Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 28
UNGA HEIMSMET í HOLU Það er ekki að furða, þótt hann klóri sér í hausnum, þessi, og merkilegt, að hann skuli ekki líka naga gat á handarbökin á sér. Hann neit- aði nefnilega drottningu. Fyr- ir nokkru kom ung stúlka, ung frú Gardiner, í tízkuhúsið hans í West End í London, og bað hann að sjá sér fyrir brúðar- Neitaði drottningunni klæðum og því sem með þarf í samtaandi við þau. Paterson — hann heitir fullu nafni Ron- ald Paterson — sagðist kann- ski geta lokið brúðarkjólnum af fyrir þann tíma, sem stúlk- an tiltók, en alls ekki afgang- num. Það var svo mikið að gera hjá honum, og auk þess ætlaði hann að taka sér frí og fara í ferðalag. Það varð ekki fyrr en seinna, að honum varð ljóst, að þessi unga og feimna stúlka var hin tilvonandi —• og nú orðin — drottning Jórdaníu. Brúðkaup þeirra Husseins Jórdaníukonungs og ungfrú Tony Avril Gardiner var fremur fábrotið -—- meira að segja á kóngavísu. Þessi kon- ungur er ekki sérlega vinsæll af þegnum sínum, óg hefur ekki úr háum söðli að detta, ef þeim dytti einn góðan veð- urdag í hug, að steypa honum af stóli. Brúðurin fékk kjólinn sinn frá London, og í honum bar hún gjöf frá unnusta sin- um og verðandi eiginmanni, demant á stærð við heslihnetu. Hjónatötrin fylgja hér með á mynd. | Hvar er hún alin'upp ? Það er hægt að setja heimsmet í mörgu. Franski ljósmyndarinn Michel Siffre setti heimsmet í því að halda til neðanjarðar. Hann dvaldi í helli, um 130 metra undir yfirborði jarðar í um það bil tvo mánuði, og var næstum blindur þegar hann var dreginn upp á jörðina aftur, eftir að sjá enga skímu í þessar 9 vikur. Það lítið af honum, sem sést á þessari mynd, virðist í heldur ömurlegu ástandi, og jafnvel vafasamt, hvort þetta heimsmet hefur svarað kostnaði. BARÐI Á BOMBUNNI Jayne Mansfield — kynbomban fræga — er alltaf að fá einhver verðlaun. Kannski þó fremur fyrir útlitið en listina, þótt í orði heiti það annað. Nýlega var hún að taka á móti einum slíkum verðlaunum, þegar dans- mærin Alma Del Rio ærðist yfir því, að hún skyldi ekki fá verðlaunin, og réðst á Jayne. Kraftalegir lögregluþjónar ruddu sér braut að þeim stallsystrunum og gripu Alma Del Rio heljartökum, en aðrir karlmenn tóku þegar að stumra yfir Jayne, sem lá í valnum, Og það leið ekki á löngu, þar til hún stóð á ný óstudd á sínum fögru fótum og gat tekið á móti verðlaununum sínum. Það tekur hina ungu og efnilegu leikkonu Marianne Hill dálítinn tíma að skýra frá því, hvar hún sé eiginlega alin upp. Hún er fædd í Santa Barbara í Californíu. Þegar hún var níu ára, fluttist hún með foreldrum sínum til Woodland Hills, rétt utan við Hollywood, síðan átti hún tvö ár heima í Las Palmas (þar lærði hún að tala spænsku eins og innfædd). Þessu næst fóru foreldrar hennar enn með hana til Californíu, en þar voru þau ekki nema nokkra mánuði, áður en þau fluttu aftur til Kanada, en þar átti faðir hennar eyland að nafni Jarvis- ey. Þá var enn flutt til San Diego við landamæri Kali- forníu og Mexikó, og loks til la Jolla. Þá var Marianne 13 ára gömul, tekin í sumarleik- húsið þar, og þar var hún, Lindfors. þangað til hún var ráðin að Nýlega fékk svo Marianne sumarleikhúsinu í Laguna, Hill það sem allar ungar þar sem hún lék með þekktu stúlkur dreymir um — að listafólki eins og James minnsta kosti þær ameríslcu, Mason, Eartha Kitt og Viveca ef trúa skal gróusögum — stórt hlutverk í kvikmynd. Hún á að leika spánska stúlku í kvikmyndinni Tall man. — Það var ekki til einskis, að eiga heima í Las Palmas, seg- ir hún. ★ Sauður eða ekki sauður Það er ekki langt síðan þessi mynd var tekin í Berlín. Þessi suðræni karlmaður ?r Don Jaime de Mora y Aragon, en þessi ^lskulega stúlka er amerísk, þótt hún beri hið skandinavíska nafn Margit Olsen. Don Jaime de Mora y Aragon er, eins og kunn- ugt er, bróðir Fabiolu drottningar, og svarti sauðurinn í þeirri fjölskyldu, meðal annars er hann svo óforskammaður að hafa gaman að því að spila jazz. Þeir í Berlín segja hins vegar, að Don Jaime de Mora y Aragon sé viðkunnanlegasti náungi, og við höfum heyrt það víðar að, að það sé aðeins fjölskyldan, sem álítur hann sauð, en hann er náttúrlega dökkur yfirlitum...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.