Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 31
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©HrútsmerkiÖ: (21. marz—20. apr.): Þú hefur verið að bíða eftir bví undanfarið, að eitthvað merki- legt gerðist, og nú bendir allt til þess, að þetta gerist í vikunni, enda mun vikan verða hin á- nægjulegasta í alla staði. Sunnudagurinn er sá dagur, sem skiptir framtíð þina mestu. Líkur á afar ske^mtilegu samkvæmi. ©Nautsmerkið (21. apr.—21. maí): Það verður lögð fyrir þig gildra í vikunni, en ef Þú hefur hreinan skjöld i því máli, sem hér um ræðir, þá verður þetta atvik bara til að auka álit manna á þér, hvort sem þú fellur í gildruna eða ekki. Á vinnu- stað gerist dálítið óvænt og er þar ólíkleg persóna að verki. Heiliatala 9. TvíburamerkiÖ (22. mal—21. júní): Maður, sem vill þér vel, kemur mikið við sögu í vikunni. Þú hefur verið að vinna að erfiðu verkefni undan- farið, og bendir nú allt til þess, að þessi maður geti orðið þér að liði. Þú skuldar einhverjum bréf, og gæti Það komið sér illa, ef þú drægir að svara öllu lengur. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júli): Það er varla hægt að búast við neinum stórtíðindum í vikunni, og yfirleitt verður þetta heldur hversdagsleg vika, en þó ekki leiðinleg. Þú munt helzt sitja heima við, enda er þér það fyrir beztu. Einhver ná- skyldur þér hverfur af sjónarsviðinu um stundarsakir, og kemur það sér illa. CLjónsmerkiö: 24.júlí—24. ág.): Þér munu gefast k óvenjulegar frístundir í vikunni, og nú ríður á "J að níta þær vel. Allt bendir til þess, að þér væri * bezt að nota þessar frístundir til að Ijúka verk- efni, sem hefur beðið þín heima I margar vikur. Illur orðrómur verður til Þess að koma þér og vini þínum í klípu, en endalokin verða góð. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú virðist ©nokkuð kröfuharður þessa dagana, krefst ótrú- legustu hluta af náunganum en vilt samt ekkert gefa í staðinn. Þú verður að venja þig af þessum ósóma hið snarasta, áður en vinir þinir fara að forðast þig. Helgin verður hin ánægjulegasta í alla staði. Talan 4 skiptir þig afar miklu. VogarmerkiÖ: (24. sept,—23. okt.): Þetta er tví- mælalaust vika kvennanna. Það er eins og lánið ætli að leika við öllum þeim konum, sem fæddar eru undir þessu merki Þeir karlmenn, sem fæddir eru undir þessu merki í september, ættu að fara að öllu með gát í öllum hjartans málum. Fimmtudagurinn er langbezti dagur vikunnar. DrekamerkiÖ (24. okt.—23. nóv.): Vinur þinn verður til þess að opna augu þín fyrir einhverju nýju og skemmtilegu, og bendir allt til þess, að þetta eigi hug þinn allan í þessari viku, og er Það gott. Líklega verður ekki úr þessu heimboði, sem Þú áttir von á en í rauninni gerir ekkert til þótt það dragist. Bogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Þessi vika verður öll hin ánægjulegasta, ekki sízt ef gömul ósk þín rætist, en allt bendir einmitt til þess, að svo verði. Helgin verður vægast sagt óvenjuleg. Þú munt lenda I skemmtilegu ævintýri, sem þú lendir líklega aldrei aftur í á lífsleiðinni. Heillatala 11. GeitarmerkiÖ (22. des. 20. jan.): Þetta verður vika mikilla öfga. Ýmist mun skapið vera gott eða þá (reyndar sjaldnar) herfilegt. Líklega tek- ur þú smámuni allt of nærri þér, og verður það til að spilla fyrir þér svo um munar. Föstudagur- inn er dálítið varhugaverður, einkum ef þú átt stefnumót við ástvin þinn. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.): Allt það, sem þú skrifar í vikunni, skaltu vanda mjög, því að ýmsir aðilar eru meira en fúsir til að gagn- rýna þig. Þú kemur líklega fram einhvers staðar fyrir hönd einhvers annars, og mun þér farnast vel. Líkur eru á talsverðum fjárgróða i vikunni. Heillalitur grátt eða jafnvel svart. Fiskamerkiö (20. febr.—20. marz): Þetta verður ©heldur venjuleg vika og bendir allt til þess, að heldur verði tíðindalítið. Þó virðist helgin ætla að verða skemmtileg, einkum ef þú skyldir lenda i samkvæmi því, sem líkur voru á, að yrði haldið. Þú lofaðir einum vini þínum einhverju fyrir skömmu. Efndu það strax.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.