misjafnlega og afsakaði sig með því, að hún væri spennt á taugum. „Hvers vegna?“ spurði hann, og sló knöttinn af varkámi; en hún lét spurningu hans ósvarað. Hann gerði sitt til að hún ynni leikinn, en þegar hún komst að raun um, að það var tilgangur hans, sló hún knetti hans ekki til baka. Hann sá andlit hennar ekki greinilega fyrr en hún tók skyggnið af enninu. Hon- um fannst hún óvenjulega fríð; gat ekki að sér gert og starði á hana nokkra hríð. Honum fannst allt í einu, sem allar þær kvenásjónur, sem hann hafði áður augum litið, væru gerðar úr postulíni, én andlit hennar væri gert úr öðru og líf- rænna efni. Og þannig var upphaf- ið, eins og að öllum ástarævintýr- um karla — forvitni. Hann spurði sjálfan sig: hvernig skyldi þessi kona vera innan rjfja;hvernig skyldi hún taka kossum, hvernig skyldi hún vera nakin, þegar hún lætur undan? Hún var ekki ein af þeim, sem vekja ást með karlmönnum við fyrstu sýn — það gerðist ekki fyrr en síðar, með fyrsta kossi þeirra. Varir henn- ar voru mjög bogadregnar og litur þeirra minnti á fölbleikan kóral. „Ef maður dirfðist að kyssa þig, ætti maður þá ekki á hættu að verða allur rauður í framan af varalit", hafði Frank sagt, skömmu eftir að þau kynntust. Evelyn hafði starað á hann eins og hún skyldi ekki orð í ensku. Hún hafði löng hvarmhár, og sló á þau daufu silfurskini, eins og hárið, og gæddi svip hennar eins konar værð. En þegar Frank kyssti hana fyrsta sinni, varð hann skelk- aður, svo mikill var ofsi hennar, er hún endurgalt kossa hans. Hann varð skelkaður sér í lagi fyrir það, að ofsi hennar kom upp um ein- kennilegan reynsluskort og klaufa- skap. Og var engu líkara, en þessi lokaði munnur vissi ekki til fulln- ustu hvað munnur Franks vildi hon- um. Hún hafði kreppt hendurnar og titrað eins og í krampaflogi — rétt eins og þetta væri henni alger- lega ný reynsla. Og Frank varð ást- fanginn. Þetta hafði gerzt í leigubíl fyrir nokkrum dögum síðan. Þau voru á Ný framhaldssaga eftir heimskunnan höfund hefst hér 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.