Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 42
þessa nýja þjóns kirkjunnar vel og styrk hann og leiðbein honum í þjónustunni. Guð blessi samstarf ykkar.---------- Samstarf okkar Þórðar varð náið og innilegt. Ég veitti honum allan þann stuðning, sem ég mátti og þótt ég fyndi, að sökum gáfna hans og glæsimennsku, hyrfi ég í skugga hans, vakti það ekki hjá mér gremju eða öfund, heldur ánægju og stolt. Við Þórður þurftum oft að vinna saman að undirbúningi helgiathafna. Hann fékk því gamla herbergið mitt sem vinnustofu og aðgang að öllum þeim bókum, sem ég átti. Oft varð ég þess var, að Þórður og Margrét sátu á tali í vinnustofu hans. Varð honum þá tíðum gripið til hörpunnar og spilaði og söng. Ekkert gladdi sál mína meira en fagur söngur. Stundum kom fyrir, að við Anna litum inn til þeirra og sungum með þeim. Þannig leið nokkur tími. Ó, þú heilaga guðsmóðir, hví opnaðir þú ekki mitt vesæla heimska hjarta fyrir því, hvernig örlaganornirnar spunnu þræði sína. Það var Anna, sem vakti mig af svefninum. Næsta dag kom Þorleifur á minn fund. Nú var hann ekki feiminn og miður sín eins og forðum er hann bað mig að tilkynna guðs- gjöfina, heldur hress í bragði og einbeittur. Hann kom formálalaust að erindinu, sem var að biðja um hönd dóttur minnar fyrir son sinn. Allt látbragð hans benti til þess að honum fyndist mál þetta þegar ráðið og okkur báðum til gleði. Ég man, að mér sortnaði fyrir augum. í fjarska heyrði ég klukkna- hljóm, og fyrir hjartastað fann ég svo nístandi sársauka að síðar var mér sagt að ég hefði gefið frá mér niðurbælt angistaróp. Svo hvarf mér veröldin. Er ég kom aftur til vitundar var ég í rekkju og Anna sat fyrir fram- an mig. Hún strauk vanga minn blíðlega, laut að mér og hvíslaði: — Vinur minn, ég veit allt, hefi löngu vitað það og fyrirgefið. Megi guð fyrirgefa þér svo sem ég hefi gert. Mér létti mikið við að vita, að nú geymdi ég ekki lengur einn leynd- armál mitt, heldur deildi því með þeirri konu, sem ég elskaði nú meir en nokkru sinni fyrr og var mér sterkari í öllum raunum. Við ræddum nú hvernig spyrnt yrði við broddunum. Bæði voru þau ung og óvíst hve djúpstæð ást þeirra var. Mundi ekki tíminn breiða sinn milda liknarvæng yfir tilfinningar þeirra og hjálpa þeim til að gleyma. Hvort sem við rædd- um þetta lengur eða skemur bar ávallt að sömu niðurstöðu. Dóttur okkar urðum við að gifta þegar í stað. Vinur minn og skólabróðir var prestur á Mosfelli. Hann átti son, sem nýlega hafði lokið vígslu sem aðstoðarprestur föður síns. Mér var kunnugt um að hann var vel met- inn og góður drengur. Þar sáum við mannsefni dóttur okkar. Ég gerði mér nú ferð að Mosfelli. Er ég sneri heim var málum þann- ig ráðið að dóttir mín var föstnuð hinum unga aðstoðarpresti. En hvernig áttum við að skýra þessa ráðabreytni fyrir henni. Hvernig sem ég rannsakaði ætt þeirra Þuríðar og Þorlefis, fann 42 VIKAN ég fátt, á móti ráðahagnum. Þó gat ég um síðir grafið upp sál- sýkistilfelli, að vísu fjarskylt, en það varð að nægja. Við kölluðum nú Margréti á okk- ar fund. Ég reyndi að skýra fyrir henni að við gætum aldrei sam- þykkt, að hún gengi að eiga Þórð, þar sem slíkar veilur væru í ætt hans. Einnig reyndi ég að sýna henni fram á, að margt benti til, að þessar ættarveilur ætluðu að koma fram hjá honum. Hann væri viðkvæmur í lund, gæddur ríkri listamannsgáfu og milli hennar og brjálseminnar væri skammur vegur. Allt var tal mitt máttlaust og ó- sannfærandi. Ennþá sé ég fyrir mér fölt, grát- bólgið og ásakandi andlit hennar, er hún hlýddi á mig. Þá kom móðir hennar mér til hjálpar. Hún leiddi Margréti til svefnslofts okkar. Þar töluðu þær