Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 33
MTÐAPRENTUN Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls- konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar, kvittanir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar afgreiðslu- box. Leitið upplýsinga. HILNIR HF Skipholti 33. -- Sími 35320. um frá sér og lét hann ganga á und- an sér upp malarborinn stiginn. Danstónlist barst á móti þeim úr samkomusalnum. Það var ekki mannmargt eftir á gólfinu, þegar þau gengu gegnum danssalinn. Frank kvaddi í skyndi nokkra kunningja, sem hann hafði eignazt, reyndi að sjá sjálfan sig í speglinum á veggnum, þar sem hann hafði óþægilegt hugboð um að hár- ið færi ekki eins vel og skyldi. Eve- lyn virtist kalt og farið að syfja, en hvergi urðu þess séð nein merki, sem þeim hafði farið á milli í bað- húsinu. Hún var lítið eitt fölari en venjulega, munnur hennar virtist stærri, augu hennar dekkri og dýpri. „Herra Davis langar til að kveðja þig...“ sagði hún“ og staðnæmdist bak við stól eiginmanns síns inni í bridsherberginu. Droste lagði frá sér spilin, stóð hæversklega á fæt- ur og reyndi að segja eitthvað á ensku. „Auf Wiedersehen", sagði Frank; það var ein af þeim fimm orðfáu setningum á þýzku, sem hann hafði lært. Svo þrýsti hann hendi Drostes í kveðjuskyni. Einn af spilafélög- unum, maður nokkuð við aldur og með hvítt yfirvararskegg, reyndi að leyna gremju sinni yfir trufluninni og Frank skildi hann vel. „Hver ekur Davis til járnbrautar- stöðvarinnar?" spurði Marianna, sem stóð þarna úti í horni. „Ég tek leigubifreið ...“ „Hvaða vitleysa... ég ek þér þangað". „Þakka þér fyrir. En þá verðum að hafa hraðan á.“ „Eins og skot... Kemurðu með, Evelyn?" „Ég veit ekki“, hvíslaði Evelyn og starði á eiginmann sinn. Hún hafði lagt hendina á bakið á stól hans, en hann virt'ist niðursokkinn í spilin. „Eins og landsyfirdómaranum standi það ekki á sama“, sagði Marí- anna. „Við skulum koma, Davis. Maður verður að heiðra gestinn, hversu erfiður sem hann er við að fást, segir máltækið. Við skulum flýta okkur...“ Bíll Maríönnu var tryllt og urr- andi villidýr. Þau urðu að sitja þröngt, Frank sat á milli þeirra, Maríönnu og Evelyn. Maríanna not- aði sterkt og æsandi ilmvatn og Frank andaði því að sér með nokk- urri varúð. „Evelyn er föl í andliti," sagði Maríanna með sinni djúpu, ákveðnu raust. „Þú hefur ofþreytt hana, Dav- is. Hún þolir ekki þennan ameríska hraða“. „Vertu ekki að þessu, Maríanna,“ maldaði Evelyn í móinn. „Evelyn hefur kannski leynt þig því, að hún þarfnast mjög gætilegr- ar meðferðar. Hún kom hart niður að seinna barninu, og landsyfirdóm- arinn hefur nokkrar áhyggjur af heilsufari hennar síðan.“ „Þú átt börn“, spurði Frank undr- andi. Evelyn gerði aðeins að kinnka kolli. „Tvö“, svaraði Maríanna. „Tvo óþekktaranga, sem ætla að gera út- af við hana. Tvo akfeita prakkara, sem ég bókstaflega tilbið ...“ Hún ók á fleygiferð fyrir horn. „Ég veit ekki annað en að ég hafi sýnt Evelyn fyllstu varkárni — er ekki svo?“ sagði Frank. Hann hafði smeygt arminum aftur fyrir herðar Evelyn, svo að þau kæmust betur fyrir. Honum varð hugsað til barna Evelyn og eiginmanns hennar. „Hvaða embættistitill er það, sem eiginmaður þinn hefur?“ spurði hann. Evelyn varð fyrir svörum. „Landsyfirréttardómari. Sá yngsti, sem skipaður hefur verið í það em- bætti, enda er honum spáð miklum frama.“ Frank hafði að sjálfsögðu ekkert við það að athuga. Samræðurnar féllu niður. Evelyn laumaði hendi sinni í hönd honum. „Leiðinlegt að þú skulir vera að fara svona allt í einu,“ sagði Marí- anna. „Hvað rekur þig svona vægð- arlaust til Parísar?" „Þetta venjulega. Verzlunarer- indi.“ „Hvers konar viðskipti eru það, sem þú hefur með höndum? Ertu kannski einn af þessum heimskunnu iðjuhöldum, sem maður er alltaf að lesa eitthvað um í blöðunum?" „Frank gat ekki stillt sig um að hlægja. „Ég held nú siður. Ég sel appel- sínur. Og það er ein af meginlífs- reglum mínum að ræða ekki við- skipti við konur,“ sagði hann og þrýsti hönd Evelyn. „Störf karlmannanna er það eina sem vakið getur áhuga manns á þeim,“ sagði Maríanna. Hún var húsateiknari og lifði í starfi sínu af lífi og sál. Og í sömu svifum heml- aði hún svo skyndilega, að Frank var nærri hrotinn fram úr sætinu. Evelyn sleppti hönd hans; hún hafði ekki sagt aukatekið orð alla leiðina. Hann leit sem snöggvast á klukkuna yfir innganginum að jámbrautar- stöðinni — enn voru sex mínútur eftir. Evelyn kleif út úr bílnum svo að hann kæmist leiðar sinnar. Lög- regluþjónn benti og pataði og leigu- bíll öskraði fyrir aftan. Maríanna skipaði Evelyn að setjast inn í bíl- inn. „Við lendum í vandræðum, ef við ökum ekki tafarlaust á brott aftur. Vertu sæll, Davis, þakka þér fyrir skemmtunina. Vona að þér líði vel í París og viðskiptin gangi að ósk- um“, kallaði Maríanna. „Við getum því miður ekki fylgt þér út á stöðv- arpallinn — samkvæmiskjólarnir okkar mundu vekja helzt til mikla athygli. Skelltu aftur dyrunum, Evelyn...“ Frank rétti henni höndina milli stafs og hurðar. Leigubílstjórinn var farinn að skammast og lögreglu- þjónninn nálgaðist. Það síðasta, sem Frank fann til Evelyn var það, að hönd hennar var köld og svaraði ekki, þegar hann þrýsti að henni. Og villidýrið fjórhjólaða þaut urr- andi af stað. Frank dró upp farmiðann og gekk inn á brautarstöðina. Farangurinn sinn hafði hann látið senda þangað áður, svo að hann gæti átt þeim mínútunum lengri kveðjustund með Evelyn. En nú var þeirri stund sem sagt, endanlega lokið. Inni fyrir var þessi daufa birta, sem er öllum brautarstöðvum sam- eiginleg, og gerir þær að dapurleg- ustu stöðum, sem getur undir þaki. Frank gekk þrepin upp á pallinn; allir, sem stóðu þar og biðu virtust VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.