Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 29
x rödd hans mátti heyra einhverja geðshræringu, sem erfitt var að skýrgreina. Andlitið var eins og úr tré og svipurinn kjánalegur — ein- mitt þess konar svipur, sem menn gjaman setja upp, þegar á þeim hvílir eitthvert farg, hugsaði Poirot með sér. „Við erum í Westshire, er ekki svo?“ spurði Poirot rólega. „Ég þekki lögreglust j órann ykkar, Riddle majór, mjög vel.“ „Riddle á heima um það bil hálfa mílu héðan,“ sagði Hugo. „Sennilega kemur hann hingað sjálfur.“ „Það væri mjög heppilegt,“ sagði Poirot. Hann tók að reika gætilega um stofuna. Hann dró gluggatjöldin til hliðar og rannsakaði glerhurðirnar, aðgætti hvort þær væru lokaðar. Þær voru lokaðar. Á veggnum fyrir aftan skrifborð- ið hékk kringlóttur spegill. Spegill- inn var mölbrotinn. Poirot beygði sig niður og tók upp lítinn hlut. „Hvað er þetta?“ spurði Hugo Trent. „Byssukúlan.“ „Hún hefur farið beint í gegnum höfuð hans og lent í speglinum?“ „Það virðist svo.“ Poirot lét hana nákvæmlega á sama stað og hann tók hana. Hann gekk að skrifborðinu. Þar var dá- lítið af blöðum, snoturlega raðað í stafla. Á sjálfri skrifblokkinní lá laust blað, og á það var párað skjálf- andi hendi með stórum stöfum: AFSAKIÐ. „Hann hlýtur að hafa skrifað þetta rétt áður en hann — gerði það,“ sagði Hugo. Poirot kinkaði kolli hugsandi. Hann leit aftur á brotna spegil- inn, síðan á dána manninn. Hann hrukkaði ennið ofurlítið eins og hann væri í vafa. Svo gekk hann fram að hurðinni, þar sem hún hékk skökk með brotna læsingu Það stóð enginn lykill í skránni, eins og hann raunar vissi — annars hefði bann ekki getað séð gegnum skrá- argatið. Enginn lykill sást heldur á gólfinu. Poirot beygði sig yfir dána manninn og þreifaði á vösum hans. „Já,“ sagði hann. „Lykillinn er í vasa hans.“ Hugo dró upp vindlingahylki og kveikti sér í vindlingi. Það var ekki Vitanlega datt mér ekki í hug, að hann mundi fremja sjálfsmorð, en þrátt fyrir það er ég ekkert ákaflega liissa. Sannleikurinn er sá, að frændi minn var snar- geggjaður, herra Poirot. Það vissu allir. lega. Afsakið. Eigum við að fá okk- ur sæti?“ Hann benti á legubekk í horninu, sem var fjarst líkinu. Svo hélt hann áfram og talaði skrykkj- ótt: „Jæja, það er þá Vanda — frænka mín, þér vitið. Og Rut, frænka mín. Þær þekkið þér báðar. Svo er það hin stúlkan, Súsanna Cardwell. Hún er aðeins gestur hér. Þá er það Bury ofusti. Hann er gamall vinur fjölskyldunnar. Og svo herra Forbes. Hann er líka gamall vinur, auk þess, sem hann er lög- maður okkar og allt slíkt. Blessaðir karlarnir voru báðir hrifnir af Vöndu, þegar hún var ung, og þeir snúast enn í kringum hana eins og tryggir aðdáendur. Hlægilegt, en ofturlítið hjartnæmt. Þá er það Godfrey Burrows, einkaritari gamla mannsins — það er að segja frænda míns, og ungfrú Lingard, sem hefur verið honum til aðstoðar við að rita sögu Chevenix-Gore-ættarinn- ar. Hún grefur upp sögulegar heim- ildir fyrir rithöfunda. Og þá held ég, að allir séu komnir." Poirot kinkaði kolli. Því næst sagði hann: „Og mér skilst að þið hafið raun- verulega heyrt skotið, sem gerði út af við frænda yðar?“ „Já, svo var. Héldum að það væri tappi úr kampavínsflösku — ég, að SAKAMÁLASAGA EFTIR AGATHA CIIRISTIE 3. IILITI SPEGILL laust við að röddin væri rám. „Það virðist allt liggja mjög ljóst fyrir,“ sagði hann. „Frændi minn hefur lokað sig hér inni, hripað þessa orðsendingu á pappírsblað og því næst skotið sig.“ Poirot kinkaði kolli í þönkum. Hugo hélt áfram: „En ég skil ekki, hvers vegna hann bað yður að koma. Út af hverju var það?“ - „Það er öllu erfiðara að finna slcýringu á því. Á meðan við bíð- um eftir því, hr. Trent, að yfirvöld- in lcomi til skjalanna, viljið þér kannski vera svo góður að segja mér nákvæmlega, hvaða fólk þetta er, allt sem ég sá í kvöld, þegar ég kom?“ „Hverjir það eru?“ Hugo var eins og hálf utan við sig. „Ó, já, vitan- minnsta kosti. Súsanna og ungfrú Lingard héldu að það hefði verið bíll úti á veginum, sem hefði tekið bakslag — vegurinn liggur hérna rétt framhjá, sjáið þér til.“ „Hvenær var það?“ „Ó, svona tíu mínútur yfir átta. Snell var nýbúinn að hringja í fyrra sinnið.“ „Og hvar voruð þið, þegar þið heyrðuð það?“ „í forsalnum. Við hlógum að því, og vorum að tala um það fram og aftur, hvaðan hljóðið hefði komið. Ég sagði, að það hefði komið úr borðstofunni, Súsanna sagði, að það hefði komið úr áttinni frá setustof- unni, ungfrú Lingard sagði, að sér hefði fundizt það koma ofan af lofti, en Snell sagði, að það hefði komið utan frá veginum, það hefði aðeins borizt inn um gluggana uppi á lofti. Og þá sagði Súsanna: „Eru nokkrar fleiri uppástungur?“ Og ég sagði hlæjandi, að það væru alltaf morð á ferðinni! Dálagleg vitleysa, þegar ég hugsa um það núna.“ Það komu órólegir drættir í and- lit hans. „Engum ykkar kom til hugar að hr. Gervase kynni að hafa skotið sig?“ „Nei, vitanlega ekki.“ „Og þér hafið raunverulega alls enga hugmynd um, hvers vegna hann skuli hafa skotið sig?“ „Ja — sko,“ sagði Hugo og dró seiminn. „Ég mundi ekki segja, að ...“ „Þér hafið þá einhverja hugmynd um það?“ „Já — það er að segja — það er erfitt að skýra það. Vitanlega datt mér ekki í hug, að hann mundi fremja sjálfsmorð, en þrátt fyrir það er ég ekkert ákaflega hissa. Sann- leikurinn er sá, að frændi minn var snargeggjaður, hr. Poirot. Það vissu allir.“ „Og það finnst yður nægileg skýr- ing?“ „Tja, menn skjóta sig, þegar þeir eru ofurlítið bilaðir.“ „Það er aðdáanlega einföld skýr- ing.“ Hugo glápti. Poirot reis á fætur og reikaði um herbergið, án þess að hafa neitt sér- stakt fyrir augum, að því er virtist. Það var þægilega búið húsgögnum, einna helzt í þungum Viktoríustíl. Þar voru sterkbyggðir bókaskápar, Framhald á bls. 50. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.