mæðgur allan daginn. Um kvöldið hafði Margrét beygt sig fyrir foreldravaldi okkar. Skömmu síðar var brúðkaup henn- ar gert að Mosfelli. Allir í Kirkjuvoginum vissu hvað okkur Þorleifi hafði farið í milli. Þessi ráðabreytni kom því mönn- um á óvart og vakti mikið umtal og getgátur. Óvildarmenn átti Þor- leifur marga. Þeir glöddust yfir því sem gerzt hafði, en vinir hans snéru nú til mín kulda og beiskju. Hvað gerzt hefur um þessar mundir í Garði veit guð einn. Þá sjaldan leiðir okkar Þorleifs lágu saman, mætti ég í fari hans ískaldri fyrirlitningu og nístandi hatri. Stolt hans og metnaður var helsært. Auðsýnilega reyndi hann þó að láta sem ekkert væri, og var reisn hans og skörungsskapur aldrei meiri en nú. Langur tími leið, án þess að ég sæi Þórð. Hann sinnti ekki störf- um og sæist hann úti við, fór hann einförum. Loks kom hann þó og ræddi við mig um störf okkar, sem ég væri ókunnugur maður. Mér duldist ekki að hann var niðurbrot- inn á sál og líkama. Ó, þú heilaga guðsmóðir, hví heyrðir þú ekki bænir mínar, hróp- og áköll fyrir sálarvelferð hans. Aldrei hefi ég lagt mig eins óskiptan í bænina og þá. Svo liðu dagarnir langir og gleði- snauðir. Hvernig sem ég vonaði og bað, gat ég ekki merkt neina breyt- ingu á hugarástandi Þórðar. Þuríður í Garði hafði tekið sjúk- dóm, sem enginn kunni skil á. Hún tærðist upp, og þrek hennar dvín- aði dag frá degi. Þorleifur leitaði henni allra þeirra læknisráða, sem tök voru á, en án þess að það kæmi að _ neinu haldi. Ég hafði veitt því eftirtekt, að Þórður tók oft lítinn bát er faðir voginn. Þegar ég nálgaðist kirkjuna, sá ég bátinn frammi á Voginum. Ég dvaldi nokkra stund í kirkj- unni, þar sem ég gerði bæn mína fyrir sálarheill Þórðar, heita og innilega. Þegar ég kom út aftur, blasti báturinn við mér, en nú var hann mannlaus. Seinna um daginn fannst lík Þórðar. Þorleifur bar það í fanginu alla leið heim til bæjar, þar sem það var lagt á fjalir. Næsta sólar- hring vék hann ekki frá því og neytti hvorki svefns né matar. Á öðrum degi kom sendiboði frá Garði með þau skilaboð að ég væri beðinn að koma og veita Þuríði síðustu smurningu. Þegar ég kom aftur í svefnloft hennar eftir öll þessi ár, sá ég strax að hin deyj- andi kona átti skammt eftir. Hár hennar var nú silfurhvítt. Guð gaf mér af náð sinni styrk til að framkvæma starf mitt með virðuleik. Að því loknu bærði hún varirnar likt og hún vildi segja eitthvað. Ég laut að henni og heyrði hana hvísla veikri röddu: — Vinur minn, Þorleifur veit allt. Ég gat ekki dáið án þess að --------— frekari orðaskil greindi ég ekki. Síðan leit hún í augu mér, og ég sá ljós þeirra slokkna. Það var kvöldsett er ég gekk heim á leið frá Garði og í sál minni var auðn og tóm. Yfir Voginum og byggðinni hvíldi alger þögn. Jafn- vel hin síkvika, óþreytandi bára við fjörusteinana var hljóð. Mér var litið til kirkjunnar á hólnum. Hún hallaði frá sér óreglulegum skugga, en yfir bátauppsátri Þor- leifs flögraði einmana múkki og hvarf í suður. Þegar heim kom, rann á mig svefnhöfgi. Ég sá mig standa fyrir altari kirkjunnar í fullum skrúða. Kirkjubekkirnir voru fullskipaðir fólki. Allt var fólkið með spenntar greipar og drúpandi höfuð. Mörg andlit þekkti ég. Ég sá foreldra mína í þeirra gömlu sætum og marga framliðna ættingja og vini. Þá lukust kirkjudyrnar upp og Þuríður og Þórður gengu inn kirkjugólfið. Þau krupu við kór- dyrnar og gerðu bæn sína. Orð greindi ég ekki, en þóttist þó vita að þau og allir kirkjugestir bæðu fyrir sál minni og Þorleifs. Svo fölnaði þessi sýn hægt og hægt og kirkjan var auð. Þá sá ég að blóð- flekkur rann frá altarinu, og breidd- ist yfir gólfið. Þá