Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 43
ráðstafanir til þess að skilja við Angelinu, og þá fyllti hann aðeins út eitthvert eyðublað og skrifaði henni, að hún væri frjáls, en svo gerði hann aldrei meira í því. (Hún giftist brátt aftur. Það var ekki fyrr en hún var næstum sjötug, að hún vissi að gifting hennar hafði aldrei verið lögleg, frekar en Bens og Mary — bæði höfðu þau lifað í fjölkvæni.) Þó að lífið væri þægilegt hjá Stollardsfólkinu, varð Ben brátt leiður á umhverfinu í Kentucky og ákvað að leggja af stað og litast um í heiminum. Mary fór með honum, auðvitað. Foreldrar hennar gáfu ungu hjónunum alla þá peninga, sem þau máttu missa og báðu innilega fyrir þeim. Fólkið þarna uppi í fjöll- unum vissi sem var, að heimurinn þar fyrir utan var fullur af synd og böli. í augum Bens var versta bölið þarna úti í heimi það, að fólk var ekki nærri eins móttækilegt fyrir þokka hans þar og stúlkurnar uppi í fjöllunum höfðu verið. Fólk í Ohio hafði enga samúð með flökk- urum. í hvert sinn og hann og Mary stönzuðu við bóndabæ, og hann fór að reyna að koma sér í mjúkinn hjá fólkinu, til þess að láta það bjóða sér gistingu, var honum vísað á viðarbynginn eða bent á aðra vinnu, meðan konan hans var látin hjálpa til í eldhúsinu. Það var ekki fyrr en hann hafði unnið baki brotnu í margar klukkustundir, að maturinn var borinn út til hans. Stéttirnar bak við húsið voru mat- borð þeirra, hlöðurnar svefnher- bergin. Ben tók það ekki nærri sér að horfa á konuna sína þræla í eldhús- um annarra, og Mary kvartaði aldrei sjálf. En að sjá mjúkar hendur sjálfs síns þaktar blöðrum, eða finna viðarflísar í hárinu á sér á hverjum morgni — það var óþolandi. „Þú hefur sannarlega hæfileika!" höfðu Stollardshjónin sagt. „Þú ættir að notfæra þér þá.“ En svo fékk hann hugmyndina, sem átti eftir að gjörbreyta lífi hans. ÞEGAR Ben fór að ferðast um sem prestur eða prédikari fór hon- um stöðugt fram í ræðuhöldum. Tilfinningasemi fjallabúans snerti einhvern streng í hjörtum íbúa ró- legra sveitahéraða Ohio. Hann fór nú að prédika fyrir peninga, fyrir utan fæði og húsaskjól, og hélt stuttar samkomur á götunum í hverri borg, sem þau komu í. „Ég var syndari, breyzkur mað- ur, eins og þið öll!“ Skær rödd hans laðaði fólk að, og hann hélt áfram: „Ég átti heima í borg eins og þess- ari og eyddi öllum tímum í hótel og drykkjukrár, drakk áfengi og reykti og hafði samneyti við þessar máluðu konur. En þá frelsaðist ég, bræður og systur, ég fann hönd Drottins leiða mig. Ég hlýddi kall- inu. Nú óska ég einskis frekar en að geta boðað Hans orð, geta leitt ykkur til Hans.“ Ef einhver kom með háðsglósur, sagði hann: „Það eru alltaf einhverjir, sem hlæja að orðum Hans, en það get ég sagt ykkur, bræður og systur, að dómsdagur kemur. Öll munum við standa frammi fyrir honum, og Hann mun opna bækur sínar og þar mun hver maður dæmdur eftir verkum sínum.“ í fyrstu voru ræður hans stuttar, því að hann var að æfa sig. Oftast fór hann með kafla úr biblíunni, sem hann kunni frá Carmelitunum í kirkjunni heima, og hann tók vel eftir, hvað hafði mest áhrif á fólkið, til þess að nota það næst. Svo sungu þau nokkra sálma, há og skær sópranrödd Mary blandaðist vel sterkri barytonrödd hans. Þau sungu alltaf eitthvað af gömlum þekktum sálmum, og fólkið tók undir. Á því augnabliki létu þau hattinn ganga um meðal fólksins og alltaf kom eitthvað af smápeningum í hann. Þá biðu þau ekki boðanna og lögðu aft- ur út á þjóðveginn, og um kvöldið völdu þau veglegustu bæina til að gista á um nóttina. Mary lék sitt hlutverk með mikilli alvöru, því að hún vissi ekki annað en þetta væri veruleikinn, Ben hafði sagt henni, að hann hefði fundið hjá sér köllun, og hún trúði honum. Innan um voru borgir, þar sem trúboðar voru ekki vel séðir, þar sem lögregluþjónn fylgdi þeim í gegnum borgina og sagði þeim að halda sem skjótast áfram ferðinni og tók ekkert tillit til mótmæla Bens, um að þeim bæri að sýna þjónum Drottins virðingu. Það kom líka oft fyrir, að hurðinni var skellt á þau, og stundum sáu bændurnir, að áhugi þessa rauðhærða fjalla- dreng? á konum þeirra og dætrum var ekki allur af prestlegum rótum runninn. En Ben átti, þrátt fyrir kennimannsvirðuleikann, erfitt með að halda sér frá fallegum konum. En sums staðar voru borgir, þar sem hatturinn fylltist af silfri og þeim var boðið að gista margar næt- ur. Stundum hittist líka svo vel á, að húsráðendur voru einmana ekkj- ur eða konur, sem mennirnir höfðu yfirgefið til þess að fara á veiðar, og Mary var aldrei neinn þröskuldur í vegi hans á þannig stöðum. Ef hún vaknaði þegar Ben lædd- ist út úr rúminu, minnti hann hana á skyldur sínar sem prests. Ef hún sofnaði ekki strax aftur, heyrði hún oft lágværar samræður úr öðru her- bergi, en það kom líka fyrir, að hann kom fljótt aftur, illur og þög- ull, og þá fóru þau af bænum í býtið næsta morgun, án þess að fá vott né þurrt. Oftar heyrði hún hvíslandi raddirnar deyja út í langa þögn og síðan marrið í rúmi. Þá sá hún hann fyrst aftur við morgunverðarborðið og horfði á hann dekra við konuna yfir kaffibollunum. Eftir því sem ræðumennska hans tók framförum hafði hann meiri möguleika til þess að setjast ein- hvers staðar að um kyrrt, verða virtur borgari í litlu sveitarfélagi. Bændurnir í Ohio voru mjög trú- aðir og þessi piltur ofan úr fjöll- unum átti einhverja þá einlægni í röddinni, sem hreif þá, og allar kon- ur voru hrifnar af honum við fyrstu sýn. En Benjamín Franklin Purnell fann ekkert aðdráttarafl í lífi smá- borgarprestsins. Að hverju hann var að leita, vissi hann ekki sjálfur, en hann hélt áfram að svipast um og gekk sjald- an sömu götuna tvisvar. 2. KAFLI. Bóndakonan var lítil og frekar holdug. Hún var eirðarlaus og ó- styrk meðan Ben Purnell talaði af miklum fjálgleik. Mary stóð án svipbrigða við hlið eiginmanns síns á tröppunum. Eftir sjö ára hjóna- band kunni hún þetta allt orðið Beztu og ódýrustu bókakaup, sem völ er á hérlendis. Til þess að fylgjast með því, sem er að gerast í heiminum, verður þú að lesa Úrval Tímaritið ÚRVAL flyt- ur greinar í saman- þjöppuðu formi úr tíma- ritum og blöðum í öll- um heimsálfum, þar á meðal íslenzkar greinar — einvörðungu ÚR- VALS-lestrarefni, fróð- leik og skemmtan fyrir alla. í hverjum mánuði er ágrip af ÚRVALS- bók. ÚRVALSTfMARIT eru um lieim allan vinsæl- ustu tímaritin. T. d. er Reader's Digest vinsæl- asta tímarit heims, selt á hverjum mánuði í 21 milljón eintaka. 2,500 SÍÐUR ÁÁRI FYRIR AÐEINS KR. 250.- Ég undirr........ gerist áskrifandi að ÚRVALI og óska eftir að mér verði sent blaðið mánaðarlega. ‘<U D, D 3 Nafn; Heimilisfang: □ Greiðsla fylgir. □ Vinsamlegast sendið póstkröfu sem greidd verður við móttöku.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.