fyrst varð ég gripinn angist og mátturinn þvarr. í örvæntingu reyndi ég snúa and- litinu til þín, heilaga móðir, en þú varst þá ekki á þínum sæla stað á altarinij, heldur óra langt í burtu og ásjóna þín myrk sem bik. Hve lengi ég stóð þannig einmana og Þorleifs og þeirra, sem til þín eru komnir fyrir misgerðir mínar. Frá altari kirkjunnar sá ég blóð renna. Varðveit þú sálu hans, sem því veld- ur og fyrirgef honum. Sé það mitt blóð, sem á að renna frá altari kirkju þinnar, þá er ég tilbúinn að ganga til dóms. Þegar dagar, legg ég þessa játningu í fótstall þinn og fel þér sál mína. Ritað aðfaranótt Mikaelsmessu anno 1232. Þorbjörn prestur Þorleifsson. Vinirnir sátu hljóðir og horfðu hvor á annan. Þá reis þjóðminja- vörður hægt á fætur gekk að bóka- skáp á veggnum og tók þar fram annál frá 1300, blaðaði í bókinni nokkra stund og las. — Árið 1232 gerðust þau hræði- legu tíðindi að Þorleifur nokkur Þórðarson drap Þorbjörn prest Þorsteinsson í Vogi á Mikaelsmessu- degi (29. sept.) þá er hann var skrýddur fyrir altari. Síðan lagði þessi Þorleifur sjálfan sig í gegn með hnífi. — Síðan var löng þögn. ★ Konungur kvennabúrsins Framhald af bls. 25. Þó að svona vel færi um hann, gat Ben ekki stillt sig um að fara í aðrar heimsóknir, um að flakka um hæðadrögin í leit að stúlkum. f fyrsta sinn, sem Mary fann að þessu, ávítaði hann hana reiður og hótaði því að yfirgefa hana. „Ef þú vilt halda karlmanni, þá láttu hann haga sér eins og karl- maður,“ sagði hann við hana. „Þú mundir aldrei ætlast til þess, að ég borðaði aðeins eina fæðutegund, eða væri alltaf í sömu fötunum, eða að ég bara sæti og horfði á fjöllin hvern dag allt mitt líf. Þetta er það sama! Þegar mig langar til að fara í heimsókn, þá geri ég það.“ Hún hreyfði aldrei framar neinum mótmælum, en þakkaði forsjóninni í hvert sinn og hann kom heim til hennar aftur. Fjölskylda hennar fór með Ben eins og velkominn gest í eitt ár, bað hann ekki einu sinni um að hjálpa til við verkin. En dag einn kom Mr. Stollard til hans og sagði vandræða- lega: „Ben, nábúarnir eru farnir að stinga saman nefjum um þetta, og mömmu Mary er ekki sama um það. Væri ekki betra, að þið Mary bara giftuð ykkur?“ Rétt í svip datt Ben Angelina í hug, en svo yppti hann öxlum og samþykkti þetta. Hann fór með Mary til Aberdeen í Ohio og endur- tók þar giftingarheitin. Það liðu tvö ár, áður en hann gerði nokkrar hans átti, og réri einn fram á Vog- inn. Þar sat hann stundum dag- langt að smáfiskveiði. Á lognkyrr- um kvöldum ómaði oft hin silfur- tæra rödd hans út yfir Voginn, angurvær og þunglyndisleg. Annars heyrðist hann nú orðið aldrei syngja nema við kirkjuathafnir. Svo var það dag nokkum snemma, að Þórður hafði róið lengra en venjulega. Vogurinn var spegilslétt- ur og óvanalega blár, eins og hann getur fegurstur orðið að haustlagi. Enginn leiddi hugann að bátnum fram á sjónum. Um miðjan dag átti ég leið til kirkjunnar, sem stendur á hól þar sem vítt útsýni er yfir allan Kirkju- yfirgefinn veit ég ekki, en meðan leið líf mitt fyrir augum mér, svo sem ég hefi nú skráð. Svo tók birta að færast í andlit þitt unz það ljóm- aði í guðdómlegri geisladýrð. Þá hvarf mér sýnin og ég vaknaði. f kringum mig ríkir nú kyrrð næturinnar en í sál minni er ró og friður. Ég veit að sverð hefndar- innar er reitt mér til höfuðs og laun synda minna er dauðinn. En ég veit líka, að fyrir mér er beðið bæði hér og hinum megin og máttur bænarinnar er og verður hatrinu sterkari. Á morgun syng ég messu hins heilaga Mikaels. Gef þú mér, heilaga guðsmóðir, styrk til að helga þá messu sálarheill okkar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.